Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Síða 9
DV Umræða MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 9 ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóörituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ASKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ CNN, eins og aðrir fjölmiðlar heimsins, greindu frá andláti skáksnillingsins Bobby Fischer á föstu- dag. Sjón- varpsstöð- inni barst fréttin frá íslenskum ijölmiðli. Það var hins ekki Morg- unblaðið, RÚV, DV eða aðrir miðlar sem venjulega keppast um að vera fyrstir með fréttina. Heims- byggðin fékk nefnilega að heyra af andlátinu frá U'maritinu Séð & heyrt og í kjölfarið tók hún nokkurra mínútna viðtal við blaðamann tímaritsins, Atla Má Gylfason. ■ Björn Bjarnason heldur uppi stöðugri varnarbaráttu á vefsíðu sinni fyrir ráðningu aðstoðarmanns síns, Þorsteins Davíðssonar Oddssonar, í dómarastöðu á Norðurlandi. Björn kvartar undan gagnrýn- inni umræðu um ráðninguna og velur að vitna í orð banda- ríska heimspekingsins Leo Strauss. Téður Strauss er talinn helsti lærifaðir Paul Wolfowitz og annarra ný-repúblikana sem leiddu hina nýju banda- rísku heimsvaldastefnu, New American Century. I því sam- hengi hefur verið fjallað um að postular Strauss ali á ótta með- al almennings til að ná fram hernaðarhyggju. Hefur Strauss meðal annars verið titlaður hinn nýi Machiavelli. Ljóst er af öllu að Björn er lesinn í hans fræðum. ■ Athygli vakti að Ásgeir Þór Davíðsson, kenndur við stripp- búlluna Goldfinger, lýsti því yfir í helgarblaði DV að hann styrkti Gunnar Þorsteinsson í trúfé- laginu Krossinum fjárhagslega. Starfsemi Goldfingers hefur hingað tíl þótt mið- ur kristileg. Því þótti ekki síður furðu- legt þegar bókstafstrú- armaður- inn Gunnar gagnrýndi fjölmiðlaumfjöllun um Goldfinger og bæjarstjór- ann í Kópavogi í sumar. Ætli ástæðan fýrir umburðarlyndi trúarleiðtogans gagnvart hór- dómi á nektardansstöðum sé fundin? ■ Staða Björns Inga Hrafns- sonar, formanns borgarráðs, er óviss um þessar mundir eftír að hann lýsti því yfir að hann íhugaði að standa upp og fara eftír að varaþingmaðurinn fyrr- verandi, Guðjón Ólafur Jóns- son, sendi frægt bréf tíl fram- sóknarmanna varðandi sögur um fatastyrki frambjóðenda tíl borgarstjórnar. Þannig gætí farið að Björn Ingi hallaði sér að Samfylkingunni eða Frjáls- lynda flokknum en skoðanir borgarfulltrúans um kvótakerf- ið falla vel að þeim flokki. En svo gætí hann einnig snúið sér að viðskiptalífinu eins og völva DV spáði svo eftírminnilega um áramótin. LEIÐAKI Fischer var Islendingur REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRISKRIFAR. Spor Fischers isögu islenskrar þjódar eruJii. Islendingar eiga að sýna Bobby heitnum Fischer alla þá virðingu sem mögulegt er án þess að fara út á þá braut að setja hann jafnfætis Jónasi Hallgrímssyni, Jóni Sigurðssyni eða öðrum þeim sonum þjóðarinnar sem hafa skarað fram úr og þjappað þjóðinni saman. Fischer var vissulega íslendingur undir það síðasta og skákeinvígi hans og Boris Spassky vakti jákvæða athygli á íslandi en það getur aldrei jafnast á við þá sem eiga stærstan hlut í þjóðararfinum eða stofnun lýðveldisins. Fischer var fyrst og fremst íslandsvinur sem með velvilja íslenskra stjórnvalda fékk skjól hér á landi eftir að hafa lent í ógöngum vegna skoðana sinna sem fæstir íslendingar reyndar vilja skrifa upp á. Það er hrein flrra að Fischer eigi að hvfla í þjóðargrafreit á Þingvöllum fyrir það eitt að hafa á sínum tíma tekið þátt í heimsmeistaraeinvígi hér á landi og ætti ekki einu sinni að þurfa umræðu við. Við getum allt eins horft til annarra atburða svo sem leiðtogafundar í Höfða þar sem ekki hvarflar að okkur sem þjóð að heimta hlutdeild í gestunum. En það er jafnframt ljóst að Fischer lést sem íslendingur og fullkomlega eðlflegt að ríldð standi fyrir opinberri útför hans hér á landi. Við getum verið stolt af því að þessi meistari skáksögunnar skuli hafa kosið að eyða síðustu æviárunum á íslandi á flótta undan bandarískri réttvísi. Og við eigum að bjóða verðugan legstað fyrir Fischer í íslenskri mold án þess þó að missa sjónar á þvi að hann var einfaldlega flóttamaður sem leitaði hér skjóls. Spor Fischers í sögu íslenskrar þjóðar eru fá án þess að lítið sé gert úr þvi hvaða stórmenni hann var á sviði skáklistarinnar. Hann lifði lengst af sem Bandaríkjamaður en dó sem íslendingur. BARDAGALIST METRÓMANNSINS Ifyrsta lagi snýst deilan um það að 21. aldar maðurinn hafi sóað peningum flokksins, ekki í fyllirí og rugl eins og hér áður fyrr, heldur fín föt. í öðru lagi var orrustan þannig háð: 20. aldar maðurinn potaði í 21. aldar manninn, sem kveinaði og spurði af hverju hann væri að þessu. Allir horfðu á 20. aldar manninn undrandi yfir hátta- lagi hans, en við svo búið trylltist hann og sparkaði í 21. aldar mann- inn með ásökun um að sá hefði margsinnis svikið sig. Þegar rykið settist eftir orrustuna stóð eftir að 20. aldar maðurinn var vondur við 21. aldar manninn, sem um leið var fórnarlamb og viðfangsefni samúðar okkar. Svona slást karlmenn í dag. Ef einhver er vondur við þá kveina þeir og ef einhver ræðst á þá fara þeir í hnipur eða fósturstellingu furðu lostnir með tár á hvarmi. Þeir sem berja tapa, þeir sem eru barðir vinna. f framtíðinni verður þessum sögulegu tímum að líkindum helst líkt við þau umskipti sem urðu þegar Homo Sapiens tók við af Neanderthalsmönnum. ótt Guðjón Ólafur segist vera með mörg hnífasett í bakinu eftír Björn Inga sást ekki bet- ur en hann reyndi að bera klæði á vopnin eftir fjöldapóst Guðjóns. Varnarviðbragð Björns Inga er frábært. f hvert skipti sem sparkað er í hann tárast hann eða ber sig aumlega fullur réttlætískenndar, í stað þess að láta skína í tenn- Guðjóni Ólafi Jónssyni fram- sóknarmanni varð ekki kápan úr því klæðinu að fella ungstirnið Björn Inga Hrafns- son vegna fatakaupa. Mörgum þykir málið ómerkilegt, en það er það alls ekki. Jakkafatamálið mikla er tímanna tákn og athyglisvert bæði út frá því um hvað var deilt og hvernig stríðið var háð. Þetta var orrusta karlmannstegundar tveggja tíma; 20. aldarinnar og 21. aldarinnar. urnar eins og stjórnmálamenn af gamla skólanum gera af yfirdrif- inni karlmennsku. Björn Ingi seg- ist núna íhuga stöðu sína í Fram- sóknarflokknum. Það kemur til greina íyrir hann að fara bara fyrst Guðjón var svona leiðinlegur við hann. Þetta hefði Jónas frá Hriflu aldrei gert og hvað þá Hermann Jónasson. Þeir hefðu farið í glímu eða kallað einhvern geðveikan, sem sagt beitt andlegu eða jafn- vel líkamlegu ofbeldi. Eins ogÁrni Johnsen eða Guðjón A. Kristjáns- son hafa gert á síðari árum. Björn Ingi er mjúkur maður. Hann er metróm- aður sem sinnir heimilisstörfum af fullum krafti og sér um börnin af fullri ábyrgð. Hann veigrar sér ekki við að berjast með vopnum sem konur höfðu áður einkarétt á; tilfinningum. f stað þess að hvessa sig gerist hann mjóróma og hann passar að vera alltaf klæddur nýj- ustu tísku. Hann er í stuttu máli löðrandi í kjörþokka. leiri stjórnmálamenn af tegund metrómanna eru Dagur B. Eggerts- son og Ágúst Ólafur Ág- ústsson; borgarstjóri og varaformaður. Mest áber- andi eftirhreytur 20. aldar karlmannsins eru Birgir Ármannsson og Birkir Jón Jónsson. SVARTHÖFÐI DOMSTOLL GOTUNNAR FINNST ÞÉR VIÐEICiANDI AÐ BOBBY FISCHER VERDIIARDSETTUR Á ÞlNCiVÖLLUM? „Alls ekki, Þingvellir eru þjóðarstaður Islendinga og mérfinnst ekki viðeigandi að blanda útför Bobbys Fischer við Þingvelti." Arnar Freyr Aðalsteinsson, 18 ára starfsmaður í Europris „Því ekki það, hann var vinsæll maður hér á landi, á hlut l sögu Islands. Því ekki á Þingvöllum eins og hvar annars staðar?" Tómas Kristjánsson, 64 ára útimaður hjá Shell „Að minu mati er nú verið að gera svolltið mikið mál úr þessu en ég held að hann ætti að fá að hvíla einhvers staðar annars staðar en á Þingvöllum." Sigurður Agúst Pétursson, 51 árs verkamaður „Mér finnst allt (lagi að hann verði jarðsettur hér á landi en akkúrat á Þingvöllum fyndist mér svolítið skritið." Salbjörg Guðjónsdóttir, 21 árs starfsmaður á leikskóla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.