Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Page 6
6 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 Fréttir DV . ... fc-r Byrgismálið skýrist í vikunni Fregna af rannsókn á kyn- ferðisbrotum í Byrgismálinu svokallaða má vænta í vikulok samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknaraembættinu sem fer með rannsókn málsins. Fyrir tveimur vikum gaf embættið út að tvær vikur væru í að rann- sókn lyki. Rúmt ár er síðan málið komst í hámæli en átta konur lögðu fr am kærur vegna kyn- ferðisbrota á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðu- manni Byrgisins. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra fer með rannsókn á skattahluta Byrgismálsins og auðgunarbrotahluta og er óvíst hvenær þeirri rannsókn lýkur. Vestfirsk sinfónía Mikið verður um að vera í tónlistarlífi Vestfirðinga á miðvikudag. Þá verður haldið upp á 60 ára afmæli Tónlistar- sícóla Ísaíjarðar, meðal annars með því að Sinfóníuhljóm- sveit fslands fer vestur og heldur tónleika. Sinfónían verður með þrenna skólatónleika og loks hátíðartónleika ásamt hátíð- arkór tónskólans og öðrum vestfirskum listamönnum. Fjölgar mikið Skagamenn eiga von á að íbú- um fjölgi mikið á næstu árum. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir í pisdi á vef Akranesbæjar að Akurnesingar þurfi að vera í stakk búnir til að taka við veru- legri fjölgun íbúa á næstu árum. Fram kemur í máli Gísla að við- búið er að íbúar á Akranesi verði orðnir allt að 7.500 í lok næsta árs. Þetta er nokkur fjölgun því íbúar voru 6.345 1. desember síðastíiðinn. Gangi spárnar eftir fjölgar Skagamönnum þá um 18 prósent á tveimur árum. Skagamenn voru 5.342 talsins árið 1999 og gangi spárnar upp þýðir það 40 prósenta fjölgun á einum áratug. Olíufélög lækka eicki Heimsmarkaðsverð á einu tonni af bensíni hefur lækkað um 12,5 prósent á síðastliðn- um tveimur vikum, eða um 100 bandaríkjadali. Félag íslenskra bifreiðaeigenda gagnrýntr olíu- félögin fyrir að hafa ekki lækkað smásöluverð á eldsneytí í takt við þessar verðbreytingar. „Olíufélagin voru skjót að taka við sér þegar heimsmarkaðsverð á bensíni og dfsilolíu hækkaði í upphafi árs," segir f tilkynningu frá FÍB. Félagið gagnrýnir olíu- félögin fyrir að lækka ekki elds- neytísverð þegar kostnaðarverð á hvern lítra hefur lækkað um ríflega þrjár krónur. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður vinstri grænna, hafa báðar áhyggjur af þvi að verið sé að stytta framhaldsskólanámið í 3 ár. því hafi verið laumað inn í nýtt frumvarp þar sem hvorki er kveðið á um lengd námsiþs né einingafjölda þess. Sigurður Kári Kristjáns- son, formaður menntamálanefndar, hefur ekki sömu áhyggjur. SKOLARNIR GETA STYTT NÁMIÐEF ÞEIRVILJA fj^m TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is f nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra er hvorki kveðið á um lengd framhalds- skólanáms né hver einingafjöldi náms- ins skuli vera. Framhaldsskólum verður í sjálfsvald sett hvort þeir bjóði nemendum sínum upp á 3 eða 4 ára nám. Ákvörðun skólanna er þó alfarið háð fjárveitíngarvaldinu. Þess ber að geta að í núgildandi lögum um framhaldsskóla er heldur ekki að finna ákvæði um lengd eða einingafjölda námsins. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður vinstri grænna og fulltrúi í menntamála- nefnd Alþingis, hefur áhyggjur af því að með þessari Ieið sé markvisst verið að þróa námið til 3 ára. f grunninn segist hún hins vegar ekki mótfallin því að nemendum bjóðist að taka stúdentspróf á skemmri tíma. „Það er hvergi sagt í frumvarpinu hvað framhaldsskólinn eigi að vera margar einingar. Skólunum er falið að útbúa það sjálfir og þá höfum við áhyggjur af því að þróunin verði sú að ekld fáist peningar fyrir lengra stúdentsprófi. Við teljum líklegast að skólamir og fjárveitingatvaldið muni hafa frekar þá tilhneigingu að velja styttri leiðina. Ég hef áhyggjur af því að verið sé að lauma inn styttingu ffamhaldsskólanámsins," segir Katrín. 100 prósent áhyggjur Aðaleiður Steingrímsdóttír, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, tekurundir áhyggjurnar. Hún telur nauðsynlegt að menntamálaráðherra skýri betur hug sinn og áherslur. „Vissulega höfum við 100 prósent áhyggjur af orðalagi og óskýrri framsetningu hins nýja frumvarps. Þar hafa læðst inn ýmis markmið og áherslur ffá hugmyndum ráðherra sem voru felldar á sínum tíma og báru með sér augljósa skerðingu á námi. Vandinn er sá að ráðherrann hefur síðan þá ekki gefið skýr skilaboð um hvort hætt hafi verið við þær hugmyndir eða ekki," segir Aðalheiður. „Við búum við mikla óvissu. Eðlilega óttast maður að með þessari útfærslu verði peningaramminn skrúfaður niður og náminu stýrt í þá veru að skólarnir geti aðeins boðið upp á skert nám. Það læðist að manni sá grunur að eldri röksemdir um styttíngu námsins séu að skjóta aftur upp kollinum í nýju frumvarpi. Við höfum áhyggjur afþví að enn sé vilji til þess að skera námið niður. Það er bæði réttmætt og lögmætt að hafa af því miklar áhyggjur." Val er lykilorðið Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og for- maður menntamálanefndar Alþingis, vísar gagnrýninni á bug. Hann seg- ir markmiðið vera að auka frjálsræði skólanna. „Ég get ekki tekið undir það að verið sé að lauma inn styttingu á náminu. Hins vegar erum við að auka ffjálsræði ffamhaldsskólanna sem fá Sigurður Kári Kristjánsson Formaður menntamálanefndar segir engan feluleik í gangi og vísar gagnrýninni á bug. sjálfir að útfæra sitt námsffamboð til stúdentsprófs og marka sér sérstöðu. Ráðuneytið þarf auðvitað að sam- þykkja að útfærslurnar séu fullnægj- andi," segir Sigurður Kári. „Þetta þýðir það að skólarnir fá sjálfstæði um hvaða nám þeir bjóða og með hvaða hætti þeir útskrifa nemendur sína. Þannig geta einhverjir lokið náminu á 2, 3 eða 4 árum og skólarnir geta ákveðið sitt hlutverk sjálfir. Ég sé líka alveg fyrir mér að skólarnir geti boðið upp á fleiri en einn möguleika. Eftír sem áður þarf námið alltaf að uppfylla kröfur ráðuneytísins. Ég kannast ekki við neinn feluleik ráðherrans og hef ekki trú á því að þetta þróist yfir í styttra nám." Föst í fortíðinni „Við erum ekki að stytta námið og höfum lagt bláu skýrslunni. Frumvarpið hefur tekið miklum breytingum frá upphaflegum hugmyndum og við höfum byggt á samkomulagi sem gert var Katrín Jakobsdóttir Varaformaður vinstri grænna telur að með nýjum lögum velji skólarnir og fjárveitingavaldið frekar styttri leiðina. við skólasamfélagið. Við erum alls ekki að miðstýra styttingu náms heldur auka sveigjanleikan og frelsið í náminu," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Þorgerður segir gífurleg tækifæri felast í nýja frumvarpinu. Hún segir ráðuneytið koma til með að yfirfara hvort nám skólanna uppfylli allar kröfur sem þarf. „Við treystum skólunum og fagfólki þeirra algjörlega til að móta sitt starf sjálf og skapa sér sérstöðu. Ég leyni því ekki að við eigum eftir að sjá mismunandi lengd á stúdentsprófi og við eigum eftir að sjá mun meiri fjölbreytni. í frumvarpinu felast gríðarleg tækifæri og það er alveg skýrt að áætlun okkar er ekki að spara. Gagnrýnendur eru á móti frelsinu og vilja ríghalda í gömlu miðstýringuna. Við eigum að þora að taka skrefið til fulls í átt að auknu frelsi og hætta að vera föst í fortíðinni,“ segir Þorgerður Katrín. Línur eru farnar aö skýrast með 87 milljóna króna húsið í Blesugróf 27: Húsið ætti að nýtast borginni „Það verður haldinn hverfafund- ur um mánaðamótin þar sem starf- semin verður kynnt fyrir íbúum," seg- ir Sigrún Elsa Smáradóttir, formaður hverfisráðs Háaleitis. DV greindi frá því í september á síðasta ári að Reykjavíkurborg hefði keypt húsnæði í Blesugróf 27 fyrir 87 milljónir króna síðasta sumar en óvíst væri hvort borgin fengi að nota húsið. í húsinu átti að vera dagdeild fyrir Alzheimers-sjúklinga en sam- kvæmt gildandi deiliskipulagi var það ekki hægt. Ifyrir allmörgum árum var skólastarfsemi í húsinu og sagði Ósk- ar Bergsson, formaður framkvæmda- ráðs, að menn hafi haldið að hægt yrði að nýta húsið áffam. Það var hins vegar ekki og því þarf breytingu á deiliskipulagi til að fyrirætlun borg- aryfirvalda nái fram að ganga. „Starfsemin er í auglýsingu núna Blesugróf 27 Ibúi í Blesugróf 25 segist ekki hafa neitt á móti því að dagdeild fyrir Alzheimers-sjúka komi í næsta hús. og íbúar hafa tíma ffam í miðjan febrúar til að skila inn athugasemd- um og málið því í eðlilegum farvegi. Við ætíum hins vegar að gera meira en það og halda íbúafund sem vænt- anlega verður haldinn í kringum mánaðamótin janúar febrúar" segir Sigrún. Steinunn Ósk Óskarsdóttir er íbúi í Blesugróf 25, húsinu við hliðina á Blesugróf 27. Hún segist ekki hafa neitt á móti því að starfseminni verði fundinn samastaður í sömu götu. „Ég held að það sé varla hægt að hafa betri nágranna," segir hún. Eftir að frestur til að skila inn at- hugasemdum rennur út tekur skipu- lagsráð afstöðu til þess hvort deili- skipulagi verði breytt og starfsemin heimiluð. Hún segir að erfitt sé að meta hvort líkur séu á að starfsemin verði heimiluð þar sem athugasemd- ir getí enn borist. Aðstandendafélag aldraðra hefur lagt mikla áherslu á að dagdeild fyrir heilabilaða verði komið fyrir á svæðinu. „Það er alveg ljóst að það er kominn tími til að þessari starf- semi verði fundinn samastaður og ég vona að þetta mál fái farsælan endi," segir Sigrún. einar@dv.is Kynna starfsemina Sigrún segir að starfsemin verði kynnt íbúum um mánaðamótin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.