Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 21
PV Sport MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 21 Lið Manchester City sem flaug sem hæst fyrir áramót er á leið niður. í gær gerði liðið 1-1 jafntefli við West Ham sem var óheppið að sækja ekki stigin þrjú á borgarleikvanginn í Manchester. Báðir þjálfararnir voru undrandi á að jöfnunarmark Darius Vassell væri dæmt gilt. UMDEILT JOFNUNARMARK Manchester City vann fyrstu níu heimaleiki sína á keppnistímabil- inu en hefur síðan gert þrjú jafntefli í seinustu leikjum. City hafði betur í bikarleik liðanna í vikunni en leik- menn West Ham voru staðráðnir í að koma í veg fyrir að það endurtæki sig. Carlton Cole kom West Ham yfir á áttundu mínútu með laglegri bak- fallsspyrnu. Hann fékk boltann frá hægri, lyfti knettinum upp og svo sjálfum sér til að skora niður í horn- ið. Darius Vassell jafnaði metin átta mínútum síðar. Fyrirgjöf Martins Petrov þvældist milli manna í teign- um áður en boltinn barst að lokum til Vassells sem ýtti honum yfir línuna. Leikmenn West Ham voru ósáttir við markið þar sem þeir töldu Vassell hafa verið rangstæðan. Það var hann þegar Petrov sendi boltann en hann hafði ekki áhrif á leikinn í fyrstu. Lítil ógn stafaði af sókn Manchest- er City í seinni hálfleik en West Ham fékk nokkur góð færi. Fredrik Ljung- berg komst tvívegis inn á vítateiginn vinstra megin en skaut sjálfur frekar en að senda á Lee Bowyer sem kom á ferðinni inn í teiginn í bæði skiptin. Sú ákvörðun féll í grýttan jarðveg hjá Bowyer. Joe Hart, markvörður City, varði tvívegis vel undir lokin. Fyrst skot Marks Noble og svo skalla Col- es. Heppnir að ná stigi Dietmar Hamann, miðjumaður City, sagði gestina hafa verið sterkari í leiknum. Honum fannst sérstök ógn stafa af Carlton Cole. „Við spiluðum ekki vel í seinni hálfleik og skópum okkur engin færi. Cole var hættuleg- ur í íramlínunni. Mér finnst við ekki geta kvartað undan jafntefli. West Ham var óheppið að ná ekki öllum stigunum þremur." Hamann segir slakan sóknarleik vera höfuðverk City. „Við höfum leik- ið illa í fjórum eða fimm leikjum að undanförnu. Við getum ekki kvartað því við höfum einfaldlega ekki leikið nógu vel. Vörnin hefur haldið okkur á floti en við verðum að bæta leik okk- ar til að halda okkur í baráttunni." Sven-Göran Eriksson, þjálfari City, vildi ekki ræða rangstöðumark- ið. „Það er dómaranna að meta það. Mér fannst þetta rangstaða. Gegn Blackburn fyrir nokkrum vikum var dæmt öðruvísi. Sá dómari sagði þetta á gráu svæði og ég er sammála honum. Við verðum að reyna að gera þetta svart eða hvítt - ekki grátt." En burtséð frá markinu var Eriks- son ósáttur við leik City í dag. „Við spiluðum ekki vel. Við börðumst vel Var hann réttstæður? Darius Vassell skorar jöfnunarmark Manchester City. Vassdl 16. 1:1 50% ME8 BOLTANN 41% 18 SKOTAÐMARKI 9 6 SKOUMARK 4 5 RANGSTOÐUR 3 12 HORNSPYRNUR 3 11 AUKASPYRNUR 14 2 GULSPJÖLD 3 0 RAUÐSPJÖLD 1 ÁHORFENDUR: 39,042 MANCHESTERCITY Hart Coriuka, Dunne, Rkhards, Ball, Vassell (Gelson 58), Hamann, Ireland (Geovanni 68), Petrov,0ano(Garrido78), Bianchi. Green, Neill, Ferdinand, Upson, McCartney, Ljungberg, Noble, Mullins, Bowyer (Spector 90), Boa Morte (Faubert 71), Cole. MAÐUR LEIKSINS Carlton Cole,West Ham en þurftum heppni til að hanga á einu stigi." Curbishley týndur Alan Curbishley, stjóri West Ham, var ósáttur við að vinna ekki leikinn. „Við verðskulduðum að vinna og ég held að Eriksson hafi verið sammála mér um það. Við hefðum átt að ná betri árangri í leikjunum tveimur gegn City." Curbishley sagði mark Vassells kolólöglegt. „Stundum er ég alveg týndur. Ég held að aðstoðardómar- inn hafi sagt að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn en hann stóð á mark- teigslínunni. Það skilur enginn okkar neitt í reglunni um hvort leikmenn hafi áhrif á leikinn eða ekki. Stund- um er heppnin með manni en mér fannst hún ekki vera með okkur í dag." GG Everton sigraði Wigan á JJB-vellinum. Titus Bramble gerði slæm mistök: BRAMBLE ENNÁFERÐ Everton sigraði Wigan Athletic 1- 2 á JJB-vellinum. Titus Bramble gaf Everton fyrsta markið í jöfnum leik þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum meginsemvar. Everton byrjaði eilítið betur og Mikel Arteta var nærri því að ná for- ystunni þegar hann skaut að marki úr teignum en Kirkland varði vel. Wigan komst vel inn í leikinn og Marcus Bent sem áður lék með Evert- on átti skalla sem Tim Howard, mark- vörður Everton, sló í þverslána. Press- an jókst að marki Everton og svo virtist sem einungis væri tímaspursmál hve- nær Wigan næði forystunni. Þá gerði Titus Bramble sig sekan um slæm mistök þegar hann hitti ekki boltann er hann ætlaði að gefa til baka á Kirkland markvörð. Andy Johnson nýttí sér mistökin og skoraði auðveld- lega. Stuttu síðar bættí vamarmaður- inn Jolean Lescott við öðru marki eft- ir homspymu. Þetta er sjöunda mark kappans á leiktíðinni. Wigan-menn reyndu hvað þeir gátu að komast inn í leikinn og í upp- hafi síðari hálfleiks vaknaði vonarglæta meðal stuðningsmannanna þegar Jag- ielka gerði sjálfsmark. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir tókst Wigan-mönnum ekki að jafha leikinn og Everton fór með mikilvægan sigur af hólmi. „Þetta var barátta og þegar við fór- um tíl hálfleiks áttum við kannski ekki skilið að vera tveimur mörkum yfir. Mér fannst við ekki spila vel og það var vegna þess að Wigan-menn leyfðu okkur aldrei að spila boltanum á mifii okkar. Okkur til hróss unnum við þrátt fýrir að spila illa," sagði Moyes. vidar@dv.is Komdu með boltann Sibierskl reynir að komast í boltann framhjá Jolean Lescott. n Sheffield Wednesday hafði betur f nágrannaslagnum West Bromwich Albion heldur forystunni í ensku fyrstu deildinni eftir leiki helgarinnar. West Brom lenti þó í kröppum dansi meðCardiff á heimavelli. StrákarTony Mowbray í WBA lentu tvö núll undir í fyrri hálfleik en náðu að minnka muninn eftir 52 mínútna leik. Svovirtist semCardiffhefði klárað leikinn þegar liðið þætti þriðja markinu við skömmu síðar. Heima- menn lögðu þó ekki árar í bát og ™ minnkuðu aftur muninn þrettán mínútum fyrir leikslok áður en Cardiff- menn skoruðu svo sjálfsmarkog þriggja markajafntefii niðurstaðan. Watford mistókst þó að minnka muninn á toppnum í eitt stig þegar það gerði 1-1 jafntefli við Chariton á heimavelli. Nathan Ellington skoraði sitt fyrsta mark fyrir Watford á tímabilinu og það virtist hafa dugað heimamönnum þartil rétt fyrir leikslok. Darren Ambrose átti þá laflaust skot að marki Watford sem markverði þess, Richard Lee, tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að missa undir sig og (netið. Enn fremur gátu nýliðar Bristol með þessum úrslitum lyft sér upp í annað sæti deildarinnar en Bristol hefur átt ótrúlegt tímabil hingað til. Bristol virtist afturámóti ekki tilbúið í leikinn og lenti undir gegn Crystal Palace strax á 6. mínútu. Það var Clinton Morrison sem kom Palace yfir en Mark Hudson bætti svo við marki fyrir Palace sem lagði Bristol með tveimur mörkum gegn engu. Stoke aftur á móti nýtti sér hrakfarir toppliðanna og kom sér upp í fjórða sæti, með öruggum 3-1 sigri á Preston. Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley sem fylgdi eftir góðum sigri sinum um síðustu helgi með öðrum sigri um helgina. Burnley- menn unnu þá frábæran útisigurá Coventry, 1 -2, þar sem Jóhannes lék (75 mínútur. (borgaraslagnum í Sheffield lagði Sheffield Wednesday Sheffield United með tveimur mörkum gegn engu. Wednesday hefur ekkert gengið á leiktíðinni og ofan á það hefur það ekki borið sigurorð af nágrönnum sínum í fimmár.Það w -m varð þó breyting " .jftSSK.. ’ þar á því Wednesday var miklu betra liðið íleiknumog vann verðskuld- aðan sigur. Jamaíkumaður- inn Jermaine Johnson fór hamförum á hægri kantinum og var auðveldlega maður leiksins. Einn sprettur hans og fyrirgjöf lagði upp fyrsta mark leiksins sem Akpo Sodje skoraði og kom Wednesday yfir í fýrri hálfleik. Sodje hefurverið mikið meiddur og fagnaði markinu gífurlega eins og þjálfari hans sem fór á handahlaupum á hliðarlínunni. í seinni háifleik komust Sheffield United-menn inn (leikinn en það var miðvikudagsliðið sem bætti við marki frá MarcusTudgay sem átti einnig góðan leik. Með þessum úrslitum lyfti Sheffield Wednesday sér upp úr fallsæti þar sem liðið hefur verið í allan vetur. Jagielka sjálfsmark 53 *| 52% MEÐ BOLTANN 48% 14 SKOTAÐMARKI 14 1 SK0TAMARK 3 1 RANGSTÖÐUR 4 5 H0RNSPYRNUR 5 16 AUKASPYRNUR 14 1 GUL SPJÖLD 3 0 RAUÐSPJÖLD 0 ÁH0RFENDUR: 18,820 Johnson 39, Lescott 42 Kirkland,Schamer,Braml>le,Mek hiot, Kilbane, Landzaat, Palacios, Brown,Valencia, Heskey, Bent T.Howard,NunoValente,P. Neville, J. Lescott, T. Hibbert, T. Cahill, L Osman, P. Jagielka, L Carsley, M. Arteta, AJohnson MAÐUR LEIKSIN5 AndyJohnson, Everton

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.