Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 Sport PV Derbyshire 75. Wheaterl3. 59% MEÐ BOLTANN 41% 17 SKOT AÐ MARKI 13 SKOTÁMARK RANGSTÖÐUR HORNSPYRNUR AUKASPYRNUR GULSPJÖLD RAUÐSPJÖLD ÁHORFENDUR: 21,687 Ffiedel, Ooijer, Semba, Nelsen, Wdrnock, Bentley, Reid, Dunn (Derbyshire 65), Pedeisen (Emefton65),SantaCmz, Roberts, MIDDLESBROUGH Schwarzer.Younq, Huth, Wheater, Pogatetz, O'Neil, Boateng, Arca (Rochemback 46), Downing, Sanli, Aliadiere. MAÐUR IEIKSINS David Wheater, M.Boro Lehmann útilokar akki Bayern Jens Lehmann útilokar ekki að hann fari til Bayern Munchen og hefur lýst yfir vilja til þess að leika undir stjórn Jurgens Klinsmann sem veröur stjóri Bayern Munchen næsta sumar. Lehman hefur misst sæti sem fyrsti markvörður Arsenal og leitar nú að liði til þess að spila með til þess að eiga möguleika á því að leika sem fyrsti markvörður Þýskalands í næsta Evrópumóti. Lehmann hefur þegar ákveðið að vera hjá Arsenal til loka leiktiöar en vitað er af aödáun hans á Klinsmann.„Ég hef verið atvinnumaður nægilega lengi til þess að útiloka ekki neitt. Bayern gerði góða hluti þegar það ákvað að ráða Klinsmann sem næsta þjálfara," segir Lehmann. Oliver Kahn sem stendur í marki Bayern sem stendur hættir í lok leiktfðar og óvfst er hvort Klinsmann treysti Michael Rensing varamarkverði Bayern til að standa (markinu á næstu leiktfö. Torras ekki ofurmenni Jacob Laursen, varnarmaður Aston Villa, er óhræddur fyrir leik Aston Villa og Liverpool. Hlutverk Laursens er að stöðva Spánverjann Fernando Torres f leiknum í kvöld en hann hefur gert ellefu mörk f 16 leikjum.„Hann er góður leikmaðuren hann er ekki ofurmenni. Hann er leikmaður eins og hver annar. Það eru margir góðir leikmenn í þessari deild auk þess sem ég hef þurft að kljást viö marga frábæra leikmenn á (talíu og í Danmörku. Hér þarft þú að kljást við góða leikmenn í hverri viku. Ef ég ætti að nefna einhvern er Cristiano Ronaldo leikmaður sem er afar erfiður viðfangs," segir Laursen Adobayor laikmaður Afríku Emmanuel Adebayor var valinn besti leikmaður Afrfku að mati BBC- fréttastofunnar.Tógómaðurinn Adebayor er fæddur f Nígeríu og hefur skorað 13 mörk það sem af er leiktíðar f ensku úrvalsdeildinni. Didier Drogba kom í öðru sæti en Ganamað- urinn Michael Essien kemur ( þriðja sæti. Adebayor er einnig tilnefndur sem knattspyrnumaður Afrfku í opinberu verðlaununum. Hann leikur ekki (Afríkukeppninni þar sem Malí komst áfram á kostnað Tógó sem komst í heimsmeistara- keppnina í Þýskalandi árið 2006. Fyrir vikiö verður Adebayor með á næstu vikum í ensku úrvalsdeildinni. Cerny stóð sig Radek Cerny hefur staðið sig vel eftir að hann kom inn í Tottenham fyrir Paul Robinson. Robbie Keane skoraði sitt hund: liðsins á Sunderland. VIÐAR GUÐJONSSON bladamadur skrifar: vidarifvclv.is E „Þetta var skrítinn leikur. Við fengum öll færin í fyrri hálfleik, en Sunderland fékk öll færin í þeim síðari," sagði Juande Ramos, stjóri Tottenham, eftir 2-0 sigur Tottenham á Sunderland á White Hart Lane. Það er sjaldnast lognmolla í leikj- um Tottenham á þessari leiktíð og leikurinn við Sunderland á laugar- dag var engin undantekning. Fjöldi marktækifæra féll liðunum í skaut og Tottenham-menn geta prísað sig sæla með að hafa náð öllum þrem- ur stigunum úr þessum leik. Sunder- land sótti mikið í síðari hálfleik. Leikurinn var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar Aaron Lennon skoraði fyrsta markið fyrir Totten- ham. Sunderland-mönnum mistókst að hreinsa frá marki við endalínuna. Jamie O'Hara sendi boltann fyrir markið á Lennon sem mættur var á fjærstöng og skoraði með tökkunum úr dauðafæri. Tottenham hélt áfram að sækja eftir marldð og Dimitar Berbat- ov fékk nokkur ágæt færi til þess að skora. Sérlega var hann nærri því að opna markareilcning sinn þegar bolt- inn barst til hans á markteig, en skot kappans fór yfir mark Sunderland fyrir opnu marki. Minnstu munaði að klaufagang- ur Tottenham-manna fyrir framan markið í fyrri hálfleik hefði haft al- varlegar afleiðingar fyrir liðið í síð- ari hálfleik. Sunderland-menn komu inn í leikinn og fengu nokkur ágæt færi til þess að jafna leikinn. Hundrað marka maður Robbie Keane skoraði sitt 100. markfyrir Tottenham gegn Sunderland. Radek Cerny, markvörður Tott- enham, þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum og ljóst var að ákvörðun Juandes Ramos um að hvíla Ledley King og Robbie Keane hafði áhrif á frammistöðu liðsins. Dean Whitehead fékk tvö upplögð tækifæri til að skora en Cerny náði að halda knettinum utan marldínunnar í bæði skiptin með góðri markvörslu. Keane með 100. markið Athygli vaktí að Jermaine Defoe bar fyiirliðabandið að þessu sinni en slcammt er síðan Juande Ramos tílkynntí honum að hann mætti yfir- gefa félagið að loknu leiktímabilinu. Defoe var skipt af leikvelli á 74. mín- útu fyrir Robbie Keane. Sunderland-menn héldu áffarn að pressa að marki Tottenham á lokamínútunum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Robbie Keane innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Langur boltí kom inn fyrir vörnina og Keane var fljótur að átta sig þegar hann afgreiddi boltann með góðu skotí að marki. Gordon í marki Sunderland misstí knöttínn undir sig og þaðan lak knötturinn í netíð. Heldur klaufalegt hjá dýrasta markverði úrvalsdeildarinnar. Þetta var 100. mark Robbie Keane á ferlinum og Leflcnum lauk því með 2- 0 sigri Tottenham. Frábært fyrir Spurs- fjölskylduna Juande Ramos var ánægður með sigurinn og hann lofaði afrek Robb- 50% MEÐ BOLTANN 50% 16 SKOTAÐMARKI 14 6 SKOTÁMARK 5 2 RANGSTÖÐUR 2 6 HORNSPYRNUR 7 15 AUKASPYRNUR 13 2 GULSPJÖLD 2 0 RAUÐSPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 36,070 T0TTENHAM Cemy, Stalteri (Chimbonda 79), Lee, Dawson, Huddlestone, Jenas, Boateng, 0'Hara (Tainio 55), Lennon, Berbatov, Defoe (Keane74). SUNDERLAND Gordon, Nosworthy, McShane (Cole75),Collins,Evans, Whitehead, Murphy, Miller, Yorke, Stokes (Chopra 39), Jones. MAÐUR LEIKSINS Craig Gordon, Sunderiand ies Keane í hástert eför leikinn. „Þetta er frábært afrek fyrir hann og alla hjá Spurs-fjölskyldunni." Ramos tíltók einnig ffammistöðu Cernys í mark- inu sem góða. „Því meira sem hann spilar því betri verður hann og hann var ffábær í leiknum."segir Ramos. Roy Keane, ffamkvæmdastjóri Sunderland, sykurhúðaði hlutina ekki frekar en fyrri daginn. „Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur í dag áttu ekki skilið að sigra. Þú getur kallað þetta tap öllum þeim nöfnum sem þú vilt. Meginmálið er það að ef þú ert með þann útiárangur sem við erum með og færð á þig mark eftir 111 sekúndur áttu ekkert skilið. Vissulega varði markvörður þeirra nokkrum sinnum frábærlega en við þurfum að nýta færin betur," segir Keane. Blackburn og Middlesbrough skildu jöfn: DERBYSHIRE BJARGAÐISTIGI Hart barist Tuncay Sanli og Christopher Samba berjast um boltann. Blackburn og Middlesbrough gerðu 1-1 jafntefli á Ewood Park í leik þar sem Middlesbrough var nær sigri. Matt Derbyshire bjargaði stigi fyrir Blackburn 15 mínútum fyrir leikslok en Alliadere hefði átt að stela sigrinum fýrir Middlesbrough á lokamínútunni þegar hann skallaði framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. Middlesbrough fékk óskabyrjun þegar David Wheater skallaði knött- inn í netið á 13. mínútu eftír auka- spymu frá Downing. Blackburn-menn sóttu í kjölfarið en gekk lítið að fá færi. Andrej Oojer var næst því að skora þegar hann átti fínt skot sem Schwarcher var nærri því að missa í netíð. Middlesbrough-menn voru vel skipulagðir til baka og fengu skyndi- sóknir. Úr einni slíkri fékk Tuncay Sanli sannkallað dauðafæri þegar hann fékk sendingu frá Alliadere, en á óskiljanlegan hátt hitti hann ekki knöttinn á markteig. Það var frekar gegn gangi leiksins þegar Derbyshire jafnaði metin á 75. mínútu. Boltinn barst tíl hans á fjær- stöng og hann setti boltann í tómt markið. Minnstu munaði að Bentley skoraði í lokin en Schwarzer gerði vel í að verja. Alliadera fékk gott færi til að skora í lokin áður en flautað var til leiksloka og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Gareth Southgate, ffamkvæmda- stjóri Middlesbrough, var vonsvik- inn að ná ekki sigri. „Við klúðruð- um nokkrum gullnum tækifærum til þess að klára leikinn og það eru von- brigði," sagði Southgate. Mark Hughes var ánægður með að ná stígi. „Mér fannst eins og leik- urinn væri að fjara út og við þurftum að gera breytíngar. Eftír það kom- umst við inn í leflcinn," segir Hughes. vidar&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.