Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 15
PV Sport MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 15 Pizarro79. BIRMINGHAM 30% MEÐ BOLTANN 29%________________________________________ 15 5K0TAÐMARKI 13 Ma'RTaylor.Kelly.Sdimitz, Ridgewell, Queudrue, Larsson, SKOTÁMARK RANGSTÖÐUR HORNSPYRNUR AUKASPYRNUR GULSPJÖLD RAUÐSPJÖLO ÁHORFENOUR: 26,567 Muambajohnson, Kapo, O'Connor (Forssell 72), Jerome (McFadden 72). Cech, Bellelti, Alex, Carvalho, Ashley Cole, Wright-Phillips (Pizarro 29), Makelele, Ballack, Joe Cole (Sidwell 85), Anelka, Malouda (Bridge 90). MAÐUR LEIKSINS Alex, Chelsea Claudio Pizarro skoraði sitt annað mark á tímabilinu þegar Chelsea vann Birmingham 0-1 á St. Andrews. Fyrra mark hans var gegn Birmingham í fyrstu umferð. Birmingham fór illa með mörg dauðafæri. Stór maður heldur með litla liðinu Körfuboltagoðið Michael Jordan hefur tekið ástfóstri við enska knattspyrnuliðið Havantand Waterlooville. Liðið mætir Liverpool i fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar eftirað hafa óvænt slegið Swanseaúrleikí seinustu viku. Jordan.sem býrá Bahamaeyjum, sá leikinn í sjónvarpinu og heillaðist af Havant.„Einn úrstjórninni var í fríi á Bahamaeyjum og horfði á leikinn með fjölskyldu sinni. Michael Jordan sat við hliðina á honum og nú þarf ég að senda honum risatreyju því hann heillaðist af liðinu. Þetta er algjör geggjun," sagði Marcus Hackney, formaður Havant. Sissoko heim til Valencia Momo Sissoko, miðjumaður Liverpool, kann að vera á leið til Valencia. Þaðan keypti Liverpool hann árið 2005. Rafael Benitez þarf að selja leikmann til að fjármagna kaupin á slóvakíska varnarmanninum Martin Skrtel. Hinir þandarísku eigendur Liverpool.Tom Hicks og George Gillett, eru sagðir hafa samþykkt kaupin á Skrtel í þeirri trú að Sissoko væri á leið til Juventus fyrir 10 milljónir punda. Bandaríkjamennirnir hafa einnig meinað Benitez að selja Peter Crouch og ekki viljað kaupa Argentínumanninn Javier Mascherano. Breskir fjömiðlar segja þá ekki vilja taka neina áhættu á meðan framtíð Benitez er óviss. Dunne áf ram hjá City Richard Dunne, fyrirliði Manchester City, er tilbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Sven- Göran Eriksson álítur Dunne mikilvægan hlekkíCity- vörninni við hlið Micahs Richards. Samkomulagið kætir tæplega Kevin Keegan, stjóra Newcastle, sem hafði vonast tilaðfáDunnetil að stoppa upp í hripleka Newcastle-vörn. Fyrsti leikur í byrjunarliði Nicolas Anelka ýtti Claudio Pizarro út úr byrjunarliðinu. PIZARRO SKORAR BARA Pizarro hafði reyndar tapað sæti sínu í byrjunarliði Chelsea til Ni- colas Anelka. Hann kom inn á eftir að Shaun Wright-Philipps meiddist á ökkla. Erfiðri leikjatörn Birming- ham lauk á laugardag en liðið mætti þremur efstu liðum úrvalsdeild- arinnar í röð. Liðið tapaði tveimur leikjum naumt og gerði jafntefli við Arsenal. Batamerki eru á leik liðsins en fram undan eru sex stiga leikir við önnur lið í fallbaráttunni. Chelsea var meira með boltann en fékk fá opin marktækifæri. Bestu marktilraun þeirra átti Michael Ballack þegar varnarmaður Birm- ingham skallaði fasta aukaspyrnu hans framhjá. Petr Cech var rétt bú- inn að færa Birmingham mark þeg- ar sending hans fór í höfuð Camer- ons Jerome. Jerome gat ekkert stýrt boltanum en hann fór í stöngina og út. Færið kveikti í Jerome og skömmu síðar vörðu Ashley Cole og Alex skot hans úr sömu sókn- inni á línu. Stuðningsmenn Birm- ingham voru ánægðir með baráttu liðsins og hylltu það með því að rísa úr sætum þegar leikmenn gengu til búningsherbergja í hálfleik. Sebastian Larsson fær tilnefn- ingu fyrir klúður helgarinnar þeg- ar hann hreinsaði yfir metra frá marki Chelsea eftir að að Oliver Kapo hafði prjónað sig í gegnum vörn Chelsea og rennt boltanum fyrir. James McFadden kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Birmingham og fékk fljótlega marktækifæri eftir vel útfærða aukaspyrnu, en Cech varði skot hans. Hinum megin fékk Anelka besta færi Chelsea en Maik Taylor varði frá honum. Ellefu mínútum fyrir leikslok skoraði Pizarro sigurmark Chels- ea þegar hann stakk sér fram fyrir varnarmanninn sem átti að gæta hans og skallaði inn hornspyrnu Bellettis. Þolinmæðin vann Birmingham Avram Grant, stjóri Chelsea, var ánægður með þolinmæði Chelsea- liðsins. Þrátt fyrir að hafa á köflum átt í vök að verjast voru leikmenn liðsins agaðir og skoruðu að lokum sigurmarkið. „Þótt við skoruðum seint vorum við með boltann megnið af leiknum, fyrir utan seinustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við fengum ekki mörg marktækifæri, kannski tvö eða þrjú áður en við skoruðum. Við vissum að þeir hefðu náð stigum gegn Liverpool og Arsenal, bara tapað 0-1 íyrir Manchester United og því skipti miklu máli að vinna. Leikurinn var erfiður. Leikmenn Birmingham börðust og vörðust vel og voru fljótir fram í skyndisóknum svo við þurftum að vera þolinmóðir." Grant var ánægður með mark Pizarros. „Þetta var einn af hans bestu leikjum. Hann verðskuldaði að skora." Föstu leikatriðin eru vandamál AJex McLeish, stjóra Birming- ham, fannst lið sitt hafa staðið sig nógu vel til að verðskulda stig. Það voru honum vonbrigði að liðið skyldi eina ferðina enn fá á sig mark eftir fast leikatriði. „Við getum ekki vorkennt okk- ur. Við stóðum okkur vel og við- brögð stuðningsmanna okkar í leikslok staðfestu það. Við stóðum sannarlega í Chelsea. Samt förum við stigalausir heim. Við dekkuð- um ekki mennina í teignum þeg- ar markið kom. Við höfum unn- ið í föstum leikatriðum, fyrir báða enda vallarins, frá því ég kom hing- að. Við sáum hvað getur gerst ef góður bolti berst inn í teiginn McLeish vildi ekki tjá sig um til- raunir Birmingham til að kaupa framherjann Georgios Samaras frá Manchester City. „Við vonumst til að fá tvo nýja leikmenn í janúar. Ég vil eklci segja neitt um málin fyrr en þau eru frágengin. Við verðum að styrkja sóknina en okkur vantar líka leikmenn á miðju og í hjarta varn- arinnar." gg Verðskulduðu meira Sebastian Larsson og Fabrice Muamba gátu ekki leynt vonbrigðum sínum. Frístundakortið E5.000 kr. fyrir árið 2008 Er barmð þitt i fristundastarfi? Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga í Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.itr.is Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 411-5000 • www.itr.is • itr@itr.is GEGN BIRMINGHAM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.