Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 11
 m í*. PREMIER LEAGUE Arsenal og Manchester United unnu bæði sína leiki um helgina og halda áfram að berjast um titilinn. BOLTINN íslensku leik- mennirnir í enska boltanum stóðu sig vel um helgina. ÍSLENDING- ARNIR STÓÐU SIG VEL Islendingarnir í enska boltanum áttu allir góðan leik fyrir sín lið um helgina. Grétar Rafn Steinsson lék sinn fyrsta leik með Bolton gegn New- casde og lék við hvurn sinn fing- ur. Hélt Damien Duff algjörlega niðri og skilaði boltanum vel frá sér. Hermann Hreiðarsson komst vel frá sínu í leik Portsmouth og Derby. Hermann lagði upp eitt marka Portsmouth sem Benjani skoraði. Þá var ívar Ingimarsson góður með Reading gegn Manchester United. ívar var sterkur í loftinu og hélt aftur af sjálfum Wayne Rooney. Lítið var um falleg tilþrif þessa helgina í enska boltanum. Lítíð um umdeild atvik og sem dæmi stoppaði Gylfi Orrason í rétt rúma mínútu í þættinum 4-4-2 þar sem farið var yfir atvik helgarinnar. Helst bar til tíðinda að Kevin Keegan sneri aftur til Newcastle eftir 11 árafjarveru. Keegan var þekktur fyrir að spila skemmtilegan fótbolta með Newcastle-liðinu en það var ekki að sjá á laugardaginn. s&ns vördur lceland Express ® vodafone VEXTIR FRÁ AÐEINS 3,4% Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 6.11.2007. Þannig er mál ... að það er hægt að létta með vexti ... v_/ greiðslubyrðina. FRJÁLSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.