Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 Sport DV Megson segir Keegan eiga eftir að lenda í vandræðum Gary Megson, stjóri Bolton, var háreistur eftir jafntefli sinna manna gegn Newcastle. Aðspurður hvort Keegan myndi breyta gengi Newcastle sagði Megson að það myndi líklega gerast en ekki strax.„Keegan á eftir að breyta hlutunum hjá Newcastle og koma með meira hungur í liðið. Á endanum verður Newcastle aftur eitt af stóru liðunum en breytingarnar munu ekki sjást strax. Keegan þarf að vinna með sömu leikmönnunum til að byrja með og fyrst þarf hann að koma þeim á sigurbraut," sagði Megson. Hodgson sendir sínum mönnum varnaðarorð Fulham sem stefnir nú hraðbyri í 1. deildina eftir 3-0 tap á fyrir Arsenal hefur fengið varnaðarorð frá þjálfara sínum. Roy Hodgson sagði sínum mönnum að klukkan tifaði nú hraðar og fall gæti orðið raunveruleikinn færi liðið ekki að hala inn stigum. „Við þurfum að fara að vinna leiki, því lengur sem við bíðum því verri verður okkar staða f deildinni. Það er strax farið að tala um að við séum á leiðinni niður en ég trúi því ekki að mínir menn séu.búnir að missa trúna," segir Hodgson. Keegan mun stela Berbatov af Manchester United Hugsanleg félagaskipti Dimitars Berbatov til Manchester United í sumar gætu lent á hindrun í formi Newcastle. Enska blaðið Sunday Mirror segir að Berbatov sé mikill Newcastle- stuðningsmaður og að félagið muni blanda sér í baráttuna um framherjann knáa. Keegan, eins og frægt er orðið, stal Alan Shearerfyrir framan nefið á Manchester United á sínum tíma og svo er talið að Keegan geti notað sama bragð á Búlgarann og átt það í erminni að Berbatov hefur haldið með Newcastle síðan hann var krakki. Wheater í samningaviðræðum við Middlesbrough. Gareth Southgate ætlar að verðlauna hinn unga varnarmann Middlesbrough, David Wheater, sem er upp alinn hjá liðinu með nýjum samningi. I öllum meiðslavandræðum Roberts Huth og félaga í vörninni hefur Wheater stigið upp og Southgate hefur ekki getað leynt hrifningu sinni á stráknum. „Samningaviðræður eru komnar langt og málin ættu að fara að skýrast fljótlega. Wheater er uppalinn hjá okkurog Middlesbrough er félag sem gefurungum strákum tækifæri. Strákurinn hefur átt frábært tímabil hingað til og er að pakka saman hinum og þessum landsliðsframherjum," segir Gareth Southgate. Mwaruwarí38,42,55. 2:1 Nyatanga4. P0RTSM0UTH 56% MEÐ BOLTANN 44% 21 SKOTAÐMARKI 9 5 SKOTÁMARK 6 2 RANGSTÖÐUR 5 6 HORNSPYRNUR 2 14 AUKASPYRNUR 12 1 GULSPJÖLD 2 0 RAUÐSPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 19,401 wmma James, Johnson, Ramarot, Distin, Hreidarsson, Lauren, Diarra (Hughes 81), Pedro Mendes, Kranjar, Mwaruwari (Mvuemba 89), Nugent DERBY Price, Mills (Lewis 32), Todd, Moore, Nyatanga, Fagan (Teale 68), Savage, Ghaly, Robert (Bames56),Villa,Miller. Barátta við Tevez (var Ingimarsson átti góðan dag (Reading-vörninni og verður ekki kennt um tapið. Þaö tók Manchester United 77 mínútur að koma boltanum í netið gegn Reading. Reading fékk góð tækifæri í leikn- ^ um og var óheppið að > komast ekki yfir. Gæði Ronaldos og Rooneys of mikil á endanum, sagði Steve Coppell stjóri Reading. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON bladamadur skrifar: tomasd»dv.is EnglandsmeistararManchesterUnit- ed lentu í kröppum dansi á Madj- eski-leikvanginum rétt eins og í fyrra þegar liðin mættust um helgina. Þótt Reading hafi aldrei unnið Man. United hefur það ávallt strítt liðinu og þar varð engin breyting á. Það tók Manchester United 77 mínútur að brjóta ísinn en áður í leiknum fékk Reading tvö dauðafæri. Ronaldo sigldi sínu sjöunda marki í höfn þegar hann tryggði 0-2 útisigur meistaranna. Reading vantaði í lið sitt tvo sterka varnarmenn, þá Ibrahima Sonko og Andre Bikey, sem báðir eru að keppa á Afríkumótinu með sínum landsliðum og þá var Brynjar Björn Gunnarson frá vegna meiðsla. Við hlið ívars Ingimarssonar í vörn- inni stóð Frakkinn Kalifa Cisse sem komst vel frá sínu í baráttunni við Carlos Tevez. Sir Alex Ferguson stillti upp því sterkasta sem hann átti að því undanskildu að Ryan Giggs fékk að hvíla sig á bekknum fyrir Ji-Sung Park. Hann kom þó strax inn á við upphaf seinni hálf- leiks enda fann Park sig engan veg- inn eftir meiðslin. Þrjú færi Kitsons Steve Coppel, stjóri Reading, hefur í þessum fáu leikjum sem Reading hefur att kappi við Man. United prófað flestar aðferðir til ár- angurs. Sumar þeirra tekist ágæt- lega. Um helgina prófaði hann nýja taktík. Sækja til sigurs. Meistararn- ir byrjuðu betur og voru skeinu- hættir upp við mark heimamanna en fengu engin teljandi færi. Meira og meira komst Reading inn í leik- inn og fór að þjarma að öftustu línu gestanna. Dave Kitson fékk þrjú góð tæki- færi til að skora, þar af tvö í fyrri hálfleik. Fyrst þurfti Nemanja Vidic að verja skot Kitsons sem stefndi í tómt netið eftir að Van Der Sar hafði misst stungusendingu Leroy Lita frá sér. Kitson skaut svo að tómu marki af löngu færi eftir lélega hreinsun Van Der Sar en Rio Ferdninand var kominn aftur til að bjarga. f seinni hálfleik komst Kitson svo einn í gegn eftir að tvívegis hafði verið brotið á miðvörðum United en Van Der Sar sá við vippu Kitsons og greip bolt- ann laglega. Stíflan brast Ryan Giggs kom inn á í byrjun seinni hálfleiks og þá gekk sóknar- leikur United mun betur fyrir sig. Það pressaði Reading stíft sem var þó óragt við að sækja á móti en hraða- upphlaup United, sem eru vöru- merki liðsins, gengu iítið í leiknum. Það var ekki fyrr en á 77. mínútu að Wayne Rooney kom United loks yfir þegar hann sneiddi sendingu Carlosar Tevez á lofti í fjærhornið. Cristiano Ronaldo þurfti svo auð- vitað að komast á blað líka en hann batt þá enda á einu vel heppnuðu skyndisókn United með marki í uppbótartíma. Tveggja marka sigur United staðreynd en liðið þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Gæði Rooneys og Ronaldos of mikil „Við lögðum líf okkar og limi í leikinn og gáfum hvergi eftir. Á endanum voru gæði Ronaldos og Rooneys of mikil fyrir okkur," sagði hinn auðmjúki Steve Coppel eftir leik og bætti við. „Við reyndum okkar Of mikil gæði Coppel sagði Rooney og Ronaldo hafa verið of góða. besta og þótt þetta virki eins og venjulegur 2-0 sigur hjá United var þetta svo sannarlega ekki þannig. Okkur langaði ekki að verjast bara í dag. Oft er sókn besta vörnin og í dag munaði minnstu að það gengi," sagði Coppel að lokum. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hrósaði Reading fyrir baráttuna. „Við fengum sæg af færum í dag en nýttum þau ekki. Við vorum orðnir ansi hræddir um að þetta yrði kannski ekki okk- ar dagur. Ég verð að hrósa Reading fyrir mikla baráttu, það gafst aldrei upp. Leikurinn í sjálfu sér var mjög opinn. Sóknarleikur okkar var ekki upp á sitt besta og Reading átti sín færi. Markið okkar kom á hárréttum tíma og við náðum að halda þetta út," sagði Skotinn að lokum. Benjani skoraði þrennu á átján mínútna kafla: Derby ekki viðbjargandi Þótt Sunderland hafi lagt Portsmouth um síðustu helgi þýddi það ekki að Derby gæti leikið það eftir. Derby komst yfir gegn Portsmouth og virtist sem svo að Afríkumótið ætlaði alveg að fara með Portsmouth- menn en raunin varð önnur. Benjani Mwaruwari skoraði þrennu á Derby sem stefnir nú hraðar en aldrei fyrr á 1. deildina þótt liðið skarti kippu af nýjum leikmönnum. Nýjasti leikmaður Derby, Lewin Nyatanga, kom Derby yfir á Fratton Park eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Annar nýliði, Frakkinn Laurant Robert, tók þá eina af sínum gífurlega góðu aukaspymum inn á teiginn sem Derby náði að skalla á markið. David James varði skallann vel en þó aðeins í slána og fyrir fætur Nyatanga sem skoraði í sínum fyrsta leik fýrir Derby. Skömmu síðar slapp skoski framherjinn, Kenny Miller, í gegnum Þrenna Benjani fann markaskóna aftur og setti þrennu gegn Derby. vörn Portsmouth og fékk upplagt tækifæri til að koma Derby í 2-0 en misnotaði það tækifæri. Eftir þetta var komið að þætti framherjans Benjanis Mwaruwari. Benjani hefur ekki verið á markskónum undanfarið en jafnaði leikinn á 38. mínútu með glæsilegu marki. Hann fékk þá boltann inni fyrir miðjum teignum, sneri sér eins og besti innanhússlyftari á punktinum, og smellti knettinum í hornið fjær. Benjani kom svo Portsmouth yfir þremur mínútum fýrir hálfleik. Derby tókst þá ekki að hreinsa hornspyrnu Portsmouth lengra en í fætur Hermanns Hreiðarssonar sem átti glæsilega fyrirgjöf á Benjani sem stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. Eftir aðeins tíu mínútna leik í seinni hálfleik var Benjani búinn að klára leikinn fyrir Portsmouth. Hann og Pedro Mendes óðu þá að marki Derby tveir á móti einum varnarmanni. Mendes renndi boltanum á Benjani sem lagði boltann í hornið fjær. Þriðja mark hans og þriðja mark Portsmouth en niðurstaðan í leiknum varð 3-1 sigur heimamanna. „Við byrjuðum rosalega vel og hefðum getað komist í tvö núll. Vömin okkar var samt úti á þekju og þar töpuðum við leiknum. Eg er búinn að segja það aftur og aftur við strákana að þeir verði að einbeita sér í vörninni. Það þarf engan eldflaugasérfræðing til að sjá af hverju við erum í þeirri stöðu sem við erum í," sagði ósáttur stjóri Derby, Paul Jewell, eftir leikinn. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, var eðlilega sáttari aðilinn. „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur. Derby komst yfir en við pössuðum okkur á að láta það ekki á okkur fá. Stuðningsmennimir hjálpuðu okkur að koma til baka í þessum leik þannig að ég er mjög ánægður maður í dag," sagði Redknapp. tomas@dx.Js MAÐUR LEIKSINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.