Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 20
‘20 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 Sport DV Xtlir «S stlnga upp (Houlllar Nicolas Anelka hefurekki enn fyrirgefið Gerard Houllier að hafa geymt hann löngum stundum á varamannabekk Liverpool. Hann sér eftir að hafa yfirgefið Arsenal á sínum t(ma. Þetta er meðal þess sem fram kemur ( viðtali við Anelka í breska blaðinuThe Independent. „Ég var undrandi á að Houllier vildi ekki halda mér. Hann lofaði ™ mérfyrst að hann myndi kaupa mig en skipti svo um skoðun. Mér fannst ég hafa staðið mig nógu vel til að vera áfram hjá liðinu. Mig langaði til að vera áfram hjá Liverpool en ég hef aldrei skilið af hverju ég skrifaði ekki undir hjá þeim." Frá Arsenal fór hann að áeggjan bræðra sinna eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með liðinu árið 1998. Anelka fór á 22,3 milljónir punda til Real Madrid og Arsenal byggði sér í staðinn nýtt æfingasvæði og keypti Thierry Henry. Anelka átti erfitt uppdráttar þar og fór að lokum ( verkfall.„Ég vildi tala við ákveðna aðila hjá félaginu sem ekki vildu tala við mig svo ég hætti að æfa. En það voru mistök. Ef ég vildi fá einhverju breytt átti ég að æfa fyrst og tala svo." Og Anelka hefur heillaráð til Didiers Drogba, sem vill fara frá Chelsea. „Grasið er grænna annars staðar en á Englandi.Trúðu mér. Ég hef kannað það." Bowywr vlll upproisn mru Lee Bowyer, leikmaður West Ham, gerir sér grein fyrir að hann er ekki ( miklum metum meðal almennings.„Af einhverjum völdum virðast menn halda aðég sé skepna," segir hann í viðtali við breska blaðið The Observer. Sjálfur segir hann að honum hafi aldrei liðið betur.„Bæði innan vallarsem utan. Ég er kominn heim ífaðmfjölskyldunnar." Bowyer hefur lent í ýmsu á sínum ferli. Hjá Charlton, (upphafi ferilsins, var honum refsað fyrir kannabisneyslu. Hjá Leeds var hann ákærðurfyrir árás á asískan námsmann ásamt Jonathan Woodgate. Dómari sýknaði Bowyer eftirtveggja ára réttarhöld.„Þessir hlutir sem fólk nefnir gegn mér eru 8, * 11 eða 13 ára. Ég vil að fólk líti á hvar ég er í dag. Ég hef gert mistök en aldrei falið þau. Ég get ekki tekið til baka það sem gerst hefur en ég hef þurft að læra af mistökunum." Hann segir að lætin hafi hamlað tækifærum hans með enska landsliðinu.„Ég var dæmdur fyrir nokkuð sem ég tók engan þátt (." Honum finnst sárt að þegar hyllir undir lok ferilsins sé hann verðlaunalaus.„Mérfinnst það óviðunandi. Leeds-liðið var nógu gott, spilaði skemmtilegan bolta og við hefðum átt að vinna ti I verðlauna." Ramoc vill TUgo Spænskir fjölmiðlar segja Tottenham vilja kaupaTiago frá Juventus. Portúgalinn hefur áður spilað í ensku úrvalsdeildinni, með Chelsea, en eflt ’ sjálfstraust sitt á (talíu eftir mislukkað- an feril með Lyon (Frakklandi. Juande Ramos staðfestir að hann leiti að öflugum miðjumanni, helst einhverj- um (ætt við Roy Keane. „Leikmenn eins og Roy Keane eru ómissandi. Mér fannst hann stórkostlegur leikmaður. Hann hafði einstakan persónuleika og orku og dreif þannig aðra leik- menn með sér. Þvl miður hverfa slíkirleikmenn , einnaföðrum. Ég segi ekki að við sjáum aldrei aðra eins leikmenn en það verður mjög erfitt að finna annan eins og hann. Ég veit ekki hvers vegna við fáum ekki leikmenn eins og hann. Drifkrafturinn sem einkenndi hann er nokkuð sem menn læra ekki, heldur nokkuð sem er meðfætt." ForráöamennTottenham hafa einnig neitað sögusögnum um að Darren Bent sé á förum. Arsene Wenger getur þakkað fyrir að Tógó komst ekki í úrslitakeppni Afrikukeppninn- ar. Fyrir vikið heldur Emmanuel Adebayor sig heima og tvö skallamörk hans lögðu grunninn að 0-3 sigri Arsenal á Fulham í nágrannaslag. Arsenal hefur ekki tapað í seinustu ellefu leikjum og allt er til reiðu fyr- ir taugatrekkjandi baráttu um enska meistaratitilinn í vor. Roy Hodgson hefur janúarmánuð til að móta Ful- ham-liðið fyrir erfiða fallbaráttu. Framherjinn Marlon King, sem átti að koma frá Watford, stóðst ekki læknisskoðun og Bandaríkjamað- urinn Clint Dempsey byrjaði einn frammi. Miðvörðurinn Brede Hange- land hafði ekki fengið leikheimild og sat uppi í stúku en kraftar hans hefðu komið sér vel til að hafa hemil á Ad- ebayor. Heimamenn í Fulham byrjuðu betur en bit skorti í sókn þeirra. Ars- enal stóð af sér sóknir þeirra og náði smám saman tökum á leiknum. Eft- ir nítján mínútur sendi Gael Clichy fyrir frá vinstri og Adebayor skallaði boltann inn þar sem hann gnæfði yfir miðverði Fulham. Nítján mínút- um síðar var hann aítur á ferðinni þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Al- eksandr Hleb frá hægri. Besta færi Fulham kom þremur mínútum fyrir leikhlé en Danny Murphy skaut yfir frá vítateigspunktinum eftir góðan undirbúning Stevens Davis. Króatinn Eduardo da Silva er á réttri leið eftir dapra byrjun hjá Arsenal. Hraði hans ogleikni skapaði usla í Fulham-vörninni. Þannig lagði hann upp tvö dauðafæri fyrir Tomas Rosicky í seinni hálfleik. Fyrra skot Rosickys fór út af í stöng. Hið seinna, níu mínútum í leikslok, lenti í markinu. f bæði skiptin fór Eduardo inn í vítateiginn vinstra megin og renndi boltanum út þar sem Tékkinn kom á ferðinni. Adebayor í framför Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með frammistöðu Ad- ebayors og sagði hann eiga að halda sig inni á vítateignum. „Ég viður- kenni að ég harmaði ekki að Tógó komst ekki áfram. Það hefði verið erfitt að vera án Adebayors þótt við séum með öfluga varamenn eins og Eduardo, Bendtner og Walcott. Hann er aðalframherjinn okkar og veitir okkur aukna fjölbreytni með skallamörkum sínum. Adebayor hef- ur stundum átt það til að draga sig út á kantana því hann langar til að taka þátt í spilinu. En þannig fer hann af því svæði þar sem hann er hættu- legastur. Við höfum bent honum á þetta og hann hélt sig á miðjunni í dag. Hann hefur ótrúlegan stökk- kraft, hann tímasetur stökkin sín vel og hann er frábær í loftinu." Wenger var ánægður með frammistöðu Arsenal sem hafði ráð- ið leiknum. „Við höfðum völdin í 90 mínútur. Við skoruðum snemma, vörðumst vel og vorum góðir. Það sýnir að liðið langar til að standa sig vel í vor. Það var mikilvægt að vinna eftir slæm úrslit gegn Birmingham fyrir viku. Við skoruðum þrjú mörk eftir fyrirgjafir. Það er sjaldgæft hjá okkur en sýnir þá fjölbreytni í leik okkar sem gerir okkur kleift að vinna bug á hvers konar mótspyrnu sem við kunnum að mæta." Staða Fulham versnar Roy Hodgson sagðist vonast til að mál Kings leystust á næstu dögum. Liðið er einnig í viðræðum við suð- 0: m. MEÐ BOLTANN 54% SKOTAÐMARKI SKOT A MARK RANGSTÖÐUR HORNSPYRNUR AUKASPYRNUR GULSPJÖLD RAUÐSPJÖLD ÁHORFENOUR: 25297 Niemi,Volz, Hughes, Stefanovic, Bocanegra, Ki-Hyeon (Healy 61), Smertin (Kuqi 78), Oavis (Bullard 46), Murphy, Davies, Dempsey. Almunia, Sagna, Senderos, Gallas, Oichy, Hleb, Flamini, Fabregas, Rosicky, Adebayor, Eduardo. MADUR LEIKSINS E. Adebayor, Arsenal urkóreska sóknarmanninn Choe Jae Jin. En á meðan versnar staða Ful- ham með hverjum leik. Hodgson var ósáttur með að liðið skyldi ekki ná að nýta sér góða byrjun. „Fyrsta markið færði þeim völd- in í leiknum og eftir annað markið var ljóst að síðari hálfleikurinn yrði erfiður. Við sköpum okkur fá færi, pressan er lítil og við vinnum of fá Turninn Emmanuel Adebayor Skorar annað mark sitt gegn Fulham. návígi. Við verðum að fara að vinna leiki, því eftir sem það dregst lengur því erfiðra verður það. En við getum það vel. Menn eru raunsæir en leik- mennirnir hafa ekki gefist upp. Ef við fáum nokkra nýja leikmenn eflir það liðsandann enn frekar. Við vitum hvað við þurfum að bæta og vinnum að því hörðum höndum." GG Liverpool tekur á móti Aston Villa í mánudagsleiknum: LIVERPOOL VERÐUR AÐ SIGRA Það er stórleikur í ensku úrvals- deildinni í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Aston Villa á heimavelli. Aston Villa kemur tvíeflt inn í leikinn eftir að hafa sigrað í síðustu þremur leikjum og ekki tapað í síðustu sex. Liverpool aftur á móti leitar nú logandi ljósi að sigri eftir að hafa gert þrjú jafntefli í röð. Öll toppliðin unnu um helgina og því er lífsspursmál fyrir Liverpool að vinna Aston Villa í kvöld. Tvö af þremur jafnteflum Liver- pool hafa ekki verið á móti neinum stórliðum. Liðin í neðri hluta deildar- innar, Middlesbrough og Wigan náðu stigum af Liverpool-mönnum ásamt strákunum hans Svens hjá Manchester City. I millitíðinni gerði Liverpool einnig jafntefli við Luton í bikarnum en rúllaði yfir það svo í seinni leiknum á heimavelli. Fernando Torres og Steven Gerrard hafa verið í fantaformi fyrir Láver- pool það sem af er og algjörir yfirburðamenn hjá liðinu. Nú vantar samt að fleiri stígi upp því Aston Villa eins og önnur lið finnur lykt af vonleysi Liverpool-manna og mun gera það sem það getur til að ná í stig á Anfield. Varnarmenn Liverpool munu vera í vandræðum með sóknarlínu Aston Villa sem verður bara betri með hverjum leiknum. Með hinum stóra og stæðilega Norsara, John Carew, sem getur gert öllum varnarmönnum lífið leitt, eru hinir ungu og snöggu Gabriel Agbonlahor hægra megin og Ashley Young vinstra megin. Þessir ungu strákar taka augljósum framförum með hverjum leiknum og eru hvergi bangnir við að ráðast á vamarmenn andstæðinga sinna. Hvort stórsigur Liverpool á Lut- on verði kveikjan að sigri Liverpool er spurning en eitt er víst. Það þarf að fara að vinna leiki. Aston Villa er kannski ekki draumamótherji þegar þú ert kominn svona með bakið upp við vegg en aftur á móti gæti það verið nákvæmlega það sem Liverpool þarf. Sigur er nauðsyn en ekki bara einn. Þeir þurfa að verða fleiri. Hvorugt liðið er í vandræðum með mannskap í leiknum en aðeins einn leikmaður er meiddur í hvom liði. Hjá Uverpool er það reyndar Daniel Agger sem er búinn að vera frá lengi og vilja margir telja það stóra ástæðu fýrir gengi Liverpool í ár. Rafael Benitez á fyrir utan það að geta stillt upp sínu sterkasta og það og það getur Martin O’Neill líka hjá Villa að einum undanskildum. Svíinn Olaf Mellberg er með víms og mjög Nu vantar sigur bN Liverpool veiður að jb* virma Aston Villa i kvöld til að vera nieð i titilbarattuohr ólíklegt að hann verði með. Mellberg hefur leyst hægri bakvarðarstöðuna hjá Villa og gerir það vel. tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.