Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 19 DIC býður Hicks og Gillett að kveðja með hagnaði: BARÁTTAN UM LIVERPOOL Dubai Internatíonal Capital, fjár- festíngaarmur konungsfjölskyld- unnar í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, hefur gert formlegt yfirtökutílboð í Liverpool. Breska blaðið Observer segir hana tílbúna til að greiða 500 milljónir punda íyr- ir félagið. Gangi Hicks og Gillett að tilboðinu fara þeir frá félaginu, sem þeir keyptu fyrir ári, með samtals 150 milljóna punda hagnað. Liverpool virðist loga stafhanna á milli. í seinustu viku viðurkenndi Hicks í samtali við dagblaðið Liverpool Echo að þeir hefðu rætt við Jiirgen Klinsmann um möguleikann á að hann tæki við stjórn liðsins ef Rafael Benitez færi frá félaginu. Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð meðal smðningsmanna Liverpool. Þeir hafa boðað tíl mótmæla fyrir leik liðsins gegn Aston Villa á morgun og skora á Hicks og Gillett að láta sig hverfa. Dýr endurfjármögnun Bandaríkjamennirnir hafa lent í vandræðum með að endurfjármagna 350 milljóna punda lán sem þeir tóku fyrir kaupunum. Gjalddagi lánsins er í næsta mánuði. Heimildarmenn Observer segja að samningar um endurfjármögnun séu á lokastígi en kosmaður við það sé mikill. Þeir eru líka sagðir ósammála um næstu skref. Hicks, sá ríkari, vill ekki selja. Gillett er sagður veikur fyrir tilboði DIC. Talsmaður Hicks hefur neitað því að þeir ætli að selja nokkurn hlut. Forsvarsmenn DIC, með Liver- pool-aðdáandann Sameer A1 Ansari í broddi fylkingar, eru bjartsýnir og ætla að halda áfram að berjast fyrir kaupunum þó endurfjármögnunin gangi eftír. Best ef þeir færu strax Önnur ensk blöð birta svipaðar Stóra spurningin Tom Hicks og George Gillett þurfa að ákveða hvort þeir gangi að tilboði DIC. fréttir og Observer. Helsti munurinn er hve hátt tilboð DIC er. Chris Bas- combe skrifar í News of the World að það sé 350 milljónir punda. „Eins undarlegt og það kann að virðast tel- ur DIC að það sé þess virði að bíða eft- ir að þeir endurfjármagni því það rýri verðmætí félagsins vegna skuldanna. En það besta sem gæti gerst væri að þeir færu strax. Það er augljóst að gamla stjórnin lék af sér með því að selja þeim," hefur hann eftír heimild- armanni á Anfield Road. Rafael Benitez staðfestír að leik- menn Liverpool séu uggandi yfir valdabaráttu innan félagsins. „Margir þeirra hafa spurt mig hvað sé í gangi. Það eina sem ég get sagt þeim er að halda áfram að reyna að gera sitt besta." Ungstirni vekur athygli Manchester United, Arsenal, Chelsea og Real Madrid berjast um braslíska undrabarnið Neymar. Sá erfimmtán ára og hefur æft með aðalliði Santos og þykir minna á Robinho. Þeir eru með sama umboðsmann og sá hefur skrifað undir forkaupssamn- ing við Real Madrid sem gildirframtil ársins20!1.Sá samningurþolir litla ágjöf því hann er ekki staðfestur af Santos. Útsendararannarra liða hafa komið auga á Neymar og eru tilbúnir með tilboð. Neymar getur ekki skrifað undiratvinnumannasamning við Santos fyrr en hann verður sextán ára 5. febrúar en hefur gert ímyndarrétt- arsamning við félagið fram til ársins 2015. Það lið sem vill kaupa hann þarf því að greiða 13 milljónir punda fyrir hann. Brasilfskir fjölmiðlar segja Real og United bæði hafa gert tilboð í leikmanninn. Markamaskínu boðinn nýr samningur Middlesbrough hefur boðið miðverðinum og markahróknum David Wheater nýjan samning. Hinn tvítugi miðvörður skoraði sitt fjórða mark á leiktíðinni þegar hann kom Boro yfir gegn Blackburn um helgina. Hann hefur skotist snarlega uppá stjörnuhimininn í fjarveru Jonathans Woodgate sem hefur verið meiddur.„Ég átti ekki von á að spila mikið í vetur. Ég hélt að ég yrði lánaður. En ég hef verið í liðinu og skorað svo mér gengurekki illa." Gareth Southgate, stjóri Boro, staðfesti að félagið vildi tryggja sér Wheater.„Viðræður eru langt komnar. Hann er heimamaður og félagið er stolt af að gefa ungum leikmönnum tækifæri. David hefur spilað frábærlega í haust og haft í fullu tré við landsliösmenn." Owen fagnar Keegan Michael Owen er himinlifandi með tilkomu Kevins Keegan á St James Park. Owen var gerður að fyrirliða í fyrsta leik liðsins undir stjórn Keegans gegn Bolton um helgina. Menn höfðu óttast að Owen yrði ósáttur við Keegan eftir deilur milli þeirra þegar Keegan var landsliðsþjálfari. Það segir hann óþarft.„Ég talaði hreint út ( bókinni minni og stend við það. Ég sé enga þörffyrirað taka þessi orð til baka. Miðað við ummæli Kevins á blaðamannafundi hans á föstudag er hann sama sinnis." Þvert á móti hlakkar Owen til að vinna undir stjórn Keegans.„Það er eitthvað stórkostlegt að þeim sem ekki fagna komu hans." þvílíkt forskot! ég stofnaði reynsluáskrift á ordabok.is ... þvílíkur vefur ! þvílíkt forskot ! ps.: ég er hætt að nota gömlu orðabókina hans pabba

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.