Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
Lögmaöur hinnar sjö
ára Jinky Young, sem
sögð er dóttir Bobbys
Fischer, íhugar að ráða
íslenskan lögfræðing
til að aðstoða sig við að
sækja rétt stúlkunnar.
Samuel Estimo lög-
maður segir að Jinky
og móðir hennar komi
hugsanlega til íslands
á næstunni.
Af
LOGMAÐUR t
JINKYKANNAR
AÐSTÆÐUR HÉ
Fékk dótturina í
heimsókn Jinky og
Marylin Young komu í
heimsókn til Islands og
dvöldu hjá Bobby Fischer
í nokkrar vikur í
september 2005, segir
Samuel Estimo,
lögmaöur þeirra, Þá segir
hann hafa verið Ijóst aö
Miyoko Watai og Fischer
væru ekki gift.
SAVDKORV
■ Forystumenn síðustu rík-
isstjómar gerðu mikið úr því
að matvælaverð myndi iækka
vegna tollalækkunar sem tók
gildi 1. mars á síðasta ári, á
sama tíma
og virðis-
aukaskattur
á matvæli
var lækk-
aður. Nú er
tæpt ár liðið
og enn hafa
lækkanirnar
ekki skilað
sér að neinu ráði samkvæmt
mælingum Hagstofunnar.
Að hluta til er ástæðan sú að
framkvæmdin klúðraðist en
hin að tollarnir eru enn of
háir til að það skipti miklu.
Spurning hvað Einari K. Guð-
finnssyni, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra, finnst
um það - þeim mikla stuðn-
ingsmanni bænda.
■ Allavega er ljóst að ísland
hefur löngum verið eitt dýr-
asta ef ekki aldýrasta land í
heimi. Þetta
styðja frétt-
ir síðustu
daga af því
að mat-
vælaverð á
íslandi sé
64 prósent-
um dýrara
en meðal-
verð í þeim ríkjum sem Island
er borið saman við. Þetta varð
Ágústi Ólafl Ágústssyni, vara-
formanni Samfylkingarinnar,
tilefni til vangaveltna. Hann er
ómyrkur i máli á bloggi sínu
og gefur íslandi vansæmdar-
heitið okurbúlla.
■ Sigurður Páisson vakti at-
hygli fyrir það að hvetja til
hækkunar verðlaunafjárins
sem fylgir hinum íslensku
bókmenntaverðlaunum. Þetta
gerði hann í Kiljunni í Sjón-
varpinu kvöldið sem var tii-
kynnt að hann hefði verið að
hann væri einn þeirra sem til-
nefndir voru til verðlaunanna.
Þes'su lýsti hann sem aðferð til
að auka veg
og virðingu
verðlaun-
anna og rétt
er að þetta
hefur gefist
vel víða.
Nú hefur
hann verið
spurður út
í tilfinninguna að vinna svo
verðlaunin og þá segir hann
það góða tilfinningu að vinna
verðlaunin en að menn lifi
það alveg af að vinna þau
ekki. Spurning hvort missir-
inn yrði meiri ef verðlaunin
væru 10 milljónir eins og Sig-
urður lagði til.
■ lóhann Páll Valdimarsson
vann Eddu en tapaði sumum
af helstu skrautfjöðrum út-
gáfunnar eftir samrunann við
JPV undir nafninu Forlagið.
Samkeppn-
iseftirlitið
setur mörg
skilyrði við
samrunan-
um og velta
nú sumir
því fyrir sér
hvort hann
reynist of
dýrkeypt-
ur. Kostnaðurinn sé þó ekki
endilega mestur fyrir Forlagið
sem missir fslensku orðabók-
ina, fleiri orðabækur og Hall-
dór Laxness. Menn velta nú
fýrir sér hvort aðrar útgáfur
séu nógu sterkar til að standa
að baki vandaðri og fjárfrekri
útgáfu eins og íslensku orða-
bókinni. Jóhann Páll heldur
þó Biblíunni.
<•1
TRAUSTl HAFSTfclNSSON
blaðamadur skrifoi: traustiíoidv.is
„Ég trúi því ekki að Miyoko sé gift Fis-
cher. Annaðhvort hefur hún sannan-
ir fyrir því eða ekki. Ég skil ekki hvers
vegna hún er í vandræðum með
að sýna fram á hjúskapinn tf hún
er virkilega eiginkona hans," segir
Samuel Estimo, lögfræðingur ffá Fil-
ippseyjum, í samtali við DV.
Estimo hefur tekið að sér erfða-
mál 7 ára stúlku, Jinky Young,
sem sögð er dóttir skákmeistarans
Bobbys Fischer. Hún fæddist 21. maí
árið 2001 í borginni Baguio á Filipp-
seyjum og móðir hennar, Marylin
Young, fullyrðir að stúlkan sé dótt-
ir Fischers. Áætlað er að skákmeist-
arinn hafi skilið eftir sig nærri 130
milljónir króna og ætla mæðgurnar
að gera fullt tilkall til arfsins. Sé þess
nauðsyn ætla þær að berjast hart fyr-
ir rétti sínum.
Á leiðinni til íslands
„Já, ég vinn fyrir þær mægður. Ég
hef öli gögn sem sanna tilvist dótt-
ur Fischers, fæðingarvottorð, vega-
bréf, myndir afþeim öllum saman og
margt fleira," segir lögfræðingurinn
Estimo í samtali við DV
Aðspurður úúlokar hann ekki
komu mæðgnanna til íslands á næst-
unni. Fyrst íhugar Estimo að ráða ís-
lenskan lögfræðing til að aðstoða sig.
„Hugsanlega koma þær á næstunni til
íslands. Ég hef fengið öll gögn í hend-
urnar og legg þau ffarn innan örfárra
daga. Nú er ég að kynna mér hvernig
hlutirnir virka á Islandi því þar mun
ég leggja gögnin fram," bætir Estimo
við.
Þreföld barátta
Mægðumar horfa fr am á töluverða
baráttu því Miyoko Watai, hin jap-
anska samferðarkona Fischers, telur
sig lögbundna eiginkonu skákmeist-
arans. Fram til þessa hefur hún hins
vegar átt í erfiðleikum með að sýna
fram á lögmæti hjúskaparins og hef-
ur meðal annars verið neitað um hjú-
skaparvottorð frá japanska sendiráð-
inu hér á landi. Þá hafa tveir ffændur
Fischers í Bandaríkjunum ráðið sér
lögfræðing hér á landi og gera þeir til-
kall til milljónanna einnig.
Þá standa deilur yfir milli vina Fis-
chers sem sumir hverjir em ósáttir við
útfærslu útfararinnar og efast um lög-
mæti hennar. Til viðbótar hefur Skák-
samband Bandaríkjanna farið fram
á að lík Bobbys Fischer verði sent til
New York. Bandaríska sambandið
hefur sent Skáksambandi Islands er-
indi þar sem spurt er hvenær megi
eigavonálíkinu.
Vilja arfinn
Marylin hefur fullyrt að Fischer
hafi hringt í sig kvöldið íyrir and-
lát hans en því miður hafi hún ekki
náð símtalinu. Marylin segist gráta
í hvert sinn sem hún hugsar til þess.
Hún fullyrðir jafnframt að þær mæð-
gur hafi heimsótt Fischer til Islands í
„Ég heföll gögn sem
sanna tilvist dóttur Fis-
chers, fæöingarvottorö,
vegabréf, myndir af
þeim öllumsaman og
margt fleira."
september 2005 og dvalið hjá honum
í 3 vikur. „Þær vom hjá Fischer á ís-
landi og Miyoko var þá líka á landinu.
Þá sást að þau vom ekki hjón enda var
hann ekki týpan í að vera að gifta sig
svona. Að sjálfsögðu dreg ég það í efa
að þau hafi verið hjón og mínir skjól-
stæðingar gera kröfu í allan arfinn,"
segir Estimo í samtali við DV.
Fischer, fýrrverandi heimsmeist-
ari í skák, lést af völdum nýrnabilun-
ar á Landspítalanum fimmtudaginn
17. janúar og var jarðsunginn í Laug-
ardælakirkjugarði rétt fyrir utan Sel-
foss. Útförin fór fram í kyrrþey.
SKALDID SKRIFAR
W Öll erum við einstök
. -ta&t.K ^ .. 1»,;;)■»,! )iiiiu.im mm . n, EWMfeilMta TIMilll m ' ' SEWl , ,
KRISTJÁN HREINSSON SKÁLDSKRIFAR. „Ogég varsvosaklíiusaðégluifðialdrei lieyrt minnst A þágríðarlegu útgeislunsem konurnar nefndu ímín eyru"
Eg hef mátt njóta þess hlutskiptis nú
um nokkra hríð að vera einstæður
faðir. Lengi vel reyndi ég að halda
þessu einkamáli mínu leyndu. En
svo kvisaðist þetta út og brátt fóru
línurnar að glóa. Ungar og fagrar konur - og
reyndar konur á öllum aldri - hringdu á ýms-
um tímum og buðu mér gull og græna skóga.
Ekki var ég mótfallinn því að njóta hyllinnar.
En þegar þetta ágerðist, ákvað ég að láta snoð-
klippa hár mitt, svona til að kaupa mér frið og
fela ímyndina, en hið gagnstæða gerðist; nýr
og breyttur maður kom í ljós og konur töluðu
um hvað þetta færi mér vel og sögðu mig hafa
yngst um 20 ár.
Auðvitað voru þetta allt einstakar konur
sem hringdu. Sumar vildu fá mig til að hitta
sig á netinu, aðrar vildu bara tala við mig og
enn aðrar vildu hitta mig sem fyrst, í eigin per-
sónu. Og ég var svo saklaus að ég hafði aldrei
heyrt minnst á þá gríðarlegu útgeislun sem
konurnar nefndu í mín eyru.
Ágangurinn varð slíkur að ég varð að leita
ráða hjá góðum vini mínum sem er frægur
hljómborðsleikari frá Keflavík. (Ég vil gæta
nafnleyndar). En þessi vinur minn býr núna í
Hafnarfirði og leikur annað veifið á píanó í sal
hótels hér í borg.
Viðvörunarorð vinar míns voru á þessa
leið: -Um daginn kom ég í eldhús hótels, þar
bograði ung kona yfir vaski og var að sprauta
leifar af diskum. En diskarnir voru allir atað-
ir súkkulaði. Ég spurði konuna hvort hún væri
ekki til í að sækja handa mér rauðvínsglas og
sagðist svo sem geta hreinsað af diskunum
á meðan hún reddaði víninu. Þá svaraði sú
stutta: -Þú verður að ákveða hvort þú ætlar
að sleikja súkkulaðið eða sprauta. Ég brosti og
svaraði: -Ég er nú af þeirri kynslóð, væna mín,
sem fer ekki út í að sleikja nema tryggt sé að
maður fái að sprauta.
Svona hljómuðu semsagt varnaðarorð vin-
ar míns og ég er ekki alveg búinn að átta mig
á því hvernig best sé að koma þessu heim og
saman. En á meðan ég var að reyna að rýna í
andblæ sögunnar þá mundi ég eftir limru sem
ég orti í Keflavík fyrir margt löngu:
Það var kona sem dýrkaði klámhunda,
hún kom sér í mjúkinn hjá Ámunda
og hún varð svo œst
að hún henti sér ncest
undir hljómsveit sem var þar í námunda.