Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 7
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 7 Illviðri um land allt skapaði vandræðaástand í gær. Veðurspá er slæm: Leggja á ófærar heiðar á smábílum Jóhann R. Benediktsson Segir aldrei jafnmarga hafa verið í gæsluvarðhaldi vegna svo stórra mála í einu á Suðurnesjum. unnar kom í ljós að hann var að reyna að smygla tæplega einu og hálfu kílói af kókaíni til lands- ins. Maðurinn var umsvifalaust hnepptur í gæsluvarðhald. Það mál er á frumstigi rannsóknar en aðeins Hollendingurinn hef- ur verið handtekinn í tengslum við smyglið. Hann er því sjö- undi maðurinn sem er hneppt- ur í gæsluvarðhald á rúmlega tveimur mánuðum. Kippir í smygli „Það koma alltaf kippir í fíkniefnasmygl þegar stórum innflutningsleiðum hefur ver- ið lokað," segir Jóhann R. Bene- diktsson, lögreglustjóri á Suður- nesjum. Að sögn Jóhanns hafa aldrei jafnmörg og stór mál hvílt á herðum rannsóknardeildar- innar í einu. Hann segir mikið mæða á lögreglunni þessa dag- ana en menn séu engu að síður vanir að taka til hendinni. „Menn eru að hamast við að ljúka málunum til að vera við- búnir að mæta fleirum," segir Jóhann sem er sáttur við árang- urinn. Mikil ófærð var á öllum vegum landsins í gær, þrátt fyrir að veður hafi virst skaplegt á köflum í byggð. Björgunarsveitir unnu að því hörð- um höndum fram eftir gærdeginum að losa fasta bíla á heiðum. Við Litlu kaffistofuna á Hellis- heiði safnaðist saman bílafjöld, allt frá smábílum upp í vel búna jeppa og flutningabíla á keðjum, sem höfðust þar við í þeim tílgangi að sæta fær- is. Björgunarsveitarfólk á staðnum gekk úr skugga um að enginn færi þó á heiðina nema í neyðartilvikum. Á háheiðinni, sem og í Þrengslum var blindhríð og skafrenningur fram eft- ir degi og hafði snjór safnast í djúpa skafla. Þrjú snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð þegar nær dró hádegi í gær. Kona sem þar var á ferð ók inn í fyrsta flóð- ið, sömu eftir að það féll. Sjúkraflutn- ingamenn sóttu konuna og fóru með hana á Fjórðungssjúkrahúsið á ísa- firði. Hún reyndist ekki slösuð. Tvö flóð féllu í kjölfarið. Björgunarsveit og lögregla leituðu sig grunlausar að fórnarlömbum og lokuðu svo fyrir alla umferð, bæði um Súðavíkurhlíð og Óshlíð vegna snjóflóðahættu. Herjólfur fór hvergi vegna veðurs og innanlandsflug Iá einnig niðri. Talsverðar seinkanir urðu á milli- landaflugi. Lokað var fyrir umferð um Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Bröttubrekku, Klettsháls, Stein- grímsfjarðarheiði og ísafjarðardjúp, Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði og fleiri fjallvegi. Snjómokstri var víð- ast hvar hætt um hádegisbilið, enda höfðu tæki og tól ekki undan. Veðurstofan spáir áframhaldandi illviðri með' suðvestanstormi um mestallt land. Líklegt er að létti til á Norðaustur- og Austurlandi og vind lægi eitthvað fyrripart dagsins í dag. Síðar í dag mun hlána og hvessa á ný. sigtryggur@dv.is Við Litlu kaffistofuna Margir freistuðu þess að leggja á Hellisheiðina í gær, jafnvel á illa búnum smábflum. Björgunarsveitarmenn stóðu vaktina og hleyptu engum framhjá. Mitt er þitt "Mitt svæði"er þitt einkasvæði hjá LÍN. Allir sem hafa aðgang að íslenskum heimabanka eða þjónustusíðu RSK geta eftir innskráningu þar komist með öruggum hætti inn á "Mitt svæði" hjá LÍN. "Mitt svæði"erfyrir námsmenn,greiðendur námslána og ábyrgðarmenn þeirra. Samtals má ætla að um 92.000 manns eigi erindi inn á einkasvæði sitt hjá LfN. Nýjasta þjónustan er fyrir greiðendur námslána. Á"Mínu svæði"geta þeir nú afþakkað greiðsluseðla og þar með fengið seðilgjöld sín felld niður að fullu. LÍN hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér upplýsingar og möguleikana á"Mínu svæði"hjá sjóðnum. Nánari umfjöllun er á www.lin.is. LÍN Lánasjóður íslenskra námsmanna Borgartúni 21 Reykjavík www.lin.is lin@lin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.