Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Helgarblaö DV TÁKNMYND BLÓMATÍMANS Hann var á tímabili táknmynd hippatima- bilsins og á meðal lærisveina hans voru ekki ómerkari menn en Bitlarnir, Donovan, Mia Farrow og hinir rúllandi steinar. Mah- arishi Mahesh Yogi safnaðist til feðra sinna að morgni síðastliðins þriðjudags, niutíu og eins árs að aldri að því að talið er, en einhver óvissa umlykur aldur hans. G KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaöur skrifar: kolbeinn@dv.is Maharishi Mahesh Yogi lést síðaslið- inn þriðjudag í Vlodrop í Hollandi. Einhver óvissa umlykur aldur hans en árin 1911, 1917 og 1918 hafa ver- ið nefnd sem fæðingarár hans, en talið er að hann hafl verið á nítug- asta og fyrsta aldursári. Maharishi var að mestu óþekkt stærð í hinum vestræna heimi til ársins 1967, þrátt fyrir að hafa kennt innhverfa íhugun víða um lönd, en lenti þá í hringiðu poppmenningarinnar. Um það leyti var hippatíminn að slíta barnsskón- um og Maharishi stóð fyrir íhugun- arhelgi í Bangor í Wales. Meðal þeirra sem tóku þátt í íhug- unarhelginni voru Bítiarnir og má með nokkurri vissu fullyrða að þeir áttu stóran þátt í vinsældum þeirr- ar íhugunartækni sem Maharishi Mahesh Yogi kenndi og stundaði. Árið 1968 sóttu Bítlarnir, ásamt fleira frægu fólki, Maharishi heim til Ris- hikesh við rætur Himalaya-fjallanna á Indlandi og ekki leið á löngu þar til myndir af þeim, sitjandi við fótskör Maharishi Mahesh Yogi Varð táknmynd hippa- og blómatímans meistarans með krosslagða fætur, birtust í íjölmiðlum víða um heim. Sexy Sadie Á meðan á dvöl Bítlanna stóð hljóp snurða á þráðinn, þegar sá orðrómur kviknaði að Maharishi hefði viðhaft óviðurkvæmilega til- burði gagnvart leikkonunni Míu Far- row. Bítlunum og fleirum fannst þeir illa sviknir þegar þessi andans mað- ur virtist ekki vera eins heilagur og hann vildi vera láta. Orðrómur þessi varð kveikjan að lagi Johns Lennon, Sexy Sadie en þar segir „What have you done? You made a fool of every- one". John Lennon fannst hann hafa verið hafður að fífli og sömu sögu mátti segja um fleiri. Reyndar átti þessi orðrómur sín- ar eðlilegu skýringar. Með Bítlunum í för var Grikkinn Alexis Mardas, en hann var yfirmaður raftæknideildar Apple-fyrirtækis Bítlanna. En hann var einnig áhangandi Bítlanna og leist ekki á hve mikil áhrif Maharishi hafði á þá. Hann kom þessari sögu- sögn af stað til að grafa undan áhrif- um Maharishi og gera Bítlana afhuga honum. Hann hafði erindi sem erfiði þótt Bítlarnir hafi síðar sagt að þeir hefðu ekki lagt trúnað á ásakanirnar á hendur Maharishi Mahesh Yogi. Fimm milljónir manna Árið 1970 var talið að Maharis- hi Mahesh Yogi hefði að baki sér um fimm milljónir manna víða um heim sem stunduðu innhverfa íhug- un. Ekki leið á löngu þar til hann hafði stofnað skóla um allan heim og byggt upp margra milljarða fyrirtæki sem var með puttana í sölu fasteigna. Fyrirtækið var upphaflega að mestu fjármagnað með frjálsum fjárfram- lögum og gjaldi sem innheimt var við kennslu innhverfrar íhugunar. Árið 2002 Ienti hann á milli tann- anna á gárungum þegar hann til- kynnti að hann gæti tekist á við hryðjuverk og styrjaldir ef hann gæti safnað sem samsvarar um sextíu og fimm milljörðum íslenskra króna til að þjálfa fjörutíu þúsund manns í innhverfri íhugun. Hugmynd hans um að binda enda á hungur í heim- inum með því að kynna lífræna rækt- un í fátækustu löndunum fékk ekki mikinn hljómgrunn, enda sagðist hann þurfa stjarnfræðilega fjárhæð til verksins. Áhrifavaldur Hvaða skoðun sem fólk hefur á viðskiptum Maharishi Mahesh Yogi og, að flestra mati, óraunhæfum fyr- irætlunum í málefnum friðar og far- sældar um heim allan, er engum blöðum um það að fletta að hann hafði áhrif á heila kynslóð þegar blómatíminn stóð sem hæst og þeir sem upplifðu hann fundu samhljóm í boðskap Maharishi. Allar götur síð- an hafa lærisveinar hans haldið uppi merki hans og á tímum hraða og streitu, styrjalda og hungurs fjölg- ar þeim sífellt sem leita friðar innra með sér og telja sig ná fram kyrrð í huga sínum með því að nota tækni Maharishi Mahesh Yogi. I FYRSTA SKIPTIAISLANDI Þltt ,ls án stofngjaldsl Taktu þátt í byltingunni... Farðu á www.lén.is og skráðu þitt .is lén án stofngjaids! ' flWTT lén.is Heimili heimasíðunnar @netvistun Vefir sem virka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.