Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008
Menning DV
í gærkvöldi var opnuð sýningin
Þögn í Hafnarhúsinu. Þar lúrir
verk Finnboga Péturssonar,
Stund, en á sýningunni eru einnig
verk eftir listamennina Harald
Jónsson, Hörpu Árnadóttur og
Finn Arnar Arnarson. Verkið er
stillt og hljótt, ólíkt mörgum hans
verka sem drynja, hvína eða púls-
era í beinum áhorfandans.
66
Tuttugu og fimm stækkunargler
standa nokkra sentimetra frá þeim
vegg í A-sal Hafnarhússins sem snýr
að gluggahliðinni út að götunni.
f glerjunum sjáum við öfugsnúna
smækkaða mynd af umheiminum
eins og hann ferðast hjá glugganum
og ljósið í salnum brotnar fallega á
veggnum umhverfis glerin.
En af hverju að snúa heiminum á
hvolf?
„Þetta byrjaði á því að heima hjá
mér er ofsalega ljótt hús í bakgarð-
inum," segir Finnbogi. „Svo ég setti
eitt svona gler upp í stofunni hjá
mér og beindi því að húsinu. Eftir að
ég gerði það og snéri í raun og veru
þessu ljóta útsýni hjá mér á hvolf, þá
varð það fallegt og ég náði að sætta
mig við það.
Kannski fer maður af stað með
hluti sem maður er ekki sáttur við en
snýr þeim á hvoif til þess að geta horft
á þá," segir Finnbogi og vissulega má
segja um Tryggvagötuna sem Lista-
safn Reykjavíkur stendur við að hún
sé talsvert meira augnayndi eins og
hún birtist í sjónglerjum hans.
Að snappa yfir í hinn heiminn
Finnbogi opnaði fyrir skömmu
sýningu í Listasafni Akureyrar sem
ber yfirskriftina Búdda er á Akureyri
- Oft var zen en nú er nauðzen ásamt
Erlu Þórarinsdóttur, Halldóri Ás-
geirssyni og bandaríska vídeólista-
manninum Bill Viola.
„Þemað er búdda, en mín að-
koma að þessu er kannski nálægð
verka minna við búddíska hugsun.
Ekki þar fýrir að ég iðki búddisma,
heldur er það meira ásjóna verk-
anna sem gerði það að verkum að
ég gaf mig í þessa sýningu. Þetta
er ástand sem ég hef reynt að búa
til með verkunum mínum. Kannski
ástand sem fólk leitar í íhugun eða
eitthvað slíkt - að komast dálítið á
annað stig," segir Finnbogi en þessi
upphafna stemning þar sem hjarta
áhorfandans lyftist örlítið í brjóst-
inu er eins konar ára sem stafað hef-
ur af verkum hans í gegnum tíðina.
„Ég hef alltaf haft áhuga á þessu,"
segir hann. „Mér finnst mikilvægt
að hleypa áhorfandanum dálítið á
önnur svið en eru inni í sýningar-
rýminu. Það er mjög gott ef þú nærð
að fara pínulítið inn á við og leysa
úr læðingi eitthvað sem er kannski
til staðar. Kjöraðstæður eru þannig
að þú náir að fara á milli þessara
tveggja heima sem við lifum í, að
geta „triggerað" þannig ástand," seg-
ir Finnbogi og á við svokallað alfa-
hugarástand sem fólk kemst í þegar
það lafir á milli svefns og vöku.
„Þetta er fyrsta stig dáleiðslu, sem
þú finnur fyrir til dæmis þegar þú ert
að keyra og fólk fer almennt í mörg-
um sinnum á dag. Ég er ekki að mæl-
ast til þess að fólk lifi í þessu ástandi
en þar gerist ansi margt ef þú nærð
ákveðinni slökun. Fólk hefiir verið
skammað fýrir þetta, börn sérstak-
lega - að vera sveimhuga eða utan
við sig. Kannski lifir fólk bara mis-
djúpt í þessu ástandi.
Ég leita mjög mikið í þetta í hug-
myndavinnu og nota til þess bað-
kerið heima hjá mér. Þar nærðu
þessu ástandi á milli svefns og vöku
þar sem verður svo mikil slökun
í heilanum að þetta kemur allt til
þín. Þú ferð af stað með ákveðið
vandamál og færð úrlausn. Þetta er
nú bara mín aðferð. Sumir fara út
að hlaupa og öðlast eitthvert svip-
að ástand. Ég lít á þetta meira sem
svona bónus við verkin mín og á
tímabili leitaði ég þetta dálítið uppi.
Að vinna með það að koma fólld í
ákveðið ástand þannig að það næði
að detta út. Mér finnst svo rosalega
heillandi að fara yfir línuna, snappa
út og koma aftur. Það framkallast
myndir, orð og alls konar hugmynd-
ir þegar þú dettur yfir í hinn heim-
inn," segir Finnbogi.
Á sýningunni í Listasafni Ak-
ureyrar setti Finnbogi upp verk-
ið Orkubekkur, sem upphaflega var
sýnt í Nýlistasafninu árið 1991. Þetta
er legubekkur þar sem hann hefur
komið fyrir hátölurum sem nema við
orkustöðvarnar í líkama þess sem
þar hallar sér.
„Hver orkustöð í líkamanum hef-
ur ákveðna liti, tóna og tíðni en þeg-
ar þú leggst upp á bekkinn færðu
þessar tíðnir á orkustöðvarnar," segir
Finnbogi.
„Það sem gerðist þegar ég var
búinn að klára bekkinn og lagðist í
hann var að ég datt út. En út af því að
hljóðin voru stöðug hélt það athygl-
inni vakandi hérna megin heimsins
þannig að þegar ég var að sofna fóru
að myndast svona göp í hljóðinu og
það gerðist í takt við þá draummynd
sem birtist mér fýrir hugskotssjón-
um. Svo þegar ég fattaði hvað væri
raunverulega í gangi missti ég ein-
beitinguna og spratt á lappir. Þetta
var nákvæmlega línan milli svefns
og vöku sem ég hafði fundið þarna
á bekknum. Línan sem alla jafna
er loðin og breið og erfitt að henda
reiður á var þarna orðin grönn og
mjög sýnileg."