Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Helgarblaö DV Ljós og hreyfing er þema Vetrarhátíðar sem nú er haldin i sjöunda sinn. Hátíðin hófst með litríkri ljósagöngu á Skólavörðuholti í gær, fimmtudag og stendur yfir í þrjá daga. Dagskráin er venju samkvæmt afar vegleg en óhætt er að fullyrða að iðandi mannlíf verður í Reykjavík um helgina. Iva Nova Rússneska stelpnahljómsveitin Iva Nova, verður lokaatriði Vetrarhátíðarinnar að þessu sinni. Hljómsveitin mun halda tónleika á NASA klukkan 21.00 á laugardagskvöldið og er frítt inn á tónleikana eins og á alla aðra viðburði hátíðarinnar. 8.febrúar hH . ..ÆK&iŒm? V -Vttt Vísindasmiðja Kl. 13.00-16.00 [ Ráðhúsi Reykjavfkur verður sett upp sérstök vísindasmiðja fyrir börn á öllum aldri þar sem unnið er með Ijós og fjölbreytilegan efnivið til byggingar. Skoðaö er hvernig hægt er að nota Ijós til að gefa byggingum annað Iff, hvernig sumt efni hleypir Ijósi f gegnum sig og annað ekki og er sköpunarþörf og þekkingarþorsta gert jafnhátt undir höfði. Krydduð kuldatíð í Iðnó föstudag kl. Kl 09.00-14.00 Öðruvfsi málþing um fjölbreytileikann í (slensku samfélagi, þar sem boðið verður upp á fyrirlestra um fjölbreytileika í matargerð, veðráttu, mannlffinu og fleira. Hönnuður dagsins í Kraum föstudag kl.9.00-19.00 Hönnuðir dagsins, NOTRUM-textilhönnuðir, verða á staðnum og spjalla viö gesti í Aðalstræti 10. Tangókennsla á Háskólatorgi föstudag kl. 16.00-17.30 Tangódansarar á vegum Tangófélagsins bjóða byrjendum jafnt sem lengra komnum upp á kennslu f tangó. Allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Háskóli Islands, Háskólatorg. Landslagsmálverk f START ART föstudag kl. 13.00 -22.00 START ART. Hrafnhildur Inga Slgurðardóttlr sýnir landslagsmálverk sem vfsa öll til veðurfarsins á landinu f haust og vetur, lægöir hver á fætur annarrl, úrkoma, dumbungur og mikið skýjafar. START ART, Laugavegi 12b KVIK-MYND í Kirsuberjatrénu föstudag kl. 20.00-22.00 Arna Valsdóttir sýnir í kjallara Kirsuberjatrésins. Verkið er eins konar portrett af húsi. Með kvikmyndatækni dregur Arna upp mynd af húsinu og þvf sem það hýsir. Kirsuberjatréð, Vesturgötu 4. Stjörnubjart fjölskyldubað í Vesturbæjar- laug föstudag kl. 19.00-21.00 Stjörnu- bjart fjölskyldubað f Vesturbæjarlaug. Dansað við sundlaugarbakkann. Vetrarieikar á Miklatúni föstudag kl. 17.00- 19.00 Fjölskylduviðburður á vegum félagsmiðstöðvanna í Miðborg og Hlfðum; 101,105, .is og Kamps. Fimm léttar og skemmtilegar þrautir verða þreyttar og meðal leikja eru snjóboltakast, salibuna niður hól, frisbíkeppni og fleira. Starfsmenn félagsmiðstöðv- anna verða á staðnum til að halda utan um leikina og valdir verða„meistarar Vetrarólympíuleikanna 2008". Norway.today í Kúlunni föstudag kl. 20.00 Ókeypis aðgangur fyrir áhorfendur á aldrinum 14-24 ára. Skemmtilega þverstæðukennt verk um ástina og hinar stóru spurningarnar. - Svið unga fólksins á Lindargötu 7. Listaverkin lifna í gallerí art-lceland föstudag kl. 19.00 -21.00 Myndlistarmenn verða að störfum í gallerf art-lceland og gestir geta fylgst með listverkunum fæðast. Art-lceland.com, Skólavörðustfg 1a. Mynstur - Eyjólfur P. Kolbeins sýnir í Ingólfsnausti Eyjólfur P. Kolbeins hefur unnið að myndlist sfðastliðin 20 ár og stundar nú nám á vegum Fjölmenntar við Myndlistaskólann í Reykjavík. Eyjólfur kallar myndir sínar litmyndir og vinnur út frá innblæstri hverju sinni. F.n á hátíðinni hafa fatlaðir og ófatlaðir unnið saman að ýmsum listtengdum verkefnum með frábærri útkomu sem hefur leitt til aukins skilnings manna á milli með ávinningi fyrir samfélagið allt. Ingólfsnaust, Aðalstræti 2. Vísindasmiðja í Ráðhúsinu, kl. 11:00 -14:00 I Ráðhúsi Reykjavíkur verður sett upp sérstök vísindasmiðja fyrir börn á öllum aldri þar sem unnið er með Ijós og fjölbreytilegan efnivið til byggingar Að vísindasmiðjunni stendur Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða í samstarfi við leikskólabraut Háskólans á Akureyri. Sögu vil ég segja stutta, kl. 12K)0 -15:00 Reykjavíkursögur - Frístundir f borginni. Gestir og gangandi rifja upp eftirminnilega listviðburði f Reykjavík. Upptökur á vegum Miðstöðvar munnlegrar sögu. Listasafn Islands við Fríkirkjuveg Hönnuður dagsins í Kraum, kl. 12:00 -17:00 Fjóla María Ágústsdóttir töskuhönnuður verður f staðnum og spjallarvið gesti. Sigurður Flosason leikur fyrirgesti. Kraum, Aðalstræti 10. Opið hús í Þjóðleikhúsinu, kl. 13:00 - 16:00 Kynnist Þjóðleikhúsinu yst sem innst. Uppákomur af öllu tagi s.s. Ijóðalestur, tónlist og kynningar af ýmsu tagi, m.a. á sögu hússins sem nú hefur endurheimt sinn forna glæsileika eftir viðamiklar utanhússviðgerð- ir. Heitt kakó á könnunni. Sterkasti maður íslands, kl 13:00 -15:00 l/etrarhjólreiðar, tómstundir og sterkasti maður (slands í Perlunni kl. 13:00 -15:00 Kynnin Boris, sterkasti maður (slands Skammdegissöngur á Vetrarhátíð í Snorra- búð,kl. 13:30 -17:30 Opið hús samfelld dagskrá, samsöngur og röð einsöngstónleika. Söngvarar koma allir úr röðum burtfararprófsnema; Guðný Birna Ármannsdóttir mezzó-sópran, Linda Maria Nielsen sópran og Hreiðar Ingi Þorsteinsson baritón.Veitingará boðstólum. Esjuljósaganga laugardag kl. 17:30 Lagt verður af stað á Esjuna við sólsetur og gengið inn í myrkrið. Þátttakendur ganga með Ijós sem lýsir veginn og mynda Ijóskeðju upp Esjuna. Þegar myrkur skellurá slökkva þátttakendurá Ijósunum í kyrrðar- stund og kveikja samtímis mínútu síðar. Nánari upplýsingar um gönguna má finna á www.toppfarar. is, Þátttakendur skrái sig á bara@toppfarar.is Stompnámskeið í Laugarneskirkju, kl. 14:00 - 18:00 Námskeiðið er fyrir foreldra og börn í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Stomp er slagverksleikur þar sem unnið er með alls konar hluti sem finna má í umhverfi okkar. I stompi vinna einstaklingarnir saman og mynda eina slagverkssveit sem skapar hljóð- og hrynheim. Eitt barn og einn fullorðinn taki þátt saman. Tángómaraþon í Iðnó, kl. 12:00 - 06:00 Tangó fyrir alla. Maraþonið hefst á hádegi á laugardag og verður dansað fram á sunnudagsmorg- un í Iðnó. Keppendur skrá sig í Tangómaraþonið og er keppt um lengsta úthaldið. En að auki við keppnina er boðið uppá fjölbreytta dagskrá sem hentar öllum; kennsla fýrir byrjendur sem og lengra komna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.