Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 38
Barnastjörnur eru yndislegar og umdeildar. Vilja sumir meina að rangt sé að ýta barni í jafn óheilbrigt umhverfi og skemmtibransinn er. En hver kann ekki að meta syngjandi og dansandi glókolla. DV tók sam- an helstu barnastjörnur íslendinga, sem eru jafn misjafnar og þær eru margar. Björk vandist snemma sviðinu. Hér er hún ásamt félögum úr Sykurmolunurh. Einar Örn Einarsson lék Manna í þáttunum Nonni og Manni og varð eins og Garðar heimsfrægur á (slandi. Einar hvarf af sjónarsviðinu eins og Garðar en lítið hefur bólað á endur- komunni líkt og hjá vini hans. Hann er þó væntanlegur í myndinni Stóra planið eftir Ólaf Jóhannesson þar sem hann leikur yfirþjón nokkurn. Björk Guðmundsdóttir er dæmi um barnastjörnu sem þoldi álagið og hefur hún verið stjarna nánast allt sitt líf. Reyndar svo mikil stjarna að margir eru eflaust búnir að gleyma að hún var barnastjarna. Ferill Bjarkar hófst þegar hún var aðeins ellefu ára, eða um það leyti er hún byrjaði í píanónámi. Píanókennar- inn hennar sendi upptökur af Björk syngja lag Tinu Charles I Love to Love á RÚV sem spilaði lagið. Útgáfustjóri útgáfufé- tfl lagsins Fálkans hafði samband við Björk og bauð henni svo plötusamning i kjölfarið. Stuttu síðar, eða árið 1977, kom út platan Björk og Lfc síðan þá hefur Björk gefið út sex sólóplötur og verið viðriðin ótalmargar aðrar tónlistarútgáfur. örk hefur verið á n^imstúr í rúmt ár til að l fylgja eftir nýjustuFplötunni sinni Volta. Fyrsta plata Bjarkar hét emfaldlega Björk en þar flutti söngkonan tíu vinsæl barnalög SANNA Garðar sló rækilega í gegn sem Nonni í sjónvarpsþáttunum Nonni og Manni sem voru sýndir í Sjónvarpinu 1988. Þættirnir náðu gríðarlegum vinsældum og var þjóðin límd fyrir framan skjáinn á meðan hún fylgdist var með örlögum bræðranna. Garðar var 14 ára þegar þættirnir voru gerðir en litið fór fyrir honum þangað til fyrir nokkrum árum þegarGarðari skaut aftur upp á stjörnuhimininn og þá sem tenórsöngvari. Garðar hefur náð miklum vinsæld- um hér heima sem og erlendis. Helst í Bretlandi þar sem hann hefur átt lög á toppi vinsældalista og verið lýst sem Brad Pitt með rödd Pavarottis. Það er Ijóst að Garðar er barnastjarna sem á framtíðina svo sannarlega fyrir sér. Þorvaldur Davíð sló fyrst í gegn í útvarpsleikritum á RÚV þá um 10 ára. Stuttu seinna talaði hann fyrir Simba í myndinni Loin King sem náði gríðarlegum vinsældum. Þorvaldur lék svo í leikritum eins og Kardi- mommubænum og Bugsy Malone en í millitíðinni rappaði Þorvaldur í hinu ódauðlega lagi Skólarapp. Á unglings- árunum vakti Þorvaldur svo mikla athygli í leikritum Verslunarskólans og sló svo í gegn í Footloose og Killer Joe. Nú er hann staddur úti í New York þar sem hann stundar nám við hinn virta leiklistarskóla Juilliard. lasitii Ruth Reginalds er hin eina sanna íslenska barnastjarna. Ruth er fædd árið 1965 og var vinsæl á árunum 1974-1980, eða frá því hún var níu til fimmtán ára. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að syngja inn á plötur og var hvers manns hugljúfi. Tónlist hennar seldist í tugþúsundum eintaka og íslenska þjóðin fékk einfaldlega ekki nóg af henni. En gamanið kárnaði á endan- um og Ruth þurfti að berjast við bæði eiturlyfjadjöfulinn, ofbeldi og átröskun. Eins og þekkt er hjá barnastjörnum í Bandaríkjunum. Ævisaga Ruthar kom út árið 2003 og var þar að finna uppgjör hennar við árin í sviðsljósinu, uppvöxt- inn í New York og margt fleira. Jóhanna Guðrún hefur sungið síðan hún var átta ára. Hún gaf út sína fyrstu plötu árið 2000 aðeins tíu ára og hét hún einfaldlega Jóhanna Guðrún. I kjölfarið fylgdi svo platan Ég sjálf árið 2001 og loks Jól með Jóhönnu 2002. Eftir það lét Jóhanna lítið fyrir sér fara og var gert í því að halda henni úr fjölmiðlum þangað til rétti tíminn gæfist. Nýlega skaut hún svo aftur upp kollinum og er að verðal 8 ára. Jóhanna gengur núna undir nafninu Yohanna og ætlar sér stóra hluti hér heima sem og erlendis en hennarfjórða plata er væntanleg á árinu. Nú er bara spurning hvort hún nái fyrri frægð. Ruth Reginalds Sönginnásína fyrstu plötu aðeins sjö ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.