Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Helgarblað PV SÓLGLERAUGNATÍSKA SUMARSINS Á hverju ári kemur sprettur upp nýtt trend í sólgleraugnatísku. Síðastliðin ár hefur mest verið lagt upp úr stórum sólgleraugum í seventís stíl. Nú virðist hins vegar nýjasta æðið vera Ijósblá og túrkisblá sólgleraugu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru helstu tískuskvísurnar I Hollywood, Paris Hilton, Sienna Miller og Gwen Stefani, með lúkkið á hreinu. i j in rf Ul IIW % G U C 9 unicef KASÓLÉTT OG GLÆSILEG Jennifer Lopez sýndi það og sannaði að það er hægt að líta stór- glæsilega út þrátt fyrir að vera kom- in á steypirinn. Söngkonan mætti geislandi fögur og fín á tískuvik- una í New York en hún á von á sér á næstu mánuðum. Nýlega stað- festi faðir hennar þær sögusagnir að Jennifer bæri tvíbura undir belti en hún á von á sér í vor. REGNHLÍFAR RIHÖNNU Söngkonan Rihanna sýndi nýju regnhlífalínuna sína í New York á dögunum en regnhlífar söngkon- unnar hafa verið mjög vinsælar í Bretlandi. Eitt vinsælasta lag síðasta árs var smellurinn Umbrella með Rihönnu og því einstaklega viðeig- andi að hún hafi farið í að hanna regnhlífar. Regnhlífarnar verða ein- göngu til sölu í Macy's-verslunum og eru fáanlegar bæði einlitar sem og tvílitar. HLEKKJUÐ DKNY-HJÓL Tískuvörumerkið DKNY tók upp á því skömmu fyrir tískuvikuna í New York að hlekkja appelsínugul DKNY-hjól við skilti og ljósastaura víðs vegar um borgina. Þetta ku vera tilraun fyrirtækisins til að vekja athygli á því að umhverfis- átak borgarinnar hefur ekki gengið sem skyldi. Þetta er þó eldd í fyrsta skipti sem tekið er upp á því að hlekkja hjól við götuskilti því í mörg ár hefur verið brugðið á þetta ráð til að minnast þeirra sem látist hafa í hjólaslysum í New York. Marta Eiríksdóttir, förðunarmeistari hjá Make Up Store í Smáralind, leggur mikið upp úr því að vera dömuleg. Þar sem það er svart „dress-code“ í vinnunni hennar reynir hún að klæða sig í nhverja liti áður en hún fer á djammið. ‘ifrmm. ■ lit og vera í einhverju ööru« ég fer á djammið. Mér finns vera svólídð fin núna því ég mikið út á lífið eftir að ég ei| mína og legg þess vegna mi að dressa mig upp fyrir djar mjög gaman að vera i pilsi í einhverju álíka dömulegu." Pils: Vero Moda Bolur: H&M Sokkabuxur: Cobra Skór: Zara Hringur: Accesorize Eyrnalokkar: Accesorize VINNUFÖTIN „Ég er alltaf í svörtum fötum í vinnunni því það er svart dress code hjá Make Up Store til að leyfa snyrtívörunum að njóta sín. Meirihlutinn af flíkunum í fataskápnum mínum er svartur en mér finnst æðislegt þegar ég finn mér einhver spes svört föt." Bolur: Zara Pils: Mótor Skór: Kaupfélagið HEIMAGALLINN „Ef ég er ekki í náttfötunum er ég bara í leggings og bol og svo ann- aðhvort hnepptri heimapeysu eða hettupeysu. Svo er ég alltaf í sem þykk- ustum sokkum eða bara á inniskón- um." Peysa: Strativarius keypt á Mallorca Bolur: Strativarius keypt á Mallorca Leggings: Rokk og rósir Inniskór: Ikea ÚTIFÖTIN „Þegar égvil vera pínulítið fín og dömuleg í kuldanum og ekld vera í þykku 66°N úlpunni minni fer ég bara í góða hettupeysu innan undir kápuna mína til að verða ekki skítkalt. Mér finnst líka alpahúfurnar svo fínar að ég á þær í nokkrum litum." Kápa: Mótor Húfa: Skarthúsið Stígvél: Kaupfélagið Hettupeysa: American Apparel Leggings: Rokk og Rósir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.