Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Helgarblað DV Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! Greatest Hits - Morrissey Made In the Dark - Hot Chip Live at Couleur Cafe - Konono No.1 Growing Pains - Mary J. Blige The Dream -The Orb ímálvið Wliite Stripes Kanadíska útvarpskonan Dominique Payette kærði á dögunum White Stripes fyrir aö nota t(u sekúndna samsettan bút úr útvarpsþætti hennar án leyfis í laginu Jumble Jumble. Það sem vekur einna helst athygli er að lagið kom útfyrirátta árum á plötunni De Stijl. Samkvæmt heimildum tónlistarsíðunnar Pitchforkmedia gæti jafnvel farið svo að Payette fái tæpar fimm milljónir króna (sinn hlut auk þess sem hún krefst þess að platan verði fjarlægð úr verslunum. Stofnar fyrtrtækl Beastie Boy's-meðlimurinn Adam Yach hefur nú stofnað fyrirtæki í New York sem sérhæflr sig (dreifingu á kvikmyndum. Fyrirtækið heitir Oscilloscope Pictures og er stofnað í kjölfar þess hversu mikið kvikmynda- og tónlistarframleiðsla hans hefur aukist (New York að undanförnu. Þeir Pals David Finkel, fyrrverandi forstjóri ThinkFilm, og Dan Berger eiga einnig sinn hlut í fyrirtækinu.„Við ætlum að setja alla okkar ást og alúð (kvikmynd- irnar og við viljum ekki að góöar hugmyndirfari beinttil peningagráð- ugra stórlaxa," segir Fenkel en þeir vonast til þess að reka fyrirtækiö sem svokallaöindie-kvikmyndafyrirtæki. Mtðasalahafin (tilefni af t(u ára afmæli Hr. örlygs hefur hljómsveitin FM Belfast tekið að sér að skipuleggja nokkra skemmtilega klúbbaviðburði yfir árið. Fyrsti viðburðurinn verður haldinn bæði ( Reykjavík og á Akureyri 15. og 16. febrúar. Þar mætirtil leiks sjálfur DMX Krewfrá Rephlex, útgáfufyrirtæki AphexTwin. DMX Krew kom fyrst fram á Klakanum fyrir tlu árum á svonefnd- um Hjartsláttarkvöldum sem Hr. örlygur stóð fyrir. Miöasala er hafin á midl.is og kostar þúsund krónur I forsölu. Ásamt DMX Krew spila Terrordisco, Kiki Ow og Dj.Leibbi. Nói Steinn Einarsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Leaves, vinnur nú aö sinni fyrstu sólóplötu. Hann skellti sér í stúdíó á Ítalíu í janúar ásamt tónlistarmanninum Eberg þar sem þeir unnu að tónlist, drukku rauðvín og borðuðu parmaskinku. Nói Steinn Einarsson Segir tónlistina á fyrstu sólóplötu sinni vera blöndu af því sem hann hefur fílað (gegnum tíðina. ALLT FRA BÍTLUNUM TILAPHEXTWIN „Ég og Eberg skelltum okkur saman til Ítalíu og vorum þar í Pescara sem er við Adríahafið og losnuðum við allt vonda veðrið á íslandi á með- an. Við vorum bara í stúdíói, á ströndinni og höfðum það næs," segir tónlistarmaðurinn Nói Steinn Einarsson. Nói er einna þekktastur sem trommuleikari hljómsveitarinnar leaves en vinnur nú að sólóplötu samhliða trommuleikn- um með sveitinni. Leaves er þó hvergi komið í pásu þótt Nói sé að vinna í sinni plötu. „Nei, nei, við erum að kiára okkar þriðju plötu núna í febrúar. Það er ekkert alveg ákveðið hvenær hún kemur út en ætli það verði ekki með haustinu," segir Nói en plötunni hefur enn ekki verið gefið nafn. Rauðvínsdrykkja og parmaskinkuát Þegar Nói er spurður hvernig standi á því að tónlistarmennirnir hafi ákveðið að vinna að plötum sínum við strendur Italíu er svarið ein- falt: „Strákarnir sem reka þetta stúdíó á ítalíu voru með Eberg í skóla á Englandi og við ákváð- um að það væri bara fínt að fara frá íslandi í janúar. Út til ítalíu að drekka rauðvín og borða parmaskinku." Tónlistarmaðurinn Eberg sendi síðast frá sér plötuna Voff Voff árið 2006 en platan fékk víð- ast hvar hörkugóðar viðtökur. Hann vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu og nýttu þeir félagar tækifærið til að aðstoða hvor annan í stúdíóinu í Pescara. „Við vorum í viku í stúdíóinu. Eberg er að vinna að sinni þriðju plötu og ég að minni fyrstu sólóplötu. Við vorum aðeins að spila sam- an en samt í rauninni hvor fyrir sína plötuna svo það má eiginlega segja að við höfum bara verið að hjálpast að með plötur hvor annars. Ég veit að platan hans Eberg verður mjög athyglisverð og skemmtileg." Vinnur plötuna mest einn Aðspurður hvers kyns tónlistar megi vænta á plötunni svarar Nói: „Þetta er bara einhvers konar poppplata. Ég held að þetta sé bara blanda af því sem ég hef verið að hlusta á og ffia í gegnum tíðina. Blanda af elektrónískri músík og rokki. Allt frá Bítlunum upp í Aphex Twin í rauninni." Nói hefur mestmegnis unnið einn að gerð plötunnar en þó fengið örlitla hjálp frá góðum vinum. „Ég hef verið heppinn með það að Eberg hefur aðeins aðstoðað mig við hana og Kjartan í Ampop aðeins spilað inn á plötuna fyrir mig. Hún er að hluta til instrúmental en svo hef ég líka verið að prufa að syngja bara sjálfur." Þægilegra að semja á veturna Að öllum líkindum mun plata Nóa koma út næsta vetur og hyggst hann sjálfur gefa hana út. „Ég hugsa að ég klári plötuna núna í mars, apríl, en mér finnst þetta mikiu meiri vetrarplata en sumarplata svo ég hugsa að ég gefi hana ekkert út fyrr en næsta haust. Mér finnst hún allavega vetrarleg, hún er svona í rólegri kantinum og kannski líka af því að flest lögin eru samin um vetur," segir Nói og bætir við: „Það er einhvern veginn þægilegra að sitja bara inni og semja og spila á gítar yfir vetrartím- ann þegar það er snjór úti og tíu stiga frost held- ur en á sumrin." krista@dv.is Sérverslun með kvensilfur / / v . k *• » i c' „V. »V/ - •jj. ‘ '•'V l/r' ’ M;/ «/'*,; • utfóiA rfijf.,- vT-f.y ,.nv... Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastfg 10 - Slmi: 551-3160. Dj F.E.X á Organ í kvöld ÞESSI FRANSKITÓNLISTARMAÐUR ÞEYTIR SKlFUM Á ORGAN i KVÖLD. Franski danstónlistarmaðurinn Dj F.E.X. spilar house-tónlist með teknóívafi á Organ í kvöld: Eftir að hafa setið frekar svekktur og svikinn á CDG-flugvellinum í París 14. desember síðastliðinn eftir að hafa fengið ffegnir af því að sökum óveðurs yrði ekki flogið til íslands, er franski danstónlistarmaðurinn Dj F.E.X. loksins mættur til landsins. DJ F.E.X. spflar á Organ í kvöld, föstudagskvöld, en það eru plötusnúðarnir hjá Barcode sem standa fyrir komu kappans. Dj F.E.X., öðru nafni Farid Boudinar, hóf ferilinn árið 1994 í litlum teknóklúbbi í Tours í Frakklandi. Seinna sama ár opnaði hann sína eigin plötuverslun og byrjaði með vikulegan útvarpsþátt á lítílli franskri útvarpsstöð þar sem hann spUaði nýútkomið efni í house- og teknógeiranum. Fjórum árum síðar var hann orðinn fastasnúður í nokkrum af stærstu næturklúbbum Parísar. Fyrsta lagið sem Dj F.E.X. gaf út, Indie Walk, gerði hann ásamt félaga sínum Dj Phantom og var lagið valið þemalag frönsku teknógöngunnar árið 2002 og naut gríðarlegra vinsælda um heim aUan. Tónlist- arstfll hans einkennist af house-tón- list, mitt á miUi minimal og teknó þar sem hughrif og dulúð svífa yfir vötnum. PlötusnúðastflDj F.E.Xsvip- ar mUdð tíl lagasmíða hans svo eng- inn danstónlistaráhugamaður ætti að verða svUdnn í kvöld á Organ. Miðasala fer ffam við innganginn og er miðaverð eitt þúsund krónur fyrir klukkan eitt en eitt þúsund og fimm hundruð krónur eftir það. Dj F.E.X. byrjar að spUa eigi síður en hálf tólf. krista@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.