Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008
Fréttir DV
SANDKORN
Vörubílstjórar stóðu í ströngu
á miðvikudag vegna mótmæla
sinna við Rauðavatn. Þar tók-
ust bílstjór-
arnir á við
lögreglu
sem endaði
með fjölda-
handtökum.
Bílstjór-
arnir hafa
bæði feng-
ið stuðn-
ing og andstöðu almennings
við mótmælaaðgerðir sínar en
þeim barst liðsinni úr óvæntri
átt í vikunni. Eigendur Enska
barsins og Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson buðu bílstjórunum og
velunnurum þeirra upp á h'tra
af bjór á sama verði og bensín-
h'trinn kostar hér á landi. Sturla
Jónsson, talsmaður bílstjór-
anna, fagnaði fr amtaki vertanna
og boðaði fjölmenni bílstjór-
anna á staðinn.
■ Haft var eftir Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur á visir.is í
gær að mótmæh geti aldrei leitt
til neinn-
ar lausnar
á málum.
Mótmæhn
komi niður
á almennum
borgurum
en angri ekki
stjórnmála-
menn. Ingi-
björg Sólrún er sagnfræðingur
að mennt og ætti þess vegna að
kunna einhver skil á stjómar-
byltingunni í Frakklandi á sín-
um tíma. Hins vegar virðist hún
hafa gleymt því sem þar gerðist.
Æth það hafi ekki angrað ráða-
mennina neitt þegar þeir voru
gerðir höfðinu styttri?
■ Halda mætti að íslenskir mót-
mælendur hefðu álíka þekk-
ingu á sagnffæði og Ingibjörg
Sólrún en enginn þeirra greip til
þeirrar þjóðlegu hefðar að sletta
skyri á lögregluna í gær. Þess í
stað var eggjum grýtt í gríð og
erg. Þetta hlýtur að vera áfall
fýrir menntastofnanir landsins
sem greinilega hafa ekki upp-
frætt fólk betur, en ekki síður
fyrir mark-
aðsdeild
Mjólk-
ursam-
sölunnar
sem verð-
urnúað
treysta á að
fólk láti sig
hafa að borða skyrið.
■ Matgæðingnum Nönnu
Rögnvaldardóttur fannst þó
meðferð mótmælenda á eggj-
unum forkastanleg. Á vefsíðu
sinni mótmælir hún meðferð-
inni og segir: „Ég meina, svona
fer maður ekki með ætan mat.
Allir almennilegir mótmælend-
ur vita að þegar maður kastar
eggjum eiga það að vera fúlegg.
Nú eru hvað, þrjár vikur síðan
mótmælin byrjuðu, er það ekki?
Ef einhverjir hefðu nú sett slatta
af eggjum á hlýjan stað þeg-
ar þau byrjuðu væru núna til
birgðir af fínustu fúleggjum."
erla@dv.is
Karl Ó. Karlsson hæstaréttarlögmaður á í útistöðum við nágranna sinn, tólf ára ein-
hverfan clreng. Nýjasta þróunin í illdeilunum var sú að lögmaðurinn hengdi handskrif-
að bréf á reiðhjól piltsins þar sem hann hótar að kæra hann. Pilturinn er illa haldinn
af einhverfu, Tourette-heilkenni og fleiri geðkvillum. Móðirin furðar sig á heift lög-
mannsins og segir að hann hefði átt að koma og ræða málið við hana.
LÖGMAÐUR HÓTAR
EINHVERFUM PILTI
SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON *
blaðamadur skrifar: sigtryggurwdv.is
Karl Ó. Karlsson, lögmaður stéttar-
félagsins Eflingar, hótar að kæra tólf
ára einhverfan pilt sem býr í sama
fjölbýlishúsi og hann í Hafnarfirðin-
um. Hann segir í bréfi til piltsins að
hann hafi stolið af sér gjörð af reið-
hjóli. f stað þess að ræða við móð-
ur drengsins um hegðun hans, brá
hæstaréttarlögmaðurinn á það ráð
að skrúfa ffamgjörð af reiðhjóli pilt-
sins og hengja plastpoka á stýrið
með handskrifuðu hótunarbréfi.
Móðir piitsins er forviða á þess-
ari ffamkomu Kárls. Hún segir að
hægðarleikur hefði verið fýrir hann
að banka upp á og ræða málið. Pilt-
urinn eigi vissulega við hegðunar-
vanda að stríða og ekki sé ólfldegt
að hann hafi tekið reiðhjólagjörðina
í leyfisleysi. Síðastíiðinn föstudag
var pilturinn lagður inn á bama-
og unglingageðdeild og er þar enn.
Karl neitar að ræða málið.
Ég veit hver þú ert
„Til þess sem á þetta hjól. Ef þú
„P.S. Ég veithverþú
ert. Mun ræða við þig
síðar."
vogar þér að stela aftur framgjörð
eða öðrum hlut, þá verður þú kærð-
ur til lögreglunnar," segir í bréfinu til
piltsins. Bréfið er undirritað „Karl
Ó. Karlsson hrl." Því næst segir: „P.S.
Ég veit hver þú ert. Mun ræða við
þig síðar."
Þegar haft var samband við Karl
á skrifstofu LAG-lögmanna, þar
sem hann starfar, kannaðist hann
í fýrstu við málið en neitaði þó að
ræða það. „Veistu það, ég ætla ekk-
ert að tjá mig um þetta mál, bara
akkúrat ekkert," sagði hann. Þeg-
ar spurt var hvort hann gæti stað-
fest að bréfið væri ritað af honum,
neitaði hann því ekki en ítrekaði
að hann vildi ekki ræða neitt sem
snertí málið.
Einhverfa og Tourette
Pilmrinn hefur gh'mt við margs
kyns veikindi alveg ífá fæðingu.
Hann er haldinn afbrigði af ein-
hverfu, hefur verið greindur með
Tourette-heilkenni og er haldinn of-
virkni og athyglisbrestí. Móðir hans
óskaði eftir nafiileynd af ótta við að
pilturinn yrði fýrir aðkasti ef mæð-
ginin kæmu fram undir nafrú.
Móðirin segir h'ðan piltsins á
Bama- og unghngageðdeild Land-
spítalans vera eftir atvikum. Hann
sé veikur og eigi bágL Til viðbót-
ar við einhverftina sé hann einnig
haldinn þráhyggju- og árátturösk-
un. f ofanálag sé hann illa lesblind-
ur og hefði aldrei einu sinni getað
lesið bréfið ffá lögmanninum.
Stal líklega gjörðinni
Veikindi piltsins em þess eðl-
is að hann getur ekki búið með
fjölskyldu sinni. Hann er búsett-
ur á sveitaheimili, og kemur heim
til móður sinnar aðra hverja helgi.
Móðirin segir að þessar helgar séu
oft erfiðar. Fyrir um það bil hálfúm
mánuði hafi pilturinn lent í útistöð-
um við son Iögmannsins. Karl hafi
komið út og þeir hafi átt í orðaskipt-
um. Því sé ósætti á milli tólf ára ein-
hverfs sonar hennar og hæstarétt-
arlögmannsins ekki nýtt af
nálinni.
Hún segir að vel
getí verið að sonur hennar hafi
stohð reiðhjólagjörð af lögmannin-
um. Einfaldast hefði þó verið fyrir
hann að ræða við hana um málið
og leysa það í stað þess að reyna að
hræða fjölskylduna. Hún sé alvön
að þurfa að greiða úr flækjum sonar
7/7
6Jl Joff*' f*r
r • £cJ«#
Í7&. h
•£>4
Ég veit hver þú ert Bréfið er undirritað
af Karli Ó. Karlssyni hæstaréttarlögmanni.
’aTT*.*Jtíföu-a-
Móðir piltsins Móðirtólfára
einhverfs pilts furðar sig á
hótunum Karls Ó. Karlssonar
lögmanns i garð sonar hennar.
Tíminn og tyggjóldessan
Lögmaðurinn Karl 0. Karlsson
starfar meðal annars sem
lögmaður stéttarfélagsins Eflingar.
SKÍLDIÐ SKRIFAR
•■ttoádn. ,
KRISTJÁN HREINSSON SKÁLDSKRIFAR.
Hvað er líkt með seðlabankastjóra
og tyggjóklessu?
Áður en ég svara þessari einföldu
spumingu verð ég að geta þess að
ég hef reynt að temja mér víðsýni þegar ég met
veröldina. Ég reyni að láta augnablikin mynda
heild um leið og ég leyfi hverju andartald að
njóta sjálfstæðis. Eg reyni að láta fólk njóta
sannmælis, jafnvel þótt breyskleiki þess ætti
að leyfa mér brúkun harkalegrar afgreiðslu.
Ég reyni jafnvel að fyrirgefa Gísla Marteini
þann fádæma aumingjadóm að hæðast að
feitum konum. En þessi ágæti maður á að hafa
sagt: -Þótt akfeit kona sé sett á háa hæla... er
hún samt sem áður forljót!
Ég hef meira að segja reynt að fyrirgefa Dav-
íð Oddssyni, bankastarfsmanni, öll hans víta-
verðu glappaskot. Og ég hef núna síðustu
vikumar eytt miklum tíma í það að reyna að
„Þá veltiégþvíósjálfráttfyrirmér hvort ekkisétími tílkoininnadflnna nýjan"
fyrirgefa honum það að hann tróð sér í stöðu
seðlabankastjóra. En þótt sárt sé að viður-
kenna, þá hefur ætlunarverk þetta mistekist.
Ég, með þetta mikla jafnvægisgeð. Ég, þessi
sanngjami maður. Ég get fyrirgefið fólld sem
vili vemda kofadrasl á ljótustu blettum Reykja-
víkur. Ég fyrirgef fólki sem heldurþví fram að
ríkið verði að hjálpa bönkunum. Eg er svo já-
kvæður að mér er sama þótt ríkir kariar kaupi
hús og hallargarða og ég er svo jákvæður að ég
held að aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda
við Evrópubandalagið megi ekki bíða stund-
inni lengur. Ég er svo jákvæður að ég læt frá
mér fara þær skoðanir sem ég tel réttar.
Og á meðan ég horfi á borgarstarfsmann
reyna að þrífa tyggjóklessur framanvið vemd-
aðar brunarústir á Lækjartorgi þá hugsa ég til
framtíðar og sé milljónir ára liða hjá. Eg sé fyr-
ir mér heim þar sem menn hafa stökkbreytt
sér í það sem við myndum kalla einfrumunga
í dag. Ég sé heilu sólkerfin rúmast á Idsilflögu
og ég sé að rústir, ljósmyndir, kvæði, bækur,
geisladiskar, lönd, þjóðir og bandalög em svo
fullkomlega gleymd að það er ekki einu sinni
gert ráð fyrir hugtökunum í minningabanka
veraldarinnar.
Á meðan leysiefni borgarstarfsmannsins
vinna á tyggjóldessu, þá velti ég því ósjálfrátt
fýrir mér hvort ekki sé tími til kominn að finna
nýjan seðlabankastjóra... kannski Þorvald
Gylfason... eða bara einhvem sem hefur vit á
peningamálum.
Skyndilega vaknar vísa á vörum mér:
Efvið stöndum hlið i>ið hlið
sem heild í amstri þessu
þá verðurléttað losna við
litla tyggjóldessu.