Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008
Helgarblað PV
Allar heimildir til kaupanna til staðar:
FLEIRIFYRIRTÆKIMUNU KAUPA HEIMILDIR
„Það er ljóst að það er heimild til að kaupa og selja sam-
kvæmt þessu ákvæði og því er ekkert því til fyrirstöðu að
fyrirtæki kaupi kvóta. Það verður trúlega þannig að fyrirtæki
þurfi í auknum mæli að fara þessa leið og kaupa sér heimild-
ir í framtíðinni," segir Sveinn Þorgrímsson, formaður úthlut-
unarnefndar losunarheimilda. Sveinn leggur áherslu á það
að þær heimildir sem voru veittar í september á síðasta ári
gildi til ársloka 2012 og það sé því engin framtíðarskuldbind-
ing fólgin í þessum úthlutunum. „Úthlutunin síðasta haust
var á grundvelli þeirrar framleiðslu sem fyrirtækin höfðu þá
og uppfyllti allar þær kröfur sem voru í þáverandi rekstri.
Þetta tekur ekki á því sem gerist eftir árið 2012," segir Sveinn.
Sveinn segir vilja stjórnvalda vera að minnka losun gróð-
urhúsalofttegunda töluvert. Þá séu fyrirtækjum tvær leiðir
llÉ|Sk^ 5
færar, annaðhvort að kaupa sér kvóta til losunar gróður-
húsalofttegunda eða þá að taka upp framleiðsluaðferðir
sem menga minna. Sveinn segir markmið Kyoto-samnings-
ins nást betur með þessum heimildum innan samningsins.
„Þetta er hvatning til fyrirtækja til að fara í umhverfisbætur,"
segir Sveinn.
Ekki tímabært tal Talsmenn álfyrir-
tækjanna á íslandi telja ekki tímabært að
tala um hvort til greina komi að fjárfesta
í mengunarkvóta frá öðrum löndum.
-v,
áásaiáaeji
arheimilda miðaði við í úthlutun
sinni síðasta haust.
Ef þau stóriðjufyrirtæki sem hug-
myndir eru uppi um að reisa myndu
sækja um losunarheimildir miðað
við fulla framleiðslugetu þeirra og
núverandi forsendur stjórnvalda
og heimildir, vantar rúmar 7 millj-
ónir tonna upp á að kvóti Islands
samkvæmt Kyoto-bókuninni dugi
þeim. Þarna er vísað til hugmynda
um stækkun álvers í Straumsvík,
álver í Þorlákshöfn, álver í Helgu-
vík, álver á Bakka við Húsavík, kís-
ilverksmiðju Tomahawk Develop-
ment í Helguvík og Olíuhreinsistöð
á Vestfjörðum. Öll þessi fyrirtæki
sóttu um losunarheimildir síðasta
haust, en álverin sóttu einungis um
heimildir sem dygðu fyrsta áfanga
álveranna. Þar sótti Helguvík til að
mynda um að fá 637 þúsund tonna
kvóta úthlutaðan, en þyrfti í raun í
framtíðinni um 1,8 milljóna tonna
kvóta miðað við fulla framleiðslu-
getu yfir fimm ára tímabil.
Framtíð Kyoto-sáttmálans
Framtíð Kyoto-bókunarinnar
ræðst ekki formíega fyrr en á fundi
í Kaupmannahöfn árið 2009. Þeg-
ar hafa þó aðildarríkin að sáttmál-
anum gefið til kynna að þau hygg-
ist draga verulega úr losun, eða
um allt að 40 prósent á næstu tólf
árum, eins og vísindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar leggur til. Þegar hefúr
ríkisstjórn fslands gefið til kynna að
hún hyggist fara eftir þessum tillög-
um í því skyni að koma í veg fyrir að
hlýnun lofthjúps jarðar fari yfir til-
tekin mörk.
Ómögulegt er að segja hver
stefnan verður í Kyoto-bókuninni
að svo stöddu. Stefnan er þó sú
að almennt verði dregið úr losun
gróðurhúsalofttegunda, en óvíst
er hvort Island fái undanþágu á
grundvelli þess að hagkvæmt þyk-
ir að starfrækja stóriðju hérlendis
vegna notkunar endurnýjanlegra
orkugjafa við framleiðsluna. Miðað
8 MILLJÓI SIIRTONNA
TILÁRSINS2012
ísland hefur heimild til að losa um 8 milljónir tonna koltvísýr- ings til ársins 2012 samkvæmt íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinn- ar. Þetta jafngildir um 1,6 milljónum tonna árlega að meðaltali. 250 þúsund tonna álver losar um 356 þúsund tonn af koltvísýringi árlega miðað við fulla framleiðslugetu. Samkvæmt Kyoto-sáttmálanum er aðilum heimilt að vinna sér inn losunarheimildir með því að vinna að verkefnum á sviði umhverfismála í þróunarlöndum. Ef kolaorkuveri væri skipt út fyrir vatnsafl gæti því fyrirtækið fengið þann ávinning sem hlýst af verkefninu í hendur. Þetta hefur gjarnan verið kallað CDM- ákvæðið, eða Clean Development Mechanism. Einnig er aðilum heimilt að kaupa losunarheimildir ifá erlendum aðilum.
FERÐ MILLI LANDSHLUTA
Ein ferð frá Reykjavík til Seyðisfjarð-
ar á bensínknúnum jeppa losar yfir
200 kíló af koltvísýringi.
FLUGFERÐTIL KAUPMANNA-
HAFNAR
Ferð til Kaupmannahafnar fram og
til baka losar um 230 kíló af
koltvísýringi á hvern farþega.
HEIMILD: ORKUSTOFNUN
við núverandi heimildir er þó ljóst
að fyrirtækin færu langt fram yfir
þær miðað við fulla framleiðslu-
getu.
Ekki tímabært að
tala um kaup
Talsmenn álfyrirtækjanna á fs-
landi telja ekki tímabært að ræða
um hvort til greina komi að fjár-
festa í mengunarkvóta vegna fyr-
irhugaðra framkvæmda. Erna Ind-
riðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa
Fjarðaáls, segir of snemmt að vera
með vangaveltur um koltvísýrings-
heimildir vegna byggingar álvers á
Bakka við Húsavík. „Málið er ein-
faldlega á undirbúningsstigi enn-
þá og hugsanlegt álver verður ekki
komið í gang fyrr en 2015," segir
Erna.
í sama streng tekur Magnús Þór
Gylfason, upplýsingafulltrúi Alcan,
sem segir ótímabært að velta þess-
um spurningum fyrir sér og segir
þurfa að horfa til þess hvað eigi sér
stað eftir árið 2012 þegar nýtt tíma-
bil Kyoto-samningsins tekur gildi.
Orkuveita Reykjavíkur hefur ekki unniö sér inn losunarkvóta:
Möguleikarnir til staðar hjá Orkuveitunni
Möguleikarnir til þess að verða sér úti
um losunarheimildir í tengslum við verk-
efni Orkuveitu Reykjavíkur eða tengdra fyrir-
tækja erlendis eru til staðar. Grundvöllurinn
er til staðar vegna grænnar vottunar Nesja-
vallavirkjunar, en samt sem áður eru verkefni
Orkuveitunnar ekki unnin samkvæmt CDM-
ákvæði Kyoto og því fær Orkuveitan ekki út-
hlutað losunarkvóta vegna þeirra.
Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður Orkuveit-
unnar, segir ekki hafa komið til álita enn sem
komið er að Orkuveitan hasli sér völl á þess-
um markaði. „Orkuveitan hefur ekki gert þetta
enn sem komið er, en það kann að vera að ráð-
legt sé að huga að því í framtíðinni, en þá svo
að kvótarnir verði nýttir í viðkomandi lönd-
um," segir Ásta.
Nýjasta verkefni Reykjavíkur Energy Invest,
dótturfyrirtækis Orkuveitunnar, snýr að nýt-
ingu jarðhita í smáríkinu Djíbútí, en raforku-
framleiðsla landsins byggist að miklu leyti á
olíu nú til dags. Að sögn Ástu er það ekki byggt
á CDM-ákvæði Kyoto-bókunarinnar.
Ásta segir stefnu Orkuveitunnar fyrst og
fremst að framleiða vistvæna orku og koma
henni til viðskiptavina sinna. Ásta segir það
svo hlutverk orkukaupendanna að verða sér
úti um losunarheimildir ef þess þarf.
Möguleikinn á að verða sér úti um meng-
unarkvóta í verkefnum Orkuveitunnar úti í
heimi til að selja þá hefur ekki komið til um-
ræðu innan stjórnar fyrirtækisins.
Græn vottun Nesjavallavirkjunar Orkuvelta
Reykjavíkur gæti hugsanlega fengið mengun-
arkvóta vegna verkefna sinna úti í heimi.