Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008
Helgarblað DV
Frændsystkyni öryggisvarðarins sem var í lífshættu eftir fólskulega árás í miðbæ Reykjavíkur fyrr í
april eru óttaslegin nálægt honum vegna þeirra áverka sem hann fékk. Móðir þeirra, Sunneva Jónsdótt-
ir, segir erfitt að útskýra fyrir börnunum að frændi þeirra hafi verið við dauðans dyr. Hún leggur áherslu
á að hvert slys og hver árás snerti ekki aðeins fórnarlambið heldur alla fjölskylduna. Blæddi 700 millilítra inn á
heilann Óttar Jónsson var lengi
mumm
K milli heims og helju eftir að
ölvaður viðskiptavinur 10-11 barði
liann í höfuðið með glerflösku
þannig að blæddi inn á heilann.
i--
ipb
05. WA
■ .'f mmsm s
’1. £ fíl
f* ■
•ýí: / . / y, y' ,
„Það varnæstum því
búið að myrða hann.
Það er ekki árásar-
manninum að þakka
að hann erálífi."
BORNIN HRÆDAST
F0RNARLAMBIÐ
ERLA HLYNSDÓTTIR
bladomaðut skrifar: erfa&dv.ls
„Yngsta dóttirmíner smeykvið hann
og sonur minn sem er að verða sex
ára þorir ekki að vera hjá honum.
Hann er auðvitað með hryllilegan
skurð á höfðinu," segir Sunneva
Jónsdóttir, systir Ottars Þórs
Ómarssonar, 21 árs öryggisvarðar
sem var í lífshættu eftir árás í
verslun 10-11 í Austurstræti
aðfaranótt sunnudagsins 6. apríl.
Hún segir erfitt að útskýra fyrir
börnunum að frændi þeirra hafi
verið við dauðans dyr: „Sonur
minn skilur þetta ekki alveg. Hann
veit bara að Ottar meiddi sig."
Óttar varð fyrir fólskulegri árás-
inni þegar hann var við vinnu.
Árásarmaðurinn barði hann í
höfuðið með glerflösku og voru
áverkar Óttars mjög alvarlegir. Á
slysadeild Landspítalans kom í
ljós að blætt hafði inn á heila og
var honum vart hugað líf. Um
700 millilítrar blæddu inn á heila
Óttars.
Lögregla hafði fjarlægt
árásarmanninn úr versluninni fyrr
um nóttina vegna óláta en um hálfri
annarri klukkustund síðar birtist
hann aftur og veittist að Óttari, að
því er virtist í hefndarskyni.
Þjáist af minnisleysi
og höfuðverk
„Það var næstum því búið
að myrða hann. Það er ekki
árásarmanninum að þakka að hann
er á lífl," segir Sunneva. Hún er afar
þakklát því heilbrigðisstarfsfólki
sem aðstoðaði Óttar við að halda
lífinu og segir lækninn sem sá um
bróður sinn hafa unnið kraftaverk.
Líðan Óttars er breytileg eftir
dögum. Hann er kominn heim
af spítalanum og býr hjá móður
sinni. Óttar getur lítið hreyft sig og
þreytist fljótt. Hann fær reglulega
höfúðverkjaköst og þjáist af
minnisleysi. Sunneva segir það
eðlilegt miðað við hversu stutt er
liðið frá árásinni og ekki endilega
til marks um að þessir kvillar komi
til með að hrjá hann til langframa.
Með dauðann við dyrnar
Sunneva segir frá því að síð-
ustu tvö árin hafi áföllin dunið yfir
fjölskylduna. „En ég hugsa oft um
Hrædd frændsystkyn Frændsystkini Óttars verða smeyk nálægt honum vegna
þeirra áverka sem hann hlaut við árásina. Þau gera sér illa grein fyrir hvað kom
fyrir frænda þeirra.
hvað við erum ofsalega heppin.
Maður getur ekki vorkennt sér þeg-
ar dauðinn er svona nálægt okkur.
Hann var þarna alveg við dyrnar,"
segir Sunneva.
Henni er mikið í mun að gefinn
sé gaumur að því að á bak við hvert
slys og hverja árás er ekki aðeins
fórnarlamb og persónulegur harm-
leikur þess, heldur heil fjölskylda:
„f fréttum kemur aðeins ffam að
einhver hafi slasast. Mér finnst
oft gleymast hvernig aðstandend-
um líður," segir hún; „Þetta snertir
okkur öll ákaflega mikið. Nú skilur
maður hversu mikils virði lífið er."
„Verður hann svona alltaf?"
Hún rifjar upp nýlegt slys á
Reykjanesbrautinni en fjölmörg
önnur höfðu þar áður átt sér stað.
Það var síðan ekki fyrr en þekktir
einstaklingar lentu í slysi sem far-
ið var að ræða við aðstandendur og
virkilega vekja athygli á alvarleika
málsins: „Að mfnu mati þarftu ekki
að vera frægur til að skipta máli.
Það eru líka öryrkjar, gamalmenni
og ungt fólk sem lendir í slysunum,
og þau eru alveg jafnmerkileg fyr-
ir það."
Einna erfiðastar fannst henni
stundirnar þegar Óttar var
nýkominn upp á gjörgæslu. Hún sá
að hann gat hvorld hreyft hönd né
fótlegg öðrum megin á líkamanum,
og ekki opnað annað augað: „Ég gat
ekki hugsað annað en: Verður hann
svona alltaf?" Fyrstusólarhringarnir
voru fjölskyldunni þungbærir.
„Hann datt reglulega í djúpan svefn
og við vorum í mikilli óvissu." Hún
segir saumana á sárum bróður síns
minna hana á árásina: „Auðvitað
þakka ég fyrir að ekki fór verr. Við
vitum vel hversu nálægt hann var
dauðanum."
Sunneva segir Óttar sjálfan
ekki tilbúinn til að fyrirgefa árásar-
manninum. Óttar vonar þó að sá
sem réðst á hann leiti sér sjálfúr
hjálpar til að geta lifað í sátt og
samfyndi við meðborgara sína.