Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 27
DV UmræOa
FMWMTUDAGUR 24. APR(L 2008 21
MYIVDIIM
Sumarið komið Sumarblómin blöstu við Ijósmyndara þegar hann bar að garði á Blómaverkstæði Binna í gær. Starfsfólk hafði í nógu að snúast enda
viðtekin venja hjá Islendingum að kaupa blóm á sumardaginn fyrsta til að koma sér enn frekar í sumarskap. DV-myndSigurður
i Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra fær
minusinn fyrir að halda illa á
spöðunum hvað vaktaskipulag
hjúkrunarfræðinga varðar.
SPURNINGIN
ER SUMARIÐ KOMIÐ?
Já, samkvæmt
almanakinuog
veðrinu sem er úti
núna. En við
þurfum ekki að blða
I marga daga til að
fá bakslagið því
spáin er ekki
sumarleg. Það er
alveg í takti við það
sem við höfum séð áður," segir Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur. I dag
er sumardagurinn fyrsti. Þrátt fyrir það
ætlarVeturkonungurekki að sleppa
takinu svo auðveldlega.
Hagræðing veruleikans
Er hægt að vera Evrópusinni,
hlynntur markaðsvæðingu og við-
skiptafrelsi en gjalda um leið varhug
við einkavæðingu og einkarekstri?
Vissulega er það hægt þó svo að
Evrópusambandið sé fylgjandi einka-
væðingu og einkarekstri líkt og Al-
þjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn hafa verið um langt skeið.
Fagnaðarerindið er vitanlega að koma
á samkeppni hvar sem því verði við
komið, neytendum og skattborgurum
til hagsbóta. Eða kannski hinum betur
megandi til hagsbóta.
Með þetta í huga gæti Guðfríð-
ur Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður
vinstri grænna, verið varaþingmaður
Samfylkingarinnar væri hún mikill Evr-
ópusinni. Hún skrifaði prýðilega grein
um „Sölu samfélagsins" í DV í gær.
Hafði orð á því hvernig frjálshyggju-
trúaðir stjómmálamenn pukrast með
einkavæðinguna og fela hana undir
nýjum hugtökum. Einmitt þannig er
hægt að stjóma umræðunni.
Endalok rétttrúnaðar
Einar Már Jónsson segir eitthvað
á þá leið í bók sinni „Bréfi til Maríu"
að einu megi gilda hvort vinstri- eða
hægristjómir séu við völd í Frakklandi
samtímans. Sú ríkisstjóm sem á eftír
komi sé ævinlega meiri frjálshyggju-
stjórn en sú sem á undan fari. „Byrjað
er á að undirbúa einkavæðingu rfkis-
fyrirtækja með því að gera á þeim ein-
hverjar takmarkaðar breytíngar sem
fara hægt af stað, fela einkaaðilum
einhvem hluta af starfsemi þeirra og
selja þau síðan smátt og smátt. Á leið-
„fslenska samfélagið hafði til
að mynda litla tilfinningu fyr-
ir ólögmætu samráði, sam-
særi gegn neytendum, fyrr en i
sá skilningur barst um miðj- J
an síðasta áratug til landsins _
með EES-samninqnum.“____________ '
JÓHANN
HAUKSSON
fréttamadur skrifar
inni em kannski gefnar hátíðlegar yf-
irlýsingar um að einkavæðingin verði
að sjálfsögðu mjög takmörkuð, en svo
em þau loforð svikin. Aðferðirnar em
fjölbreyttar." Einar Már er þarna að tala
um Frakkland en ekki ísland ef ástæða
er til að taka það fram.
Það er umhugsunarvert fyrir jafnað-
armenn eins og Guðfríði Lilju og Ingi-
björgu Sólrúnu ef rétt reynist sem Guð-
fríður hefur upp úr kanadískri skýrslu:
„Verkefrtí einkaframkvæmda hafa
aukið ójöfnuð... laun stjórnenda hafa
hækkað... lýðræðislegu eftírlití hefur
verið fórnað fyrir viðskiptaleynd. Mik-
ill kostnaður hefur leitt til niðurskurðar
á þjónustu og minnkaðs aðgengis."
Finnsld prófessorinn Markus Lah-
tinen bendfr einmitt á að dregið hafi
úr gæðum heilbrigðisþjónustu með
því að innleiða útboð, samkeppni og
einkarekstur í finnska heilbrigðiskerf-
ið. Þetta ætti Guðlaugur Þór Þórðar-
son heilbrigðisráðherra að hafa í huga
áður en hann hrekur fleiri góða emb-
ættísmenn af höndum sér. Sannarlega
getur einn góður embættismaður verið
verðmætari fyrir almenning en tíu ráð-
herrar sem koma og fara.
Siðbótin kemur að utan
Úr því Guðfríður Lilja minnist á
sjálfa orðræðuna má einnig benda á
hugtakið einkavinavæðingu sem hef-
ur fengið alveg sérstakan hljómgrunn
í málvitund þjóðarinnar. Hugtakið er
eins og verkfæri sem höndin grípur
um. Það er hægt að nota það til ákveð-
inna verka við að skýra vanþróuð ís-
lensk stjórnmál og jafnvel viðskipta-
líf sem á erfitt með að halda þræði
og fylgja prinsípum. Þetta er ekld illa
meint. íslenska samfélagið hafði til að
mynda litla tilfinningu fyrir ólögmætu
samráði fyrr en sá skilningur barst um
miðjan síðasta áratug til landsins með
EES-samningnum um að tíl dæmis
olíusamráð væri ólöglegur glæpur og
þjófnaður úr vösum almennings.
Að sama skapi hefur Islendingum
nú borist ný skýrsla þar sem fjallað er
um múmbrot í þessu landi. Sérfræð-
ingar GRECO-nefridarinnar í Strass-
borg, sem vinnur gegn spillingu í að-
ildarrikjum Evrópuráðsins, furða sig á
því að í nútímasögu íslands hafi dóm-
stólar aðeins dæmt einn mann fyrir
mútubrot. Eitt brot í 10 ár eða meira!
Enda mælist nefndin til þess við stjóm-
völd að þau lítí í eigin barm, herði refs-
ingar við múrnbrotum, þjálfi lögreglu
og saksóknara til verka og auki þannig
reynslu dómstóla. Nefndin vill meira
að segja að hegningarlög um múm-
brot nái tryggilega til þingmanna úr
því sá eini, sem dæmdur hefur verið í
nútímasögu þjóðarinnar, var dæmd-
ur sem opinber starfsmaður í embætti
formanns byggingarnefndar Þjóðleik-
hússins en ekki þingmaður.
k..
Ásgeir spáir í það hvað
löggur geta verið mikil fífl
MERKILEGT hvað margir halda
að ef löggan lemur einhvern að
hann eigi það
endilega skilið.
I fréttafluttn-
ingi Stöðvar 2 í
gær varpar Lára
Omarsdótt-
ir fram sinni
persónulegu
skoðun um að
lögreglan hafi
varla getað gert neitt annað en
að bregðast við mótmælum með
ofbeldi og piparúða. Hvaða rugl
er þetta?
EITT SINN var ég staddur í gleð-
skap sem fór úr böndunum. Ég
hafði eytt klukkutíma í að reka
alla út og hreinsa húsið. Þeg-
ar ég og fimm aðrir erum eftír
mæta tveir lögregluþjónar með
dónaskap og læti og segja öllum
að drulla sér út. Ég útskýrði fyrir
þeim aðstæður og bað þá um að
yfirgefa húsið enda óboðnir og
klukkutima of seinir. Þeir neita
að fara og hreyta í mig allskyns
ónotum þangað til ég bregst við í
sömu mynd.
þAstekkur annar þeirra á mig
og reynir að snúa upp á hand-
legginn á mér. Hinn hoppar á
bak mér og krækir handjárnum í
munnvikið á mér. Þarna hossast
þeir á mér fullorðnir mennirn-
ir og ég nýorðinn 18 ára. Þegar
þeir ná mér ekki í gólfið eftir um
það bil mínútu hættir skyndi-
lega árásin og ég rétti úr kútnum.
Þegar ég leita eftír svörum hjá
þessum háttvirtu lögregluþjón-
um sagði annar þeirra orðrétt,
„Hvað, ég sá ekki neitt."
EFTIR ÞETTA hringdi ég í 112 til
að tilkynna um líkamsárás því
lögregluþjónarnir stóðu þarna
eins og aular og neituðu enn að
fara. Um leið og ég tilkynnti þeim
hjá 112 að árásarmennirnir væru
lögregluþjónar var skellt á mig.
Að öllu gríni slepptu, Neyðarlín-
an skelltí á mig. Skömmu síðar
voru átta lögregluþjónar í við-
bót mættir á staðinn og Anger
Management-pakkinn tekinn
á mig. Þegar ég bað þá um að
taka skýrslu var mér sagt að róa
mig eða vera handtekinn. Áfram
ísland og allir uppgjafaíþrótt-
mennirnir og fyrrum dyraverð-
irnir sem hópast í lögguna.
HP fartölvur virka
m
"T£4.900-
HP PAVILION dv6623
Tveggja kjarna AMD 1.9Ghz örgjörvi, 2GB
vinnsluminni, 250GB geymslupláss og nVidia
GeForce 8400 skjákorti. Innbyggð vefmyndavél,
Altec Lansing hátalarakerfi, bluetooth, fjarstýring
og HDMI. Windows Vista Home Premium
stýrikerfi.
154.900-
HP PAVILION dv6680
Tveggja kjarna Intel T7500 2.2Ghz örgjörvi,
2GB vinnsluminni, 250GB geymslupláss, nVidia
GeForce 8400 skjákort. Sjónvarpskort ásamt
fjarstýringu fylgir. Innbyggð vefmyndavél,
bluetooth og HDMI tengi. Windows Vista Home
Premium stýrikerfi.
Þegar þú kaupir fartölvu frá HP eignastu tölvu sem
endist. HP fartölvur eru þær mest seldu í heiminum
i dag, enda gæði og þjónusta í fyrirrúmi.
Gögnin, vinnan og samskiptin eru á öruggum stað
í HP fartölvunni þinni. HP - þín framtíð.
svan)
tækni
SVAR TÆKNI - SÍÐUMULA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS