Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008
Umræða DV
HVAÐ BAR HÆST í VIKUNNI?
Harðar aðgerðir lögreglu
„Ég er eiginlega bara í sjokki yfir
fréttunum sem ég var að heyra. Lögreglan
að nota piparúða á vörubílstjórana og
mótmælendur. Mér finnst löggan ganga
aðeins of langt í þessum málum núna. Það
er gott að einhver tekur loksins af skarið og
mótmælir fyrir alvöru. Þetta er eins og úti
í heimi. Allir eru voðalega hissa og finnst
bfistjóramir einhverjir trúðar en þetta er
það sem gerist og gengur. Þótt það sé erfitt
að hafa stór orð um lögguna finnst mér
þetta aðeins of langt gengið.
Hjá mér ber hæst leiksýninguna Mamma-
mamma sem ég er í hverja helgi. Það er
afrek út af fyrir sig að sýna það. Við erum
með aðeins nokkrar sýningar í viðbót og
ég hvet fólk til að koma og sjá áður en við
hættum að sýna. Síðasta sýningin er 11. maí
næstkomandi."
Birgitta Birgisdóttir, ieikkona
Átta mig ekki
á mótmælunum
„Maður er alltaf að heyra fféttir um
þetta ástand á fjármálamörkuðunum. Það
virðist nú ekki vera bara bundið við okkur á
íslandi, heldur alls staðar í kringum okkur.
Það er alltaf verið að tala um að við séum í
sérstaklega slæmri stöðu. Raunin er að það
virðist ekki bara eiga við um okkur á þessu
skeri heldur um allan heim. Svo virðist
endalaus umræða vera um inngöngu í ESB
og upptöku evrunnar. Á þeim tímapunkti
þegar allt lék í lyndi var enginn að tala um
það. Svo á það alveg að bjarga okkur núna
þegar allt stendur upp í bólið hjá okkur.
Um vörubflamótmælin er það að segja
að ég átta mig ekki alveg á þeim lengur. Það
vita allir að eldsneytisverð hér er ekki með
því hæsta í heiminum. Fólk verður bara að
sætta sig við að það kemur ekki til með að
lækka, það kemur til með að hækka. Sama
hversu mikið menn mótmæla. Þetta kemur
illa við budduna hjá öllum."
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins
Sumarið að koma
„Það eru eiginlega tvö atriðið sem
standa upp úr í vikunni. Hið fyrra er að
sumarið er að koma af fullum krafti.
Þegar himnamir opnuðust og landsmenn
böðuðu sig í sólaryl alls staðar á landinu og
ekld síst í höfuðborginni og vestan til. Það
er alltaf gaman þegar maður sér vorboða
í kortunum. Með því kemur vonin. Maður
finnur á fólki að þetta hefur gríðarleg áhrif
á andlega h'ðan.
Hitt atriðið er þessi sorgarsaga um að-
gerðaleysi ríkisstjómarinnar. Fyrir ári stóð
Geir H. Haarde fremstur frammi fyrir þjóð
og sagði að varðveita þyrfti stöðugleika í
landinu. Nú hafa þeir komið árinni þannig
fyrir borð að þeir em úrræðalausir. Og þeir
hafa stýrt málum þannig að þeir virðast
enga lausn hafa. Fólkinu í landinu blæðir
og svíður. Þetta er mikil sorgarsaga."
Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur
Upptekin af
efnahagsástandinu
„Eins og eflaust flestir hefur maður
verið svobtið upptekinn af mnræðunni
um efnahagsástandið. Við mættum svo
sannarlega aðeins hægja á allri neyslu. Á
sama tíma finnst mér hættuleg þessi mikia
svartsýna umræða vegna þess að hún
dregur úr okkur kraftinn frekar en að koma
með hugmyndir og tfilögur að því hvemig
við getum farið á flug aftur.
Síðan finnst mér orðið tímabært að
taka höndum saman og fara að hugsa af
alvöru um hvemig við getum varðveitt og
gert upp gömlu húsin okkar í miðbænum.
Þau em mörg hver í vondu ástandi og
það er mjög auðvelt að gera þau falleg.
Þannig er líka hægt að varðveita söguna
í arkitektúr fyrir komandi kynslóðir.
Torfan við Lækjargötu er gott dæmi um
vel heppnaðar endurbætur. Á sínum tíma
trúðu margir ekki að hægt væri að gera
neitt úr þeim kofum sem fyrir vom."
Valgerður Matthíasdóttir, arktitekt og
sjónvarpskona
HÁGÆÐA ETANÓL ELDSTÆÐI ENfirS
LANDSINS MESTA ÚRVAL AF ETANÚL ELDSTÆÐUM I 6LÆSILEGRI VERSLUN
YLIEIIR
fyrin heimiliö
Bæjarlind 2 - 201 Kópavogur - S:564 5700
blomus conmoto safretti www.ylur.is