Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 Helgarblaö DV Bjarni Skúli Ketilsson er starfandi mynd- listarmaður í Hollandi. Bjarni hefur lent í ýmsum ævintýrum þar í landi, góðum og slæmum. Árið 2000 bjó hann í bænum Ens- chede en 13. maí það ár kviknaði í flugelda- verksmiðju bæjarins. Tuttugu og fjórir lét- ust. Bjarni og eiginkona hans, Arianne Bos, misstu húsið sitt og innbú og Bjarni slasaðist þó nokkuð. Þessa lífsreynslu hef- ur Bjarni nýtt sér í sköpun sinni. Tuttug- asta og sjöunda apríl opnar Bjarni Skúli sýningu í Listasafni SkagaQarðar. Gunnar Hólmsteinn Ársœlsson blaðamaður spjall- aði við Bjarna Skúla á dögunum. Söngavakeppnin Eurovision var haldin þennan dag, 13.maí árið 2000. Þetta er jafnframt dagurinn sem gerbreytti lífi Bjarna Skúla Ketilssonar myndlistarmanns og hollenskrar eiginkonu hans, Arianne Bos, í heimabæ þeirra, Enschede í Hollandi. Þá kviknaði í flugeldaverksmiðju bæjarins og hún sprakk í loft upp með hörmulegum afleiðingum. Stór hluti bæjarins, þar sem búa 150.000 manns, eyðilagðist í sprengingunum sem voru tvær. BjarniSkúli, semgetureinnignotað atvinnuheitið „skólalistamaður" er nú staddur hér á landi og opnar um næstu helgi sýningu á verkum sfnum sem ber heitið „Enn mun reimt á Kili" íListasafiiiSkagafjarðar, ítengslumvið Sæluvikuna á Sauðárkróki. f viðtali við DV segir Bjarni Skúli eða „Baski" eins og hann kallar sig sem listamann, frá afleiðingum atburðanna í Enschede, hausaþurrkun á Bolungarvík, listum og starfi í Hollandi, samsldptum þjóðemishópa þar í landi og fleiru. En hverfum fyrst aftur til 13. maí fyrir átta árum, atburðasemurðuvendipunktur í lífi Bjama og Arianne. Þeyttist á vegg „Ég var að koma heim þennan dag og ég man að það var gríðarlega heitt, eða um 30 gráður," segir Bjami Skúli. „Göturnar vom fullar af fólki og mér var sagt að það hefði kviknað í flugeldaverksmiðju bæjarins. Ég fór heim og náði í vídeóvélina mína og fór að mynda. Maður sá náttúrlega mest flugelda, sem þeyttust upp í loftið og mikinn reyk. Ég myndaði þetta allt saman, en einnig fólkið sem var þama á götunum, sem vtir bara svona að fylgjast með því sem fram fór. Allt í einu verður þessi hrikalega sprenging, með ofboðslegri höggbylgju, sem þeytir mér sjö til átta metra vegalengd og ég lendi á steinvegg,” segir Bjami Skúli og augu hans leiftra, enda atburður sem hann gleymir seint „Það rigndi síðan þakplötum og braki yfir allt og alla, ég missti meðvitund smástund. Þegar ég rankaði við mér úr rotinu fann ég að það blæddi úr öðrum fætinum og ég var með smáskrámur hér og þar. Einnig fann ég nokkuð til í bakinu. Ég skrönglaðist heim og mætti Arianne í dyrunum á húsinu, sem við leigðum. Hún var kasólétt, komin á steypirinn." Húsþakiðfóraf „Arianne sagði mér að fara og ná í möppumar með öllum tryggingapappírum og slíku, hún sjálf var búin að safna saman öllum „Muslimgirl" Músllmsk stúlka, einn af nemendum Bjarna Skúla ÍHollandi, vinnur að mósalklistaverki sem Bjarnl Skúli setti upp I skóla I Hollandi. myndaalbúmunum okkar. Það var eins og hún fyndi eitthvað á sér. Á þessu augnabliki varð önnur sprenging, mun öflugri en sú fyrri og ég hreinlega kastaðist inn í húsið. Ég stóð upp, brölti upp stigann, upp á efri hæðina og þá sá ég bara í bláan himin, þakið hafði hreinlega þeyst af í sprengingunni. Ég fann það sem ég leitaði að, en þá var það efst í huga okkar að koma okkur burtu og við hlupum út í b£l. Á honum vom öll dekkin sprungin, bíllinn sjálfur dældaður vegna þrýstingsins og rúðurnar í molum. Ég sparkaði ffamrúðunni hreinlega út, enda lítið gagn í henni," segir Bj arni Skúli og hlær kaldhæðnislega, enda ekki atburður sem gefur beint tilefiú til hláturs. „Við keyrðum engu að síður af stað, þrátt fyrir ástand bílsins og keyrðum fram á konu og slasaðan dreng hennar. Við keyrðum þau á sjúkrahús, enda drengurinn skorinn og slasaður." Tuttugu og fjórir létust Myndband Bjarna af þessum atburði er einstakt og hefur margoft verið sýnt í hollenska sjónvarpinu. Á því sjást einstakir hlutir segir Bjami Skúli. „Lögreglumenn sem hafa notað myndbandið og skoðað það ramma fyrir ramma, vegna rannsóknar málsins, hafa sagt mér að það sjáist til dæmis þegar rúður í húsum þrýstast út í staðinn fyrir inn. Orkan í þessum sprengingum var svo gríðarleg." f þessum hörmulega atburði létust tuttugu og fjórir íbúar bæjarins, þar af átta slökkviliðsmenn sem vom við skyldustörf sín. Um sex hundmð manns slösuðust, þar af fjömtíu mjög alvarlega. Sá hluti bæjarins sem varð verst úti leit út eins og gerð hefði verið sprengjuárás á hann, enda reikaði hugur manna aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar og loftárása Bandamanna á Holland, meðan landið var hernumið af Þjóðverjum og Þriðja ríki Adolfs Hiders. Fær afturhvörf til atburðarins Fimmti hryggjarliðurinn í Bjama Skúia féll saman við slysið, taugar klemmdust og fleira þess háttar. f tvö ár var Bjami Skúli í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Arianne slapp betur og slasaðist ekki neitt. Sem betur fer, því hálfum mánuði síðar fæddi hún frumburð þeirra, dreng sem síðar var skírður Waldi. Eftir þetta hafa þau eignast tvö börn til viðbótar, Viktor sem er 5 ára og Önnu sem er þriggja ára. Eðlilega varð Bjarna Skúla lítið úr verki á því tímabili sem hann var í meðferð vegna slyssins, en hann vann úr áhrifum þess meðal annars með því að skoða myndir úr albúmunum, sem Arianne tók með sér úr húsinu, sem var gjörónýtt. „Myndimar hjálpuðu mér mj ög mikið, einhvem veginn náði ég að slaka á við að skoða þær, þetta var eins konar „myndþerapía", segir Bjami Skúli. „En ég fékk „flashback", aftuhvarf til atburðarins, því hef ég ekki sloppið undan," segir hann. Bjami hafði búið í Enschede ffá árinu 1996. Eftír slysið fluttust þau til bæjarins Deventer og settust þar að. „Síðan þá hefur eiginlega allt gengið upp," segir Bjami Skúli. Köllunin kom á Bolungarvík! Bjarni Skúli er fæddur og uppalinn á Akranesi og gekk þar í grunnskóla. Snemma varð það ljóst að drengurinn var gæddur miklum myndlistarhæfileikum. En hvemig stóð á því að myndlistin varð fyrir valinu? „Það var þannig að ég var að vinna á Bolungarvík, sem mér finnst einn af fallegustu stöðum á landinu, en þessa vikuna - þetta var veturinn 1993, var mjög h'tíð fi'skirí og við fengum það verkefni að seila hausa, eins og það er kallað, en þá em þeir dregnir upp á band og síðan hengdir til þurrkunar. Hausamir vom úldnir og ógeðslegir. Við hentum hausunum á hjallana og það var kafaldsbylur, mikið vetrarveður. Við sátum þama sex kallar á vömbílspallinum í hnipri í kuldanum og þá varð einum þeirra að orði þegar hann leit yfir þennan hóp skjálfandi manna; „Það er á svona stundum semmaðurhugsar að maður hefði betur gengið menntaveginn." „Rekstur" eftir Bjarna Skúla Á myndinni sér hann fyrir sér fjárrekstur þeirra Reynistaðabræðra en sagan um þá er hugmyndin að sýningu Bjarna Skúla. Steig skrefið til fulls „Og þetta var alveg rétt hjá manninum," segir Bjami Skúli. „Þetta var ekki alveg framtíðin, ég áttaði mig á því þama uppi á vömbflspallinum. Þetta varð til þess að ég ákvað að stt'ga skrefið til fulls, ég hafði verið á myndlistarkúrsum og slíku, en nú fannst mér kominn tt'mi til þess að gera eitthvað í málinu." Leið Bjama lá í Myndlista- og handíðaskólann í módelteikningu. Síðar fluttí Bjami Skúli sig um set til Akureyrar, þar sem hann lærði í tvö ár. „ÞarvarégundirleiðsögnGuðmundar Ármanns, eða Gármanns, eins og hann er kallaður. Það var frábær tími og þar lærði ég mjög mfldð; tækni, litablöndun, „lesa" málverk og enn meiri módelteikningu. Sem er gríðarlega mikflvæg, hún er eiginlega allt; formin, stellingar, vigt, myndbygging, fjarlægðir og fleira." Dró eiginkonuna til heimalandsins En hvaðan færð þú innblástur? Nú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.