Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 56
4, * KORT KORT FYRIRALLA ALLTARIÐ Básar við Grafarholtsvöll 110 Reykjavík • Sími 555 7202 www.basar.is minutur Öll vitum við að það getur tekið tíma að ná sér á strik eftir langa vetrarpásu. Hvernig líst þér á að halda þér í formi allt árið um kring. Básar er glæsilegt æfingasvæði fyrir alla kylfinga, þar sem hægt er að æfa sveifluna með fyrsta flokks æfingaboltum. Svæðið er upplýst og þar er fjöldi skotmarka til þess að æfa allar kylfurnar í pokanum. Komdu þegar þér hentar, það er alltaf laust pláss. SILFUR Þú finnur opnunartímann í Básum á www.progolf.is ■ ■ • - t fm ff jjr - L i PB | sf ■ JSK— 1 V r ] 0SwÖsÍÍr * • ■ ^ -■ 10 1 * * 1 51 DV Helgarblaö FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 57 H + Bjargey Aðalsteinsdóttir B.Ed, MA hefur ver- ið virk í líkamsrækt síðan hún var 12 ára. Hún er vinsæll námskeiðahajdari og fyrirlesari um heilsueflingu. En í viðtali við Sirrý segir hún frá því að stundum langar hana að hætta og snúa sér að öðru, þvf það er eins og fólk hlusti ekki, fitufaraldur herjar á þjóðina. Hún gefst þó ekki upp og kennir fólki að framleiða hamingjuhormón og að halda í kvenleikann og karlmennskuna. Þrátt fyr- ir ljúfa og hvetjandi framkomu er Bjargey óhrædd við að segja sannleikann. „Ég get bara grátið yfir ástandinu. Jafn- vel aðeins um fertugt eru sumar konur í svo slæmu formi að þær geta ekki farið í fjail- göngu eða göngutúr. Og þær nota allar af- sakanir í heimi til að þurfa ekki að hreyfa sig . Þeim er illt í bakinu, alltaf uppteknar, það er svo mikið að gera, þeim er illt hér og þar. Þetta eða eitthvað annað er notað sem afsök- un fyrir því að hreyfa sig ekkert. í stað þess að hugsa um leiðirnar sem hægt er að fara og hvemig má laga heilsuna. Það má finna margar lausnir ef orkan fer ekki öll í að finna afsakanir fyrir ástandinu. Mín skoðun er að þjóðin verður að taka sér tak. Við höfum betri líkamsræktaraðstöðu en nokkru sinni áður, við höfum göngustíga og hjólastíga en erum samt að fitna. Það er eins og of fáir nýti sér þetta eða hreyfi sig of sjaldan. Við erum kannski alltaf að flækja hlutina. Við verðum að fara upp úr sófanum og taka af skarið. Sumir kaupa bara réttu græjurnar en hafa svo allar afsakanir til að hreyfa sig ekki." Vorið er tíminn til að byrja „Nú er tíminn til að byrja. Það er nóg að hreyfa sig í 30 mínútur á dag. Ef maður ger- ir það í viku finnur maður alveg ótrúlegan mun. Það er Iíka gott ráð að halda dagbók þegar maður er að byrja. Þá sér maður að 30 armbeygjur, göngutúr, vatnsdrykkja telur allt. Þetta safnast saman og fólki fer fljótt að líða betur. Litlu hlutirnir skipta máli eins og að leggja langt frá búðinni og bera pokana, það er gott fyrir vöðvana. Hvers vegna ekki að prófa í viku? Ég fann fyrir ólgu yfir íslandi strax árið 2000 og talaði um að ójafnvægi væri að koma yfir landann. Og hvað hefur svo gerst? Lyfjakostnaður hefur hækkað um milljarð á milli ára. Það er mikil streita í gangi, hraði og græðgi. Þetta eykur hjónabandserfiðleika og fólk er í ójafnvægi. Þetta hefur svo áhrif á heilsuna. „Offitufaraldur á íslandi" var fýrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins nýlega. Það höfum við aldrei séð áður. Margir taka ekki offitunni sem aðvörun. Ef fólk gerir ekkert í sínum málum fylgja þessu svo margir kvillar. Offitu fylgir álag á hnén og fólk fer þá enn síður í gönguferð. Það verðurbjúgsöfnun, blóðþrýstingur hækkar og sykursýki tvö eykst. Fólk fer að hlífa sér, halda sig innandyra og er óánægt með sig. Þunglyndi vex í kjölfarið." Ráð til úrbóta „Það er farsælast að byrja smátt og taka þetta af skynsemi. Fólk verður að leyfa sér eitthvað og fara ekki í ýkt átak. Það þarf að skoða mataræði og breyta til dæmis úr ný- mjólk í léttmjólk, drekka meira vatn, auka hreyfingu og setja sér raunhæf markmið. Eft- ir þrjár vikur verða þessar breytingar orðnar að vana. Gott er að þaldca fýrir það góða í líf- inu og temja sér jákvætt hugarfar. Það er mikilvægt að segja: „Ég er heil- brigð." „Ég er úti að ganga." „Ég er..." eitthvað . jákvætt í stað þess að rífa sig niðúr og segja ■ „Ég er of feit". Og við þurfúm að virða IÍ&-L -.-yír . Fólk þarf að finna hreyf- ingu sem því finnst skemmtileg. En mataræðið ergríðar- lega FJÖLGUM HAMINGJUHORMÓNUM Fleiri konur en Sirrý hafa heillast af boðskap Bjargeyjar og hvatningu hennar til fólks um að taka ábyrgð á eigin heilsu og vinna í því að fjölga hamingjuhormónunum til dæmis með hreyfingu og dansi. Þær voru nýlega með 20 konur á námskeiðinu„Ný og betri“ áTenerife. það að við erum einstaklingar og það sama hentar ekki öllum. mikilvægt. Ef maður borðar mat með miklum gerviefnum fer heilsan að gefa sig. Fólk fer að fá verki í liðina, það sefur illa. Það má til dæmis nefna að í Iitlum súputeningi er MSG og skyndibitar og mikið unnar matvörur eru oft með aukaefnum sem gera okkur ekk- ert gott. Ég kenni fólki að spyrja sig alltaf: Er ég að byggja mig upp eða brjóta mig niður? Deepak Chopra segir: „Við erum fljót en ekki grjót." Það þýðir að við erum alltaf að end- urnýjast. Það tekur líkamann 11 mánuði að endumýja sig alveg! Við getum alveg hugsað að þessi dagur sé fýrsti dagurinn í nýju lífi. Það er ekki of seint að taka sig í gegn og byrja að byggja sig upp." Lyf til að deyfa „Það er svo ríkjandi í nútímanum að deyfa tilfinningar í stað þess að takast á við þær og kryfja hlutina. Það er fljótlegt að taka bara inn lyf ef eitthvað bjátar á. En gleymum því ekki að lífið er hlátur og grátur, dagur og nótt og við þurfum að sætta okkurvið það að fara í gegnum alls kyns ferli. Það er ekkert óeðlilegt við það að líða stundum illa. En það em góðar fréttir að líkamsræktar- stöðvar em að vinna í því að auka samstarf við lækna og í framtíðinni eiga þeir ömgglega eftir að getað ávísað „heilsuseðlum" í stað þess að skrifa alltaf upp á lyfseðla. Þá mun fólk vonandi geta nýtt heilsuseðlana í líkams- rækt en ekld bara lyfseðla í apótekum. Það hefur verið svo mikið peningaflæði á íslandi og nautnaseggir hafa komist í feitt. Nóg hefur verið af óhófinu. Á vinnustöðum er víða tíðkað að hafa kaffihlaðborð á föstudögum. Þetta em oft kræsingar sem myndu sóma sér vel sem hlaðborð í fermingarveislu. Fólk er þama að borða kolvetni og sykur klukkan 10 að morgni. Það eykur á slen og kallar á löngun í meiri sykur og kolvetni yfir daginn. Þetta er mjög óhollt. Nær væri að bjóða oftar upp á djúsdrykki og ávaxtaborð. Og gleymum ekki vatninu. f einu kókglasi em 120-150 kaloríur og sumir fá sér alltaf aftur í glasið. Maður fær ekkert út úr þessu nema kaloríur. Við eigum vissulega að vera þakklát fyrir hlaðborð lífsins en við emm bara komin á kaf í græðgi." Streitan fitandi „Margar konur hafa ótrúlega mörg hlutverk og finna fyrir mikilli streitu, svo skilja þær ekkert í því af hverju þær tútna út og fitna til dæmis um magann. Þar koma streituhormón við sögu. Líkaminn framleiðir bæði góð og slæm hormón en hormón eru efnasambönd sem líkaminn framleiðir í sérstökum kirtlum og líffærum. f lifrinni framleiðir Iíkaminn vonda hormónið cortisol og þegar við emm alltaf undir álagi og stressi er cortisol stöðugt að aukast. Við tökum ekki hvfldardaginn heilagan og hlustum ekki á þörf okkar fyrir hvfld. Og hvað gerir svo cortisol? Jú, hægir á fitubrennslu, eykur matarlyst og fita safnast á maga og mjaðmir. Við þurfum að finna leiðir til að slaka á. Mér finnst mikil hvfld f því að skrifa. Ég er mikið fýrir að skrifa dagbækur. Sumir slaka á við að teikna, hlusta á tónlist, syngja, dansa. Við höfum gott af að hlæja meira og líka að staldra við og skipta um sjónarhorn. Þá framleiðum við góð hormón." Hamingjuhormónin seratónín og dópamín „Þunglyndislyf miða að því að auka seró- tónín í líkamanum. Það er kailað hamingju- hormón. Serótónín dregur úr matarlöngun og hefur þau áhrif að þér líður betur, sefur betur og það dregur úr þunglyndi. Við getum sjálf aukið seratónínframleiðsl- una í heilanum. Það er gert með til dæmis snertingu, faðmlögum, með því að tala sam- an, syngja og dansa, borða góðan mat og sinna einhverju af ástríðu. Dópamín er annað vellíðunarhorrpón. Karlmenn þurfa sannarlega á dópamíni að halda til að viðhalda karlmennskunni. Þeir geta aukið framleiðslu á þessu vellíðunar- hormóni með því að fara í fótbolta og aðra boltaleiki, box og golf. Þetta hormón eykst líka við fullnægingu. Mikil streita minnkar framleiðslu dópamíns. Ef við lærum inn á líkamann og erum í tengslum við tilfinningar okkar getum við fundið betur þegar depurð herjar á okkur og þá er á okkar valdi að bregðast við og fram- leiða meira vellíðunarhormón. Líkamsrækt er sannarlega leið til að auka góð hormón. En við eigum að draga úr streitu og forðast þannig vonda hormónið cortisól." Tveir karlmenn i sambandinu? „Á námskeiðum mínum og fyrirlestrum hvet ég konur til að halda í kvenleikann og leggja rækt við kvenlegu hormónin. Við þurf- um að leggja rækt við að hreyfa oklcur kven- lega og fallega. Þetta segi ég hiklaust við kon- ur í tímum hjá mér. Við þurfum að muna eftir varahtnum og klæða okkur kvenlega. Því ég get stundum séð á konum hvað þær hefðu gott af því að rækta konuna í sér, sleppa því að stjórna allaf, gefa eftir og leyfa öðrum að stjórna líka. Og karlmenn þurfa að framleiða dópamínhormón, rækta karlmennskuna og sinna því sem veitir þeim útrás og ánægju. Það eru allt of margir karlmenn orðnir linir og ókarlmannlegir. Viljum við hafa tvo karl- menn í sambandinu? Eða karlmannlega konu og kvenlegan karl? Það er ekki það sem við viljum. Þetta með hugarfarið og hvernig við sinn- um okkur hefur mikið að segja fýrir heilsuna og líkamann. Til að vera hraust þurfum við að sinna okkur bæði andlega og líkamlega. Og ég trúi því að það góða sem þú sérð í öðrum ert bara þú! Það slæma sem þú sérð við ann- að fólk er líka bara þú! Þegar eitthvað pirr- ar mann við annnað fólk speglar það mann sjálfan. Og þegar maður dáist að fólki er það vegna þess að það speglar eitthvað gott í manni sjáífum. Sá sem talar illa um maka sinn segir margt um sjálfan sig. Ég trúi því að það sé ósýnileg orka í um- hverfinu. Og við þurfum að hlusta vel á hjart- „ÉG GET BARA GRÁTIÐ YFIR ÁSTAND- INU. JAFNVEL AÐEINS UM FERTUGT ERU SUMAR KONUR í SVO SLÆMU FORMI AÐÞÆRGETAEKKI FARIÐ í FJALLGONGU EÐA GÖNGUTÚR. OG ÞÆRNOTAALLARAF- SAKANIR í HEIMITIL AÐÞURFAEKKIAÐ HREYFA SIG. ÞEIM ER ILLT í BAKINU, ALLTAF UPPTEKNAR, ÞAÐ ER SVO MIKIÐ AÐ GERA, ÞEIM ERILLT HÉR OG ÞAR" að eða verndarenglana okkar þarna úti til að líf okkar verði gott. Allt sem við hugsum og ’ allt sem við borðum hefúr áhrif á heilsuna. Góðar hugsanir hafa áhrif á Iíkamann. Hið andlega hefur áhrif á heilsuna." Madonna fyrirmyndin Bjargey er 44 ára og móðir þriggja drengja en unglegri og frísklegri en margar mun yngri konur. Hvemig sinnir hún sjálfri sér? „Madonna er fyrirmynd mín. Hún er á fimmtugasta ári og er sáttari við sig en þegar hún var ung. Hún er ótrúlega öguð og spáir mikið í andléga hlutí og mataræðið. Madonna stundar jóga og pilates. Ég sé sjálfa mig í mörgu hjá henni. Eg er til dæmis öguð og maðurinn minn hlær stundum að því að ég get átt súkkulaðistykki í viku. Tek bara einn bita á dag. Ég les mikið, fer reglulega í göngutúra, passa að fá góðan svefri, drekk aldrei meira en tvö glös af víni. Ég er með jógadýnur bæði uppi og niðri í húsinu mínu og líka í sumarbústaðnum. Svo geri ég 100 magaæfingar á dag og 30 armbeygjur. Þetta er mín daglega rútína. Ég er ekkert ýkt í mataræðinu, borða fitu, kolvetni og prótein. En ég held mig frá gerviefnum í mat. Ég hugsa daglega um að byggja mig upp frekar en brjóta mig niður. Ég fæ mikið út úr því að horfa á fýndnar bíómyndir uppi í rúmi og hlæ mér til heilsu- bótar. Það er óhætt að segja að við hjón- in séum dugleg að rækta samband okkar og ég er óhrædd við að segja hvað ég þarf og hvað ég vil. Þorsteinn Guðjónsson, maður- inn minn til 15 ára, segir að ég sé dugleg við að setja sambandið á hærra plan. Þetta hefur góð áhrif á heilsuna og allt líf okkar. Og ég trúi mikið á að maður eigi að gefa af sér og maður fái það til baka. Þetta hef ég sannreynt. Þegar maður gefur meira en venjulega til dæmis í þjórfé eða annað kem- ur eitthvað gott til manns þann daginn. Við erum alltaf að fá góð skilaboð frá öflunum þarna úti. Maður þarf bara að hafa ró í sér til að heyra skilaboðin og læra að treysta og trúa á góð öfl í lífinu.” Vill kveikja neista „Ég hef dregið úr líkamsræktarkennslunni en er með lífstflssnámskeiðin „Ný og betri" hjá Úrval Útsýn og fer líka með heilsuefling- arnámskeið inn í fyrirtæki. Stundum finnst mér boðskapurinn ekki komast til skila. Fólk virðist oft ekki vera tilbúið að meðtaka það þegar ég hvet til reglulegrar hreyfingar og að fólk taki ábyrgð á eigin heilsu. Ég hef ver- ið við það að gefast upp á þessu en þá hef ég fengið óvænta beiðni um að halda fyrirlest- ur eða námskeið og ég lít á það sem tákn um að ég eigi að halda áfram. Og ég fæ mikið út úr þessu starfi því ef ég get kveikt neista eða bætt lífið hjá einni manneskju er það gott." „LYFJAKOSTNAÐUR HEFUR HÆKKAÐ UM MILUARÐ Á MILLIÁRA. ÞAÐ ER MIKIL STREITA f GANGI, HRAÐIOG GRÆÐGI. ÞETTA EYKUR HJÓNABANDSERFIÐLEIKA OG FÓLK ER í ÓJAFN- VÆGI. ÞETTA HEFUR SVOÁHRIF Á HEILSUNA"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.