Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008
Ættfræði DV
Gunnar fædd-
ist á Siglufirði. Hann
lauk stúdentsprófi frá
MA 1959, viðskipta-
fræðiprófi frá HÍ 1964,
stundaði framhalds-
nám og störf í rekstr-
arhagfræði og rekstrar-
ráðgjöf í Noregi 1967.
Gunnar var yfir-
maður skýrsludeildar
Pósts og síma 1965-66
og 1968-69, var for-
stjóri Slippstöðvarinn-
ar á Akureyri 1969-89,
forstjóri Útgerðarfélags
Akureyringa hf. 1989-96, stund-
aði verkefni íyrir Evrópubank-
ann í London EBRD 1996-99,
með hléum, og var síðan fram-
kvæmdastjóri Iþróttabandalags
Akureyrar, ÍBA, frá ársbyrjun
2002.
Gunnar sat í stúdentaráði
HÍ 1962-63, í stjórn Stúdenta-
félags Reykjavíkur 1963-65, var
formaður fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna á Akureyri
1975-79, var varabæjarfulltrúi á
Akureyri fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn 1978-82, bæjarfulltrúi þar
1982-89, forseti bæjarstjórnar
1986-89, sat í miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins 1985-91 og aft-
ur um skeið frá 1998, í stjórn
Fjórðungssambands Norð-
lendinga 1986-88, stjórnarfor-
maður Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri 1980-86, formaður
menningarmálanefndar Ak-
ureyrar 1986-90, í stjóm félags
dráttarbrauta og skipasmiðja
1970-88, í stjórn Verslunarráðs
íslands 1980-85 og 1988-90, í
framkvæmdastjórn VSÍ 1981-
84, í stjórn Eimskipafélags ís-
lands frá 1987, í stjórn Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna
1989-96 og Coldwater Seafood
Corp. í Bandaríkjunum 1989-
96, var formaður Iþróttabanda-
lags Akureyrar 1989-94, í stjórn
Landsvirkjunar 1987-95, var
stjórnarformaður Umbúða-
miðstöðvarinnar hf. 1992-97, í
stjóm Landssíma íslands 1996-
2002, formaður kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi um skeið frá
2000 og varð ræðismaður Nor-
egs á Norðurlandi frá 1977.
Gunnar var sæmdur riddara-
krossi norsku St. Olavsorðunn-
ar 1990 og riddarakrossi Hinnar
fslensku fálkaorðu 1992.
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Gunnars var Guð-
ríður Eiríksdóttir, f. 30.8. 1943,
d. 19.6. 2006, framhaldsskóla-
kennari. Hún var dóttir Eiríks
Gísla Brynjólfssonar, f. 3.8.1905,
d. 19.1.1986, forstöðumanns og
Kamillu Þorsteinsdóttur, f. 19.1.
1911, d. 31.3.1996, húsmóður.
Synir Gunnars og Guðríðar
em Ragnar Friðrik, f. 22.3.1975,
flugstjóri á Akureyri; Eiríkur
Geir, f. 22.4. 1979, nemi á Ak-
ureyri; Gunnar Sverrir, f. 22.4.
1979, nemi á Akureyri.
Fyrsta kona Gunnars var
Hörn Harðardóttir, f. 14.10.
1938, kennari.
Böm Gunnars og Harnar
em Ágústa, f. 29.11.1960, kenn-
ari í Reykjavík; Ólafur Friðrik, f.
10.10.1963, tölvu- og viðskipta-
ffæðingur í NewYork.
Önnur kona Gunnars var
Gígja Gísladóttir, f. 4.6.
1937, kennari.
Systkini Gunnars:
Ragnar Friðrik, f. 31.3.
1937, d. 29.3. 1958,
læknanemi; Karl Ág-
úst, f. 27.2. 1941, fram-
kvæmdastjóri; Guðrún,
f. 5.5. 1953, hjúkmnar-
fræðingur.
Foreldrar Gunn-
ars vom Ólafur Friðrik
Ragnarsson Ragnars, f.
27.4. 1909, d. 6.9. 1985,
kaupmaður og síldar-
saltandi á Siglufirði,
síðar búsettur í Reykjavík, og
Ágústa Ágústsdóttir Ragnars, f.
Johnson, f. 22.4. 1913, d. 17.5.
1993, húsmóðir.
ÆTT
Ólafur var bróðir Kjartans
sendiráðunautar, föður Áslaug-
ar Ragnars rithöfrmdar, móður
Andrésar blaðamanns og Kjart-
ans, borgarfulltrúa og stjóm-
arformanns Orkuveitunnar,
Magnússona. Systir Ólafs var
Guðrún, móðir Sunnu Borg
leikkonu. Faðir Ólafs var Ragn-
ar, kaupmaður á Akureyri, Ól-
afsson, gestgjafa á Skagaströnd,
Jónssonar, b. á Helgavatni, Ól-
afssonar. Móðir Ragnars var
Valgerður Narfadóttir, syst-
ir Valentínusar, langafa Erlu,
móður Þómnnar Valdimars-
dóttvu sagnfræðings.
MóðirÓlafsvarGuðrúnJóns-
dóttir, sýslumanns í Esldfirði,
Johnsen, bróður Þóm, móð-
ur Ásmundar Guðmundssonar
biskups. Jón var sonur Ásmund-
ar, prófasts í Odda, Jónssonar
og Guðrúnar Þorgrímsdóttur,
systur Gríms Thomsen. Móð-
ir Guðrúnar var JCristrún Hall-
grímsdóttir, prófasts á Hólm-
um, bróður Benedilcts, afa Geirs
Hallgrímssonar forsætisráð-
herra. Hallgrímur var sonur
Jóns, ættföður Reykjahlíðarætt-
ar, Þorsteinssonar. Móðir Krist-
rúnar var Kristrún Jónsdóttir,
systir Margrétar, ömmu Ólafs
Friðrikssonar verlcalýðsleið-
toga, og langafa Ragnheiðar,
móður Friðrilcs Páls Jónssonar
útvarpsmanns. Systir Kristrún-
ar var Guðný, langamma Jónas-
ar Haraldz.
Ágústa var dóttir Ágústs J.
Johnson bankagjaldkera Kristj-
ánssonar, b. í Marteinstungu í
Holtum, Jónssonar. Móðir Ág-
ústu var Guðrún Tómasdóttir,
b. á Barkarstöðum í Fljótslih'ð,
bróður Ólafar, móður Ágústs
Jolmsen. Tómas var sonur Sig-
urðar, b. á Barkarstöðum, Is-
leifssonar. Móðir Tómasar var
Ingibjörg, systirTómasar„Fjöln-
ismanns", langafa Helga, föð-
ur Ragnhildar alþingismanns.
Faðir Ingibjargar var Sæmund-
ur, b. í Eyvindarholti, Ög-
mundsson, sonarsonur Högna
„prestaföður". Móðir Guðrún-
ar var Guðríður Ámadóttir, b. á
Reynifelli, Guðmundssonar, b.
á Keldum, Brynjólfssonar, föð-
ur Ingiríðar, langömmu Þórðar
Friðjónssonar, forstöðumanns
Kauphallarinnar. Móðir Guð-
ríðar var Guðrún Guðmunds-
dóttir, dótturdóttir Þuríðar
Jónsdóttur, systur Páls „skálda",
langafa Jensínu, móður Ásgeirs
Ásgeirssonar forseta.
70
ára á
föstudag
UPPLÝSINGAR * #
UM AFMÆLISBÖRN
SENDA ÞARF MYNDIR MEÐ
ÖLLUM AFMÆLISUPPLÝSINGUM
Á KGK@DV.IS
Ættfræði DV
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir
þjóðþekktra Islendinga sem hafa verið
i fréttum í vikunni, rifjar upp frétt-
næma viðburði liðinna ára og minnist
horfinna merkra íslendinga. Lesendur
geta sentinntilkynningarum
stórafmæli á netfangið kgk@dv.is
rtansso
FORSTÖÐUMAÐUR SVÆÐISVINNUMIÐLUNAR SUÐURLANDS
Sigurður fæddist í Reykjavík en
ólst upp á Selfossi. Hann lauk kenn-
araprófi frá KÍ 1971, stúdentsprófi
þaðan 1972, stundaði nám í upp-
eldisfræði við Háskólann í Lundi í
Svíþjóð 1972-73 og lauk prófi í verk-
efnastjórnun hjá Endurmennmn HÍ
2004.
Sigurður kenndi við Gagn-
fræðaskólann á Selfossi, síðar Sól-
vallaskóla, 1973-96, að einu ári
undanskildu er hann kenndi við
Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann
og fjölskylda hans hafa verið búsett
á Selfossi frá 1973. Hann vann í sex
ár hjá KÁ, við ferðaþjónustu KÁ og
var síðan framkvæmdastjóri Brú-
ar er sá um byggingarframkvæmdir
Hótel Selfoss. Hann hóf síðan störf
sem forstöðumaður Svæðismiðlunar
Suðurlands 2003.
Sigurður sinnti félags- og leið-
beinendastörfum í Ungmennafélagi
Selfoss, sat í aðalstjóm félagsins og
var formaður þess. Hann var ritstjóri
hérðaðsblaðsins Suðurlands 1981-
91, var fréttaritari Morgunblaðsins á
Selfossi frá 1985 og formaður Okkar
manna, félags fréttaritara Morgun-
blaðsins 1987-97.
Sigurður sat í bæjarstjórn Selfoss
fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1990-98,
var formaður bæjarráðs 1994-95 og
1996-97, forseti bæjarstjórnar 1995-
96 og 1997-98. Hann sat í héraðs-
nefnd Árnesinga 1994-98 og í stjóm
SASS, Samtaka sunnlenskra sveitar-
félaga 1990-98. Þá var hann formað-
ur vinafélags heimilisfólks á Ljós-
heimum sem var stofnað 2004 og sat
í stjóm Stróks, stuðningsfélags geð-
fatlaðra.
FJÖLSKYLDA
Sigurður kvæntist 3.7. 1971 Est-
her Óskarsdóttur, f. 12.12. 1949,
skrifstofustjóra Heilbrigðisstofnun-
ar Suðurlands. Hún er dóttir Óskars
Guðmundssonar frá Blesastöðum á
Skeiðum, jámsmiðs á Eyrarbakka,
og Helgu Kristjánsdóttm, frá Merki í
Vopnafirði sem nú er látin, húsmóð-
ur.
Böm Sigurðar og Estherar em
Óskar Sigurðsson, f. 11.6. 1972, hrl.
með eigin lögfræðistofu á Selfossi,
kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur
íþróttafæðingi og em dætur þeirra
Esther Ýr og Elva Rún; Helgi Sigurðs-
son, f. 11.6.1972, tannlæknir á Egils-
stöðum, kvæntur Auði Völu Gunn-
arsdóttur íþróttakennara og em börn
þeirra Ásta Dís, Alvar Logi og Bjarki
Fannar; Sigríður Rós Sigurðardótt-
ir, f. 2.6. 1979, sérkenni við Grunn-
skólann á Stokkseyri, gift Hjalta Jóni
Kjartanssyni verkfræðingi; Daði Már
Sigurðsson, f. 14.5. 1985, nemi við
HR en unnusta hans er Margrét Anna
Guðmundsdóttir innheimtufulltrúi.
Systkini Sigurðar: Guðmundur
K. Jónsson, f. 14.9. 1946, trésmíða-
meistari og fyrrv. bæjarfulltrúi á Sel-
fossi; Þuríður Jónsdóttir, f. 15.1.1951,
slcrifstofumaður, búsett að Hamra-
tungu í Gnúpverjafueppi; Gísli Á.
Jónsson, f. 17.6.1954, trésmíðameist-
ari á Selfossi; Sigríður Jónsdóttir, f.
21.1.1956, útibússtjóri Glitnis í Mos-
fellsbæ; Kári Jónsson, f. 21.2. 1960,
íþróttakennari á Laugarvatni; Gunn-
ar Jónsson, f. 16.7. 1961, hljómlist-
armaður og sölumaður, búsettur á
Skeiðháholti; Ásmundur Jónsson, f.
3.12. 1967, íþróttakennari og nudd-
ari, búsettur í Hafnarfirði.
Foreldrar Sigurðar: Jón Sigurðs-
sonfráSeljatunguíFlóa,f. 12.3.1916,
d. 6.1. 2005, bifreiðaeftirlitsmað-
ur á Selfossi, og k.h., Sigríður Guð-
mundsdóttir, frá Hurðabaki í Flóa, f.
12.2.1916, húsmóðir.
ÆTT
Jón Amar Magnússon frjáls-
íþróttakappi er systursonur Sigurðar.
Jón bifreiðaeftirlitsmaður var sonur
Sigurðar, b. í Seljamngu í Flóa Ein-
arssonar, b. í Holtahólum, bróður
Jóns, föður Vilmundar landlæknis,
afa Þorvalds Gylfasonar hagfræði-
prófessors. Annar bróðir Einars var
Magnús, faðir Guðbrands, ritstjóra
Tímans og forstjóra ÁTVR. Einar var
sonur Sigurðar í Þykkvabæjarklausti
Bjarnasonar, Jónssonar. Móðir Ein-
ars var Gróa Einarsdóttir. Móðir Sig-
urðar í Seljatungu var Guðrún, syst-
ir Auðbjargar í Holtahólum, ömmu
Rafns Eiríkssonar skólastjóra. Önnur
systir Guðrúnar var Jóhanna á Seyð-
isfirði, langamma Hannesar Hlífars
Stefánssonar skákmeistara. Guðrún
var dóttir Eirílcs í Flatey Einarsson-
ar, b. í Bmnnum Eiríkssonar. Móð-
ir Eiríks Einarssonar var Auðbjörg,
langamma meistara Þórbergs Þórð-
arsonar og Svavars Guðnasonar list-
málara. Auðbjörg var dóttir Sigurðar,
b. á Reynivölium Arasonar og Guð-
nýjar Þorsteinsdóttur, b. á Felli Vig-
fússonar.
Móðir Jóns var Sigríður Jónsdóttir,
b. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd
Þorsteinssonar og Sesselju Jónsdótt-
ur, fueppstjóra í Kalastaðakoti Sig-
urðssonar.
Sigríður er systir glímukapp-
anna Gísla og Rúnars, föður Hrefnu
sundkappa. Sigríður er einnig systir
Helgu, móður Svans og Trausta Ingv-
arssona sundkappa. Sigríður er dóttir
Guðmundar, b. að Hurðarbaki í Flóa,
bróður Kristgerðar, ömmu Jóns Unn-
dórssonar, fyrrv. glímukóngs I'slands,
og ömmu Gerðar, móður Einars
Vilhjálmssonar spjótkastara. Guð-
mundur var sonur Gísla, b. að Ur-
riðafossi Guðmundssonar og Guð-
rúnar Einarsdóttur frá Urriðafossi.
Móðir Sigríðar var Þuríður Áma-
dóttir, b. að Hurðabaki Pálssonar.
60 ÁRAÁ SUNIVUDAG:
SIGURÐUR
JÓNSS0N
Gunnar Sverrir Ragnars
fyrrv. forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf.