Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Qupperneq 76

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Qupperneq 76
76 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 Helgarblað DV Anna Marie Hahn haföi sennilega ellefu mannslíf á samviskunni. Þaö var ekki af mannúðarástæðum sem hún eitraöi fyrir háöldruðum karlmönnum sem hún átti að hjúkra. Síðustu orð hennar voru Faðirvorið. .. • Umvafín dýragæslu kona Ríkisfangelsið í Ohio Anna var ... fyrsta konan sem ^ tekin varaf lífi í ^ rafmagnsstóln- 3 um í Ohio-fylki. 3 Ekki mátti miklu muna að Teresa Rossiter, dýragæslumað- ur í Oregon í Bandan'kjunum, endaði daga sína sem slöngu- fóður. Hún var að gera sig klára til að sýna 3,6 metra langa pít- onslöngu þegar slanga beit um hönd hennar og hóf að vefja sig utan um hana. Svo gott var tak slöngunnar á Teresu að hún mátti sig hvergi hræra. Ryan Nelson lögreglumað- ur varð fýrstur til að gera sér grein fyrir alvarleika málsins og var reiðubúinn til að binda enda á líf slöngunnar, en Ter- esa bað hann um að þyrma lífi slöngunnar. Hann íklæddist því þykkum hönskum og tókst að þvinga upp gin pítonslöngunn- ar og sleppti hún þá bráð sinni. Óþarft er að taka fram að Ryan er hetja í augum Teresu. Rafmagnstóll Síðustu orð Önnu áðuren straumnum var hleypt á voru Faðirvorið Allt i allt var um ellefu dauðsföll og fjögur tilfelli alvarlegra veik- inda að ræða - og Anna tengdist þeim öllum. Fyrsta konan sem tekin var af lífi í rafmagnsstólnum í Ohio-fylki var Anna Marie Hahn. Hún var tekin af lífi fyrir morðið á Jakobi Wagner, sjötíu og þriggja ára Cincinnatti- búa árið 1937. Hún var einnig grun- uð um að bera ábyrgð á öðrum dauðsföllum þar sem eitur kom við sögu. Anna var af austurrískum upp- runa og hafði flutt til Bandaríkjanna eftir að hafa skilið við mann sinn. Eftir komuna tii Bandaríkjanna gift- ist hún Philip Hahn og hóf störf við heimahjúkrun í samfélagi Þjóðverja í Cincinnatti. Fyrsti skjólstæðingur henn- ar, Ernest Koch, lést 6. maí 1932 skömmu eftir að Anna hóf að hjúkra honum. í erfðaskrá hans var Onnu ánafnað hús hans. Annar skjólstæðingur Önnu, hinn sjötíu og tveggja ára Albert Parker, gekk á vit forfeðra sinna skömmu eftir að hún hóf að sinna honum. Anna hafði skrifað upp á skuldaviðurkenningu upp á eitt þúsund Bandaríkjadali, en eftir dauða hans fannst sú skuldaviður- kenning hvergi. Árið 1937 ánafnaði Jakob Wagner sinni „kæru frænku" Önnu sautján þúsund B andaríkjadali skömmu fyrir andlát sitt. Anna hjúkraði síðan Georgi Gsellman og fýrir þjónustu sína við hann fékk hún fimmtán þúsund Bandaríkjadali þegar hann féll frá. Það var innan við mánuði eftir fráfall Wagners. og fjögur tilfelli alvarlegra veildnda að ræða - og Anna tengdist þeim öllum. Hinir lánsömu Þeir voru ekki margir sem áttu því láni að fagna að hafa kynnst Önnu og vera til frásagnar um það. Einn þeirra Georg Heiss, en Anna hafði skenkt honum bjór og hann hafði tekið eftir því að húsflugur sem sóttu í bjórinn duttu niður dauðar á staðnum. Anna hafnaði boði hans um að deila bjómum með honum og því rak hann hana á dyr. Engu að síður var Heiss lamaður að hluta eftir fyrri morðtilraunir Önnu. Annar sem prísaði sig sælan var PJiilip Hahn, eiginmaður Önnu. Hann hafði aftekið að líftryggja sig fyrir mttugu þúsund Bandaríkja- dali, en var engu að síður þránd- ur í götu hennar. Á meðan hann slóst við Önnu reyndi sonur henn- ar að yfirgnæfa hávaðann með því að stilla Jiljómstyrk útvarpsins hátt. En útvarpið var bilað og síðar þeg- ar PJiilip opnaði bakhlið þess fann hann flösku með eitri falda inn í því. Hann hélt flöskunni til haga og af- henti lögreglu hana síðar. Sjálfsörugg við réttarhöldin Réttað var yfir Önnu vegna morðsins á Jakobi Wagner í nóv- ember 1937. Hún héit blákalt fram sakleysi sínu og var þess fullviss að nafn hennar yrði lireinsað af ákær- unum. „Næst þá saka þeir mig um að hafa stolið tunglinu," sagði hún Síðasta fórnarlambið Georg Obendoerfer var sá síð- asti sem talið er að hafi látið lífið fyrir tilverknað Önnu. í ágúst 1937 ferðaðist hann í félagsskap Önnu og tólf ára sonar hennar til Colorado Springs. Sonur hennar bar seinna fýrir rétti að Obendoerfer hefði veikst á ferðalaginu. Lögregluþjónn í Colorado sagði að Obendoerfer hefði dregið sinn síðasta anda í kvöl skömmu éftir að „Anna hefði hall- að sér yfir dánarbeð hans og spurt hann nafni, eins og hún þekkti ekki manninn". Lögregluyfirvöldum í Color- ado fannst kringustæður við dauða Obendoerfer það grunsamlegar að ástæða væri til að kanna málið nán- ar. Mikið arsenik fannst í líkama hans og því hafði lögreglan sam- band við starfsbræður sína í Cin- cinnatti og bað um upplýsingar um Önnu. George Schattle, lögreglu- fulltrúi í Cincinnatti, fékk skilaboð- in og áður en hann vissi hvaðan á sig stóð veðrið var hann kominn á kaf í rannsókn á dauða og veikind- um manna sem Anna hafði hjúkr- að. Allt í allt var um ellefu dauðsföll Everest umkringt Stjómvöld í Nepal hyggjast ekki taka neina áhættu þegar farið verður með ólympíukynd- ilinn á Everest-fjall í byrjun maí. Samkvæmt fréttastofu AP sagði talsmaður yfirvalda í Nepal að lögregla og her hefðu fengið þau fyrirmæli að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að mót- mælendur fari á fjöll, þar með talið að beita skotvopnum. Nú þegar hafa stjómvöld haf- ist handa við að koma upp búð- um fyrir vopnaðar öryggissveitir, svo vel fari um þær ef tíl tíðinda dregur, og má segja að fjallið sé umkringt vopnuðcm sveitum. Anna Marie Hahn Myrti skjólstæð- inga sína með eitri. við einn fréttamann sem fjallaði tmi réttarhöldin. Kviðdómur komst að þeirri nið- urstöðu að hún væri sek, og byggði þá niðurstöðu á líkum og var Anna dæmd til dauða. Hún talaði fyrir daufum eyrum þegar hún bað um miskunn fyrir réttinum og sömu sögu var að segja þegar hún var óluð niður í rafmagnsstólinn 7. desember 1938. „Ekki gera mér þetta. Hugsið um drenghm minn! Getið þið ekki hjálp- að mér. Vill enginn hjálpa mér?" Að sjálfsögðu var enginn þess umkom- inn að verða við bænum hennar þegar þar var komið sögu og á end- anum fór hún með Faðirvorið. Hún var við að segja „frelsa oss frá illu" þegar straumnum var hleypt á og mínútu síðar var hún liðið lflc. Einræktaðir laganna verðir Fíkniefiialögreglan í Suður- Kóreu tekur í þjónustu sína sjö nýja meðlimi í júm'. Þessir nýliðar eiga það sameiginlegt að vera nákvæmlega eins, því um er að ræða sjö einræktaða hunda. Þeir eru afrakstur tvö hundruð og fimmtíu milljóna króna verkefhis og svara allir nafitínu Toppy, sem er stytting á Tomorrows Puppy (hundur morgundagsins). Stofiifruman sem nomð var til að rækta hundana sjö var fengin úr fikniefhaleitarhundi að nafití Chase og vortír standa til að þeir hafi jafimtíkið nef fyrir fíkniefn- um og ættfaðir þeirra. Að sögn talsmanns suðurkóresku lögregi- unnar hafa þeir enn sem komið er staðið undir væntingum. Skartgripur í skarninu Það hljóp á snærið hjá eiganda bílaþvottastöðvar í Rússlandi. Þegar hann tæmdi ryksuguna fann hann skartgrip sem hann skundaði með til skartgripasala til að kanna verðmæti hans. Mikil var undrun hans þegar hann komst að því að verðmæti skartgripsins var tæpar fjörutíu milljónir króna. Það er hætt við að hann biðji starfsmenn sína að gæta að innihaldi ryksugnanna héðan í frá áður en innihaldi þeirra er hent. lÉJf® Catherine McGuigan líkar ekki alls kostar viö nágranna sina Vildi losna við beinagrindurnar Catherine hugnaðist ekki að búa í nábýli við beinagrindurnar og fór því fram á að þær yrðu fjarlægðar, en hún hefði betur látið það eiga sig því það kemur til með að kosta hana rúmlega fjór- ar og hálfa milljón króna. Vegna þess að hún lagöi fram kröfuna unr aö þær vröu fjarlægðar verður hún aö borga brúsann. Húsið er byggt á grafreit frá árinu 1700 eöa þar um bil og því getur hún vænsi þess aö allt í fjöru- tíu beinagrindur skjóti upp kollinum til viðbótar þeim tíu sem fjarlægðar voru. „Þetta er óhugnanlegt, ég þoli vart við að dvelja á heimili mínu," sagöi Catherine McGuigan í \áð- tali við breska blaðið Daily Mail. En það liggur ljóst f\TÍr að ef til þess kemur aö fleiri beinagrind- ur komi upp úr kafinu verði það henni dýrkeypt að láta fjarlægja þær. Catherine McGuigan, breskri konu, brá heldur en ekki í brún þegar hún hnaut um tíu beinagrindur undir grunni hússins sem hún hafði keypt. Catherine hugöi sér gott til glóð- arinnar eftir aö hún keypti húsið og ætlaöi að reisa viðbyggingu við þaö. Við þær fram- kvæmdir fann hún beinagrindurnar senr ku vera eitt hundrað ára. Það voru fimm vinnumenn sem vöktu at- hygli Catherine á beinagrindunum. Fyrst í stað héldu jreir að um væri að ræða gömul rör, en þegar betur var að gáð konru í ljós kjúkur og liðir sem ekkert eiga líkt með rörum. Svo kom höfuðkúpa og restin af beinagrindinni í ljós. Næstu daga fjölgaði þessum nágrönnum Cath- erine og þegar upp var staðið voru beinagrind- irnar orðnar tíu aö tölu, margar hverjar í góðu ástandi. Beinagrind Hægt að hugsa sér betri nágranna. §7 r* M||| js* 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.