Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 78
78 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008
Helgarblað DV
TÖLVUft&ÆKNI
U m sj ó n : Pá 1I Svansson
N etf a n g: p a11 i @ d v.is
GTA-PAKKINN
Sony Computer Entertainment mun gefa út í samstarfi við Rockstar Games sérstakan
Grand Theft Auto IV-pakka. Hann mun innihalda 40GB PlayStation3, stýripinna og
eintak af GTAIV. Leikurinn kemur út á sérstakri miðnæturopnun í Elkó og BT
mánudaginn 28. apríl en búast má við pakkanum í búðir síðar í vikunni. Ekki er komið
verð á pakkann en hann verður á svipuðu verði og gengur og gerist
PÚSTTJAKKUR-
INNERMÁLIÐ
Sumir verða hálfhjálparlausir þegar
springur á bílnum og einfaldlega
treysta sér ekki til að skipta um dekk án
hjálpar. Pústtjakkurinn er uppfinning
sem gæti þá komið að góðum notum.
Þykkur gúmmíbelgur er tengdur við
pústkerfi bifreiðarinnar og komiðfyrir
undir bílnum. Síðan sér útblásturinn
um að þenja belginn og lyfta bifreið-
inni upp og eina sem viðkomandi þarf
að gera er að losa boltana og setja nýja
dekkið undir.
Goqgle
OG FLUMBRUGANGUR
G00GLEMEÐ
STERKASTA
VÖRUMERKIÐ
Markaðsgreiningarfyrirtækið Millward
Brown hefur enn á ný valið Google sem
sterkasta vörumerki heimsins. Rætt var
við um eina milljón manns til að fá sem
gleggsta mynd af stöðu fyrirtækisins í
augum almennings og þær niðurstöður
síðan bornar saman við fjárhagslegar
upplýsingar frá Bloomberg og
Datamonitor.
Hin svokallaða „Google-kynslóð“ kemur ekki vel út úr könnun sem Breska ríkisbóka-
safnið gerði á dögunum til að varpa ljósi á fræðimenn framtiðarinnar.
Breska ríkisbókasafnið lét á dögunum gera könn-
un til að varpa ljósi á hvernig upplýsingasöfnun
meðal blaðamanna, rithöfunda og fræðimanna
er að breytast í samtímanum og nánustu framtíð.
Könnunin hrekur þá almennu skoðun að hin svo-
kallaða „Google-kynslóð" fædd um og eftir 1993,
sé meira á heimavelli á netinu en eldri kynslóðir
og fær urp að grafa upp allar upplýsingar sem sóst
er eftir á skömmum tíma.
Það sem vekur hvað mesta athygli í könnuninni
er að þessi kynslóð virðist hafa tileinkað sér eins
konar flýtiskimun á netinu, rétt gluggar í helstu
efnisatriði fræðigreina og lýsa höfundar skýrsl-
unnar sem gefin var út í kjölfar könnunarinnar
að það væri næstum eins og þau færu í upplýs-
ingaleit á netið til að forðast það að þurfa að lesa í
hefðbundnum skilningi.
En þessi hegðun er þó ekki bundin eingöngu við
þennan aldurshóp, eldra fólk virðist einnig hafa
þá tilhneigingu að nota stafræn og netíæg bóka-
og greinasöfn á annan máta en hefðbundinn, leit-
araðferðir verða ekki eins hnitmiðaðar og skipu-
lagðar. Persónuleiki og bakgrunnur virðist þá
skipta mun meira máli en af hvaða kynslóð við-
komandi einstaklingur er.
Staðfestar og óstaðfestar heimildir
Könnunin leiddi líka í ljós að „Google-kynslóð-
in" gerir oft á tíðum lítinn eða engan greinar-
mun á staðfestum heimildum og óstaðfestum
vangaveltum, kannar ekki feril viðkomandi
höfundar, styrktaraðila, heimildir eða útgef-
endur.
Þannig virðist því þurfa að kenna þeim hefð-
bundnar rannsóknaraðferðir sérstaklega en
það er einnig niðurstaða skýrslunnar að stór-
átak þurfi að gera í háskólasamfélögum heims-
ins varðandi kennslu í upplýsinga- og heim-
ildaöflun því miklu fjármagni sé veitt í að
byggja upp stafræn gagnasöfn á sama tíma og
hæfileikar til að nýta þau fari þverrandi.
paiii@dv.is
örnu ferðafrelsi
www.ferdavaMf
FGRÐAVAL Lund