Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚN(2008 Fréttir DV Óhuggulegt myndband Myndband sem var sett inn á youtube.com er hrottalegt en yfirlögregluþjónn segir sína menn hafa farið eftir reglum. Myndbandið má sjá á dv.is. Sjómaðurinn Elvar Már Jóhannsson ætlar að kæra lögregluna fyrir að beita óhóflegu valdi en hann fékk piparúða í augun og vill meina að lögreglan hafi slegið hann í jörðinni. Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum hafnar ásökunum og segir sína menn hafa farið eftir reglum í hvívetna. Elvar Már Jóhannsson Hyggst kæra lögregluna fyrir ofbeldi en þeir sprautuðu piparúða í augu hans. -fei.v •v.r. HYGGST KÆRA GASLOGGU VALUR GRETTISSON blaóamaöur skrifar: valurfrdv.is „Þeir kýla nokkrum sinnum í mig þegar ég ligg í jörðinni," segir Elvar Már Jóhannsson, rúmlega tvítug- ur sjómaður, en lögreglan spraut- aði piparúða í augu hans þegar hún handtók hann á sjómannaballi á Patreksfirði fyrstu helgina í júní. Sjálfur hyggst Elvar kæra handtök- una og sakar lögregluna um að hafa beitt hann óhóflega miklu ofbeldi en myndband af handtökunni birt- ist á veraldarvefnum í vikunni. Lögreglan á Vestfjörðum neitar að beitt hafi verið óeðlilega miklu valdi. Þeir voru kallaðir á vettvang eftir að Elvar hafði lent í slagsmál- um við tvo menn. Báðir hafa kært hann fyrir líkamsárás. Vildi setjast inn í bíl „Ég bauðst til þess að setjast inn í lögreglubíl með því skilyrði að vopnaði maðurinn kæmi ekki ná- lægt mér vegna þess að hann var svo æstur og með úðann á lofti," segir Elvar sem neitar að hafa veitt mótþróa fyrr en lögreglumaður- inn sprautaði úðanum í augu hans. í myndbandinu mátti sjá að lög- reglumennimri sögðu honum að leggjast í jörðina og svo skyndilega sprautaði lögreglumaðurinn úðan- um í augu hans. Lögreglumaður æstur Að sögn Elvars sást mildð á hon- um. Hann segist hafa verið togn- aður niður með hálsi eftir lögregl- una og að auki hafi blætt úr enninu á honum og andliti. Hann segir að það hafi verið óþarfi af lögreglunni að sprauta úðanum á hann þar sem hann hafði boðist til þess að setjast inn í lögreglubílinn. „Það var augljóst að lögreglu- maðurinn var æstur og þess vegna vildi ég ekki fara með honum inn í bílinn," segir Elvar um ástæðu þess að hann neitaði að fara með lög- reglumanninum sem hélt á úða- brúsanum inn í bíl. Lenti í slagsmálum Aðspurður hvort Elvar hefði lent í slag við tvo menn áður en lögregl- an kom á vettvang segir hann það rétt. „Ég lenti í slagsmálum og eins á venjulegum sveitaböllum sló ég frá mér," segir Elvar en tekur fram að viðbrögð lögreglunnar hafi engu að síður verið úr hófi. Báðir mennirnir sem hann sló að sjómannasið hafa kært hann en annar þeirra er hugsanlega nef- brotinn. „Þetta var bara djöfuls rugl," seg- ir Elvar um tilurð slagsmálanna. Farið eftir reglum „Það var farið nákvæmlega eftir öllum reglum," segir Önundur Jóns- son, yfirlögregluþjónn á Vestfjörð- um, um handtöku Elvars. Hann segist hafa rætt við lögreglumenn- ina sem stóðu að handtökunni og það sé þeirra dómur að þeir hafi ekki brugðist of harkalega við. Aðspurður hvort lögreglumað- ur sé að lemja í Elvar á meðan allir þrír sitja ofan á honum til þess að handtaka hann segir Önundur það ekki rétt. „Hann er að reyna ná hendinni til þess að setja manninn í jám og þarf að rykkja í hana," segir hann til útskýringar en svo virðist sem lög- reglumaðurinn lemji þrisvar sinn- um í Elvar þegar horft er á mynd- bandið. Greinilega hættulegur „Maðurinn var greinilega hættu- legur," segir Önundur og bætir við að svona lagað komi allt of oft upp. Þá á hann við að menn hlýði ekld fyrirmælum lögreglunnar og ráð- ist sé á lögreglumenn, en Elvar sló einn lögreglumann við handtök- una eftir að búið var að sprauta úð- anum á hann. Að sögn Önundar sá talsvert á lögreglumanninum eftir höggið. Þar af leiðandi megi Elvar búast við að hann verði kærður fyr- ir brot gegn valdstjórn auk þess að vera kærður fyrir iíkamsárásimar. Sjálfur hefur Elvar ráðfært sig við lögmann og ætlar að kæra lög- regluna fyrir harðræði við handtök- una. Myndbandið má sjá á dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.