Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 2008 Fréttir DV íslandsmet hjá KFÍ Unglingaflokkar KFÍ settu íslandsmet um helgina þegar þeir skoruðu úr 10.000 snið- skotum. Markmiðið var að skora körfurnar á sem stystum tíma og setja þannig nýtt íslandsmet. Á endanum náðu krakkamir að setja metið á þeim glæsilega tíma tveim tímum, fimmtíu og níu mínútum og fimmtíu og fimm sekúndum. Samkvæmt kfi.is var það Sunna Smrludóttir sem skoraði síðustu körfima og voru krakkarnir rétt að hitoa þegar hún var skoruð. Bensín nálgast 200 krónur Stóru olíufélögin hafa hækkað verð á bensíni hjá sér upp í 170,4 í sjálfsafgreiðslu. Kostar Útrinn nú heilar 179 krónur með þjón- ustu. Algengt verð á h'tranum á dísilolíu er í sjálfsafgreiðslu 186,80 krónur, 191,80 með þjón- ustu. Er þetta hækkun upp á 6 krónur á bensínlítranum og um 7 krónur á dísillítranum. N1 var síðasta stóra oh'ufélagið sem hækkaði verðið hjá sér en áður höfðu Skeljungur og Olís hækkað verð. Sluppu við refsinqu Héraðscfomur Suðurlands hefur sakfellt tvo menn fyrir lík- amsárás en fallið frá því að refsa þeim sérstaklega vegna þess hversu mikið rannsókn málsins dróst á langinn. Tvö ár liðu frá árásinni þar til ákæra á hend- ur mönnunum var gefin út án nokkurra skýringa á þeim drætti málsins að mati dómsins. Hinum ákærðu var aftur á móti gert að greiða allan sakarkostnað máls- ins sem og tæpar 390 þúsund krónur í miskabætur tíl manns- ins sem ráðist var á. Af framburði vitna taldist sannað að hinir ákærðu hefðu nefbrotíð fómarlamb sitt. MetaðsókníHA f ár var metaðsókn í Háskól- anum á Akureyri. Alls bámst rúmlega 900 umsóknir frá ný- nemum og vom það tæplega 200 fleiri en árið áður. Mesta aðsóknin var að viðskipta- og raunvísindadeild eða rúmlega 300 manns. Þorsteinn Gunnars- son, rektor skólans, segir þenn- an mikla áhuga vera gleðiefni. „Gæði náms við Háskólann á Ak- ureyri em alþjóðlega viðurkennd og nemendur leita að námi sem þeir geta byggt ffamtíð sína á," segir Þorsteinn. Haett störfum Sólveig Eiríksdóttir er andlit Himneskrar hollustu. Hún starfar þar þó ekki lengur eftir að Biovörur keyptu lager og vörumerkiö af rekstrarfyrirtæki Himneskrar hollustu. „Auðvitað hefur mað- ur áhyggjur afþví. Þetta er ekki til að styrkja vörumerkiði' vömr Himneskrar hollustu. Ný- keyptur lager með myndinni verð- ur seldur en óvíst er hvort Sólveig prýðir þær vömr sem framleiddar verða í ffamtíðinni. Það er eitt fjöl- margra atriða sem enn á eftir að semja um vegna kaupanna. Áhyggjur af vörumerkinu Aðspurður hvort gjaldþrota- skiptin komi til með að skaða vöm- merki Himneskrar hollustu segir Ingimar: „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því. Þetta er ekki til að styrkja vörumerkið." Markmið Biovara er að nýkeypt merki verði hluti af stórri og öfl- ugri heildsölu með heilsuvörur en meðal þeirra merkja sem Biovömr hafa á sínum snæmm er NOW sem framleiðir ýmiss konar bætiefni og er selt víða í apótekum, matvöm- búðum og heilsubúðum. Alls selja Biovömr nú á þriðja þúsund vöm- númer. Þrætti fyrir rekstrarerfiðleika Til stóð að heildsala Biovara og Himneskrar hollustu sameinaðist í ársbyrjun. f ffétt DV í maí sagði Hjördís Ásberg hjá Biovörum hins vegar að ekkert yrði af þeirri sam- einingu og að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að slæm rekstrar- staða Himneskrar hoUustu varð ljós. Þá hafði verið tekin ákvörðun um að hætta sölu á fersku salati. Eh'as var þó á öðru máli og sagði þá við DV að sameiningin yrði líkt og áður hafði verið ákveðið. Beiðni um gjaldþrotaskiptí fyrirtækisins sýnir þó annað. Við vinnslu fréttarinnar náð- ist hvorki tal af Elíasi né Sólveigu. Símanúmer sem þau em skráð fyr- ir em bæði lokuð og samkvæmt heimUdum DV em þau erlendis. ERLA HLYNSDÓTTIR bladomaöur skrifar: erk ug.dv.is Gjaldþrotaskiptabeiðni rekstrar- fýrirtækis Himneskrar hoUustu var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur í lok síðustu vilcu. HeUdsalan Biovömr sem sérhæfir sig í heUsu- vörum hefur keypt vörumerki Himneskrar hollusm ásamt lager fyrirtækisins af þrotabúinu. Ingi- mar Ingimarsson, framkvæmda- stjóri Biovara, segir að þær vör- ur sem nú em seldar undir merki Himneskrar hollustu verði áfram á markaði. Salatið var banabitinn DV sagði frá því fýrir þremur vikum að sölu á fersku salati und- ir merld Himneskrar hollustu hefði verið hætt. Elías Guðmundsson, þáverandi ffamkvæmdastjóri fyr- irtækisins, sagði af því tilefni að sala á salati hafi ekki staðið undir sér og reynst fyrirtækinu dýrkeypt með hækkandi gengi krónunnar, enda salatið innflutt. 19. maí sagði Eh'as í samtali við DV að engir rekstrarerfiðleikar væm tU staðar hjá Himneskri holl- ustu og engar frekari breytingar fyrirhugaðar. Ingimar segir að hvorki Eh'as né Sólveig Eiríksdóttir, fýrrverandi ráðgjafi fýrirtækisins, muni starfa hjá Biovörum. Mynd af Sólveigu prýðir einmitt Dómstólar hafa til meðferðar beiðni um gjaldþrotaskipti rekstr- arfyrirtækis Himneskrar hollustu. Aðeins eru þrjár vikur síðan Elías Guðmundsson þvertók fyrir rekstrarerfiðleika fyrirtækis- ins en hann var þá framkvæmdastjóri. Heildsalan Biovörur hef- ur keypt bæði lager og vörumerki Himneskrar hollustu og verða vörurnar áfram seldar i verslunum. HIMNESKI H0LLUSTA Nýir eigendur Vörumerkið Himnesk hollusta verður áfram við lýði. Þó á eftir að semja um hvort andlit Sólveigar prýði þær vörur sem framleiddar verða undir vörumerkinu í framtíðinni. A HAUSIN hihhJ5* OUllSÍ* Gengisbreytingar hafa áhrif á slökkvilið Akureyrar: Spilliefnagámur hækkar um milljónir Smíði spilUefnagáms á Akureyri hækkaði um tt'ær milljónir vegna gengisbreytinga en samkvæmt upp- lýsingum formanns framkvæmda- ráðs Akureyrar, Helenu Þuríðar Karlsdótmr, var erindinu vísað tíl bæjarráðs. Það var slökkviliðsstjór- inn Þorbjörn Haraldsson sem fór fram á fjárveitinguna. Það var í haust sem slökkvilið Akureyrar fékk úthlutað fjármagni samkvæmt fjárlögum bæjarins til þess að smíða spilliefhagáminn. Síðan þá hafa orðið gn'ðarlega mikl- ar breytingar á gengi krónunnar og svo virðist sem áhrifin nái víða. „Ástandið hefur víðtæk áhrif," segir Helena en ffamkvæmdaráð samþykktí kaup á gámnum fýrir sitt leyti. Leyfi til þess að smíða gám- inn fékkst á síðasta ári en þá var gert ráð fýrir að gámurinn myndi kosta minna, eða um ellefu milljón- ir króna. „Við gerðum engar athugasemdir og vísum því erindinu til bæjarráðs," segir Helena um framhald málsins en bæjarráð tekur afstöðu til máls- ins sem síðan verður lagt fýrir bæj- arstjórn til samþykktar. Slökkvilið Akureyrar hefur einn- ig fengið nýja sjúkrabifreið tíl um- ráða en það er Benz-sjúkrabifreið og var hún innréttuð á Ólafsfirði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu slökkviliðsins er innréttíngin frá- brugðin þeirri gömlu en fagnefnd sjúkraflutningamanna vann að nýrri hönnun sjúkrarýmis þessarar nýju bifreiðar. Megintílgangur þeirrar vinnu var að gera sjúkrarýmið ör- uggara og vinnuvænna fýrir sjúkra- flumingamenn sem og sjúklinga. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.