Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 17
PV Sport ÞRIÐJUDAGUR 10.JÚNI2008 17 Næstum1-0 RuudVan Nistelroy missti jafnvægið í gullnu marktækifæri í upphafi leiks. MANCHESTER UNITED KVARTAR Manchester United hefur sent FIFAformlega kvörtun vegna aðfara Real Madrid að Cristiano Ronaldo en David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir félagið hafa nálgast leikmanninn á ólöglegan hátt þar sem hann sé samningsbundinn félaginu. Fregnir hafa verið uppi um að Cristi- ano Ronaldo hafi ekki svarað símtölum frá Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóra United, en forráðamenn félagsins hafna öllu slíku. Ronaldo sagði fyrir nokkrum dögum að hann gæti vel hugsað sér að spila fýrir Real Madrid og skvetti þar með olíu á eldinn varðandi sögusagnir þess efnis að hann sé að fara til Real Madrid. ÓVÆNT BOÐIBENDTNER Fregnir herma að Liverpool sé við það að þjóða óvænt 6 millj- ónir punda í danska framherjann Nicklas Bendtner sem leikur með Arsenal. Rafa Benitez ku vera spenntur fyrir Dananum sem veitir aukna möguleika framarlega á vellinum. Bendtner var fyrir nokkru talinn meðal efnilegustu framherja Evrópu en hann hefur ekki alveg náð að standa undir þeim væntingum og hefur þess vegna ekki spilað mikið í byrjunarliði Arsenal. Ekki er talið að Arsene Wenger sé áfjáður í að selja kappann þar sem Eduardo da Silva og LESTUNÚNA SPORTIÐÁ 01415/ i laugardag fvrsti ís- l: og vann sinn fyrsta kílóa beljaki tileink- ‘St í síðustu viku. SIGURVEGARI Skuli fagnar sigri á meðan Caleb Nelson stendui vígalegur en hníptur í sinu horni. Þá segir ennfremur að það hafi hreinlega ekki verið nóg því Skúli væri einfaldlega betri boxari og kynni „vís- indin" eins og það er orðað mun bet- ur. „Nelson var sterkur en hann ógn- aði mér ekkert," sagði Skúli við blaðið eftir bardagann. Fékk borgað og er að taka kennsluréttindi Skúli er nú eini Islendingurinn með skráðan atvinnubardaga. „Ég fékk smá summu fyrir sigurinn," sagði Skúli léttur við DV í gær. Skúli skart- ar nú árangri sem hljóðar upp á einn sigur, ekkert tap og eitt rothögg og fer þvível af stað. Skúli erþó ekki einung- is að hugsa um að keppa þessa dag- ana. „Ég er að læra að kenna amer- ískt box líka. Ég mun Ijúka öðru stigi í því fljótlega," sagði Skúli Ármannsson hnefaleikakappi við DV að lokum. Hollendingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu ítölum upp, 3-0, i „dauðariðlinum“: Heimsmeistararnir niðurlæqðir Margir efuðust um samheldni og getu Hollendinga fyrir EM 2008 en engin ástæða er til að efast um þá ef tekið er mið af frábærum leik þeirra gegn ftölum. 3-0 sigur Hollendinga var sannarlega sanngjarn og gam- an var að sjá hve djarfir Hollending- ar mættu til leiks. Leikur þeirra þótti heldur varnarsinnaður í riðlakeppn- inni en allt slíkt var fjarri í gær þar sem léttleikandi sóknarleikur fékk að njóta sín. Eftir fjörlegar upphafsmínútur kom það í hlut markahróksins Ruuds Van Nistelroy að koma Hollending- unum yfir. Markið var heldur vafa- samt þar sem endursýningar sýndu að Nistelroy var klárlega rangstæður þegar hann stýrði skoti frá Sneijder í markið. ftalir mótmæltu en markið stóð engu að síður. Fimm mínútum síðar eða á þrí- tugustu mínútu komust „appelsín- urnar" tveimur mörkum yfir. Dirk Kuyt gerði vel þegar hann skailaði knöttinn á Wesley Sneijder sem sneri boltanum glæsilega ffamhjá Buffon sem kom engum vörnum við. ftal- ir voru í losti en reyndu að sækja og þeim til hróss verður að viðurkenn- ast að þeir hefðu vel getað skorað mark í fýrri hálfleik eftir nokkrar góð- ar tilraunir. Eðlilega reyndu ftalir að sækja í síðari hálfleik. Pressan var nærri því að skila sér en Edwin Van Der Saar, markvörður Hollendinga, sýndi trekk í trekk hvað í hann er spunnið og varði allt sem á markið kom. Fyrirsjáanlega voru það Hollend- ingar sem skoruðu þriðja markið. Góð sókn þeirra endaði með því að Dirk Kuyt sendi knöttinn fýrir á að- vífandi Van Bronkost sem skallaði boltann í netið með viðkomu í varn- armanni. Hollendingar ærðust af fögnuði á meðan Roberto Donadoni, þjálfari ftala, starði stjarfur í vantrú á það sem var að gerast. Liðið var al- gjörlega lánlaust og sama hvað það reyndi á lokasprettinum. Knötturinn vildi ekki inn. „Ég veit ekki hvort þetta var versti leikur liðsins undir minni stjórn. f fyrri hálfleik voru Hollendingar ekki betri en við . Við byrjuðum vel en mistökin voru okkur dýrkeypt og við fengum á okkur tvö mörk. Eftir það var þetta erfitt," sagði Donadoni nið- urlútur eftir leik. Annað hljóð var í hollenska fram- herjanum Dirk Kuyt sem lagði upp tvö mörk. „Frá byrjun vorum við staðráðnir í að standa okkur. Þeir eru heimsmeistarar með mjög gott lið skipað frábærum leikmönnum. En við gáfum allt í þetta og úrslitin voru frábær," sagði kampakátur Kuyt. vi'dar@dv.is MOLAR GUNNAR KOMINN HEIM Körfuknattleiksmaðurinn Gunnar Stefánsson hefur ákveðið að snúa aftur heim til Keflavíkur og leika með liðinu í lceland Express-deild- inni á næstu leiktíð. Gunnar eruppalinn Keflvíkingurog hefúr leikið með Keflavíkalla tíð að síðustu tveimurárum undanskild- um. Hann skipti yfir í KR 2006, færði sig svo til Hauka en lék með Ármanni í 1. deildinni á síðasta tímabili. Gunnar er 10. leikjahæsti leikmaður Keflavíkur ffá upphafi en hann á að baki 377 leiki fyrir félagið. Hann gerir þriggja ára samning við (slandsmeistarana. SlÐASTA TÆKIFÆRIÐ Jón Arnór Stefánsson og félagar (ítalska körfuknattleiksliðinu Lottomatica Roma mæta Siena í fjórða leik úrslitanna um meistaratitilinn þar (landi (kvöld. Siena leiðir einvígið 3-0 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér meistaratitilinn. Roma-menn verða þv( að vinna í kvöld ætli þeir ekki að láta sópa sér úr úrslit- um án þess að vinna leik. Jón Arnór lék vel í þriðja leik liðanna og skoraði 8 stig á þeim 25 mínútum sem hann spilaði. Roma leiddi með 12 stigum í hálfleiken Siena vaknaði heldur betur í seinni hálf- leik og vann með átta stigum að lokum. NÖFNIN A MAKEDÓNSKU Athygli vakti þegar (sland lék gegn Makedónfu (fyrri leiknum um laust sæti á HM hvernig makedónsku sjón- varpsmennirnir birtu nöfn liðsmanna Islands. Heimamönnum var nokk sama þótt eitthvert annað land sem talarekki þeirra tungumál hefði keypt útsend- ingu frá leiknum og þeir höfðu alla stafi á make- dónsku.Vignir Svavarsson á makedónsku er það eina sem hægt er að stafa en hann heitir CBABAPCOH á því ágæta tungumáli. Þá voru önnur nöfn með stöfum sem strik fóru f gegnum og leit nafri landsliðsþjálfarans, Guðmund- ar Guðmundssonar, út eins og gáta ( Tinnabók. HEIL UMFERÐ (1. DEILD Liðin sem varspáð uppaf öllum fyrir mót mætast í kvöld þegarVíkingur tekur á móti (BV (Víkinni í 1. deildinni í kvöld. Gengi liðanna við upphaf móts hefur þó verið svart og hvítt en Eyja- menn tróna á toppi deildar- innarmeðfullt hús stiga og hafa enn ekki fengið á sig mark.Víkingur situr(5.sæti með 7 stig, búinn að tapa tveimur leikjum og gera eitt jafntefli. Spútniklið Selfoss, sem er (2. sæti deildarinnar, tekur á móti Stjömunni heima en Selfyssingar hafa komið öllum að óvörum og eru ta- plausir eftir 5 umferðir. I öðmm leikjum kvöldins mætast Fjarðabyggð og Leikn- ir á Eskifirði, KA tekur á móti KS/Leiftri á Akureyri, Víkingur Ólafsvík leikur heima gegn Þór og Njarðvtk sækir Hauka heim að Ásvöllum. GENGUR LÍTIÐ í KEFLAVÍK Keflavík lagði KR í Landsbankadeild karla í fyrradag með fjórum mörkum gegn tveimur. I síðustu tíu deildarleikj- um liðanna I Keflavík hefur KR aðeins tvisvar sinnum náð sigri í Keflavík. Það var árið 1999 þegar Guðmundur Benediktsson og Bjarki Gunnlaugsson skoruðu(3-1 sigriVesturbæingaog 2002 skoraði núverandi landsliðsþjálf- ari kvenna, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sigurmark KR suður með sjó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.