Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10.JÚNI2008 Fréttir DV ,A . SUF kýs nýjan formann SUF, Samband ungra fram- sóknarmanna, hélt 70 ára afmæl- isþing sitt um helgina á Hótel Heklu á Skeiðum. Fór þar fram stefnumótun sambandsins fyrir komandi ár, auk þess sem ný for- ysta var kjörin. Bryndís Gunn- laugsdóttir var kjörin formað- ur, en hún er þriðja konan sem gegnir því embætti frá upphafi. Sambandið sendi að auki frá sér ályktanir um hin ýmsu mál, til dæmis hvað varðar aðild að Evrópusambandinu, réttarstöðu grunaðra undir lögaldri og að- búnað og kjör lögreglunnar. Rændi Fjarðarkaup Maður á þrítugsaldri var dæmdur til þess að greiða áttatíu þúsund krónur í fjársekt fyrir að hafa tekið óffjálsri hendi rúmar fjörutíu þúsund krónur í Fjarðar- kaupum á síðasta ári. Maðurinn hrifsaði peningana úr peninga- kassa í búðinni og hljóp síðan út úr versluninni með fjármunina. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í fjársekt þar sem hann hefur nýlokið langri vímuefna- meðferð. Hann hefur áður verið margdæmdur og er á skilorði vegna fíkniefna- og umferðar- lagabrota. skriftarnema Háskólinn á Bifröst útskrif- aði alls 99 nemendur við braut- skráningu síðastliðinn laugardag. Skólinn hefur aldrei útskrifað fleiri nemendur í einu lagi frá því hann tók til starfa fyrir 90 árum. Kenndi ýmissa grasa í hátíðar- ræðu Ágústs Einarssonar, rektors skólans, en hann benti meðal annars á mikilvægi þess að efla háskóla á landsbyggðinni til að halda jafnvægi í byggð. Flugvélar á Húsavík Húsvíkingar ráku margir hverjir upp stór augu um helgina þegar tvær Fokker-flugvélar Flug- félags Islands flugu yfir og lentu síðan á Aðaldalsflugvelli með nokkurra mínútna millibili. Þriðja vélin var þá einnig í hlað- inu, vél frá flugfélaginu Ernir sem flaug þangað með knattspyrnu- lið Aftureldingar. Flugvélar eru ekki algengar þessi síðustu ár á flugvellinum eftir að hætt var að fljúga áætlunarflug til Húsavík- ur. Aðaldalsflugvöllur er notaður sem varaflugvöllur þegar veður- skilyrði eru slæm á Akureyri. Enginn stjórnmálaflokkur hefur skilaö inn ársreikningi sínum til Ríkisendurskoðunar, eins og þeir eiga að gera samkvæmt lögum um Qármál stjórnmálaflokka. Flokkunum var gert ljóst í lok síðasta árs að viðmiðunarskilafrestur á ársreikningnum væri til síð- ustu mánaðamóta. Þó að rúmlega fimm mánuðir séu liðnir hefur enginn flokkur skilað ársreikningi sínum. Lárus Ögmundsson, lögfræðingur Ríkisendurskoðunar, segir byrj- unar-örðugleika hrjá flokkana. HAFA EKKISKILAÐ ÁRSREIKNINGIH „Við gætum sjálfsagt gert það efekki væru önnur verkefni sem tækju okkar tíma" Enginn stjórnmálaflokkur hefur skil- að ársreikningi með sundurliðun um tekjur sínar til Ríkisendurskoð- unar. Meðal þess sem koma á fram í ársreikningnum er hvaða lögað- ilar hafa styrkt stjórnmálaflokkana og um hversu háa upphæð. öllum stjórnmálaflokkum var í lok síðasta árs gefinn viðmiðunarfrestur til síð- ustu mánaðamóta til þess að skila ársreikningnum, en nú tíu dögum eftir mánaðamót hefur stofnunin engin gögn fengið frá flokkunum. Þetta staðfestir Lárus Ögmundsson, lögfræðingur Ríkisendurskoðunar. „Við höfum ekki fengið neina rekin- inga enn, við erum reyndar búin að senda fyr- irspurn til þeirra," segir hann. Lárus bendir á að nokkrirbyrj- unarörðug- leikarséuhjá framkvæmdastjórnum flokkanna við að skila ársreikningnum með þess- um hætti og Ríkisendurskoðun taki tillit til þess. Aðspurður hvort stjórn- málaflokkarnir ættu ekki að vera fyrirmynd fólksins í landinu um að standa við skil, segir hann svo vera. „Jú, þeir ættu að vera fyrirmynd, en þeir eru að aðlaga sig breyttum tím- um." Hann segir að embættið hafi þegar rekið á eftir gögnunum. „Þeir fara nú varla að haga sér eins og fant- ar í þessum málum," segir hann. Sömu skýringar DV leitaði skýringa hjá fram- kvæmdastjórum stjórnmálaflokk- anna á því hvers vegna ársreikn- ingum hafi ekki verið skilað. Flestir sammælast þeir um að það sé viða- mikið verkefni að taka saman fjár- reiður flokkanna með þessum hætti. „Þetta tók lengri tíma en við héld- um, það er margs að gæta. Við þurf- um að leita upplýs- inga hjá öllum aðildarfélögum sem þurfa að skila inn upp- J gjörum. Það bætist ofan á að þetta var ^ kosn- ingaár, svo það leggst allt á eitt. Við ætluð- um að vera búin að skila þessu inn, en það er nauðsynlegt að vanda til verks," segir Drífa Snædal, frarn- kvæmdastýra vinstri grænna. Sigfús Ingi Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins, tekur í sama streng. „Skýringin er einföld, við áttum fund með full- trúum Ríkisendurskoðunar þar sem kom fram að það væri ekki raunhæft að skila þessu inn fyrr en í haust. Það eru tugir aðildarfélaga og málið er mjög umfangsmikið." Önnur verkefni tefja Magnús Reynir Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins, segir að stefnt hafi verið að bví að ársreikningnum sem fýrst. Aðspurð- ur hvort rúmlega fimm mánuðir hafi ekki verið nægilegur tími til þess að ganga frá ársreikningum, svar- ar hann: „Við gætum sjálfsagt gert það ef ekki væru önnur verkefni sem tækju okkar tíma." Skúli Helgason, framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar, segist reikna með því að fá öll gögn í hend- urnar innan tveggja vikna og fullur vilji sé að klára málið eins fljótt og hægt er. Margir óvissuþættir séu þó fyrir hendi. Andri Óttarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, segist ekki minnast þess að ffesturinn hafi ver- ið til síðustu mánaðamóta. Ríkis- endurskoðun hafi sýnt flokkunum mikinn skilning því málið væri viðamikið. Þannig hafi Sjálf- stæðisflokkurinn þurft að kalla eftir upplýsingum frá hátt í tvö hundruð aðildarfélögum. Guðni Ágústsson Framsóknarflokkui- inn liefur ekkl skilað. Geir Haarde . Sjálfstæðisflokkurinn ’ ■ ' yBT’-. hefur ekki skilað. Guðjón Arnar Kristjáns son Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki skilað. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir Samfylking- in hefur ekki skilað. Steingrímur J. Sigfússon Vinstri græn hafa ekki skilað. Félagsvísindastofnun spuröi um álit á borgarfulltrúum: Óskarskilinn útundan Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknar, var sniðgenginn í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar sem ffamkvæmd var um helg- ina. I síðustu spurningu könnunar- innar voru svarendur beðnir um að meta borgarfulltrúa á kvarðanum 1 til 10, eftir frammistöðu á kjörtíma- bilinu. Nafn Óskars Bergssonar var hins vegar hvergi að sjá á spurninga- listanum. „Ég lenti í tilviljunarkenndu úr- taki, þetta voru eðlilegar spurnign- ar sem varða borgarmál, síðan var spurt um borgarfulltrúana, en aldrei var spurt um Óskar. Ég spurði spyr- ilinn á móti hvort hann hefði gleymt einhverju nafni. Hann yfirfór listann sinn og sagði svo ekki hafa verið," segir Hallur Magnússon, sem greindi frá málinu fýrst á bloggsíðu sinni. Hallur kveðst hafa kannað hvern- ig á þessu stæði og segist hafa mjög traustar heimildir fyrir því að Sam- fýllángin hafi staðið á bak við könn- unina. „Er Samfýlkingin að reyna að þegja Óskar í hel af því að henni staf- ar hætta af honum?" spyr Hallur. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, bendir á að það sé ekki sitt hlutverk að ræða um kannanir sem Félagsvísinda- stofnun geri. „Við Óskar erum í mjög góðu samstarfi og við erum stolt af honum og vonum að hann sé stolt- ur af okkur. Við erum ekkert að fela hann." Hjá Félagsvísindastofnun feng- ust engar upplýsingar um könnun- ina, þar sem niðurstöður hennar hafa enn ekki verið birtar almenn- ingi. Þær upplýsingar fengust að al- menn vinnuregla væri að ræða ekki um skoðanakannanir né um hver verkkaupinn á skoð- anakönnuninni væri. Aðeins var uppgefið að um aðila úti í bæ væri að ræða. Óskar Bergsson seg- ist hafa farið yfir málið með Degi B. Eggertssyni, um hvers vegna Samfylk- ingin hafi sett upp könnur ina með þessum hætti. „Ég reikna með því að Samfylking og Féiagsvísindastofnun geri grein fyrir málinu." valgeir@dv.is Óskar Bergsson Reykvíking- um var ekki gefinn kostur á því að segja álit sitt á honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.