Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚN(2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og ReynirTraustason, rt@dv.ls FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson, janus@dvJs FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.ls AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason, asi@blrt!ngur.ls DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7040. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaösins eru hljóðrituö. SAIVDKORN ■ Oft er talað um að í góðæri eigi að minnka umsvif ríkisins en auka þau þegar þrengir að til að mæta atvinnu- leysi. Nú er hins vegar að heyra að ríkisstjórn- in hyggist jafnvel slá af byggingu há- tæknisjúkra- húss og lagningu Sundabrautar vegna kreppunnar. Guðmund- ur Gunnarsson, formaður Raf- iðnaðarsambandsins, undrast þetta. Hann spyr á bloggsíðu sinni hvort samgönguráðherr- ann Kristján Möller hyggist þá slá afVaðlaheiðargöngin eða stoppa af Siglufjarðargöng í til- efni kreppunnar, en téð göng eru í kjördæmi hans. ■ Jukob Ilrafnsson er ungur fiamsóknarmaður sem hefur þótt lfldegur til að verða næsta ungstirni flokksins. Jakob er bróðir Björns Inga Hrafnsson- ar, sem þótti vænlegasti fram- tíðarleiðtogi flokksins áður en hann hætti vegna innanbúðar- átaka. Nýjasta tillaga Jakobs er hins vegar umdeild. Hann vill leysa umferðarvandann með því að niðurgreiða leigubfla. Öðrum þykir óiíklegt að bílum fækki þótt fólk taki leigubíl f stað einkabfls. ■ Ef marka má Orðið á götunni þá eru átök í uppsiglingu innan Ríkisútvarpsins. Félag frétta- manna vill veglegar launahækk- anir í samræmi við ofurlaun Páls Magnússonar útvarps- stjóra sem er með 1,6 milljónir króna á mánuði. Þá er Þórhall- ur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarps, með um 800 þús- und krónur á mánuði eins og Séð og Heyrt upplýsti en Sigrún Stef- ánsdóttir, dagskrár- stjóri Út- varpsins, er með um 80 þúsund krón- ur lægri laun sem væntanlega kristallar jafnréttisstefnu stofn- unarinnar. Öðrum stjórnend- um er ætlað að þiggja rúm 30C þúsund á mánuði og um það snýst ólgan. ■ Vefritið Vísir undir ritstjórn Óskars Hrsafns Þorvaldssonar á það til á köflum að fara mik- inn í fréttum og jafnvel skúbba þegar um grynnri mál er að ræða. Þeir sátu þó illilega eftir þegar dv.is upplýsti á laugardag að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson myndi segja sig frá leiðtoga- hlutverkinu og Hanna Birna Kristjánsdóttirtaka við. Fréttdv- ,is er tímasett kl. 15.48. Nokkru síðar dúkkaði upp samhljóða frétt á Vísi og einhverjum til undrunar var hún tímasett kl. 15.35 en þá stóð enn yfir fund- ur þar sem Vihjálmur kynnti ákvörðun sína. Lögregluofbeldi LEIDARI REYNIRTRAUSTASON RITSTJORISKRIFAR. Áríöandi er ad almenningiir vakli ofbeUlisseggina Sú stórhættulega 'þróun hefur átt sér stað að sífellt fleiri dæmi eru um að Iögregluþjónar grípi til til- gangslauss ofbeldis og nið- ist á borgurum. Dæmið um lögreglumanninn sem tók ungan mann kverkataki í verslun 10-11 var sláandi og lýsandi fyrir hugsunar- hátt sem þrífst innan lög- reglunnar. Þrír lögreglumenn ruddust inn á heimili á Akranesi og beittu þar hiirku með þeim tækjum sem þeir höfðu yfir að ráða. Tilgangurinn var að ná í húsráðanda til að gefa skýrslu vegna at- burðar sem varð nokkrum dögum fyrr. Hinn handtekni fékk ekki að sjá heimild lögreglunnar til þess að rjúfa friðhelgi heimilisins. Nýjasta dæmið um ofbeldisáráttu lögreglumanna var á Patreks- firði á sjómannadaginn þar sem ungur sjómaður var úðaður með táragasi af því að hann vildi eldd leggjast í jörðina. Myndband sýn- ir að hann var ekld ógnandi við lögreglumennina heldur hörfaði. Gaslöggan við Rauðavatn, sem í sýnilegum tryllingi úðaði á mót- mælendur, er orðin landsfræg fyrir framgöngu sína. Lögregluyfirvöld verða að taka af ákveðni á málum sem þessum og fyrirbyggja að undirmenn þeirra komi óorði á alla stéttina með tilgangslausum árásum á borgara. En eftir höfðinu dansa limirnir og það er líklega borin von á með- an siðleysingi á borð við Harald Johannessen situr í stóli rikislögreglustjóra. Þá er ólíklegt að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra geri neitt í þessum málum. Ráðherrann ber ábyrgð á ríkislögreglu- stjóra og er ákafur talsmaður þess að stjórna með hörku frem- ur en mildi. Það undirstrika draumar hans um stóra sérsveit eða jafnvel herlið sem notað verði til að berja niður borgarana. Þegar þessum tveimur mönnum hefur verið komið frá emb- ættum er von um að böndum verði komið á ofbeldislöggur. Það liggur í starfsheitinu lögregluþjónn að honum er ætlað að vera í þjónustu almennings en ekki að þjóna eigin hvötum til valdbeit- ingar. Áríðandi er að almenningur vakti ofbeldisseggina og komi á framfæri upplýsingum um brot þeirra. ÓLAFS-SYNDRÓMIÐ SVARTHÖFÐI T göfuglyndi Vilhjálms sem hjó loks á hnútinn. Þáttur flokksformannsins Geirs H. Haarde í þessari afferu allri er kostulegur en raðklúður flokksins í borginni hafa grafið hressi- lega undan hug- myndum fólks um að Geir búi yfir einhverjum leiðtogahæfi- leikum. Hann talaði íjálglega um stórmennsku Vilhjálms að leysa krísuna með eftirgjöf um helg- ina. Stórmennskan er þó ekki sprott- in af neinu öðru en neyð og fjölda skoðanakannana sem hafa sýnt ótví- rætt að borgarbúar hafha Vilhjálmi sem framtíðarleiðtoga. Borgarbú- ar hafa að vísu einnig hafnað Ólafi F. Magnússyni sem leiðtoga sínum en hann þarf ekki að sýna neina Eftir endalausan vandræða- gang og klúður leystu sjálf- stæðismenn í Reykjavík odd- vitakrísu sína um helgina þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét loks þau boð út ganga að hann myndi eftirláta Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjórastólinn á næsta ári. Þessi niðurstaða hefur í raun verið óumflýjanleg frá því Hanna Birna sýndi ótvíræða leiðtogahæfi- leika í fjöldamótmæl- unum á pöllum borg- arstjórnar fýrr á árinu. Þar sveifluðust Ólafur F. Magnússon og Vilhjálm- ur eins og lauf í vindi, skít- hræddir við baulin í mótmæl- endum á meðan Hanna Birna sýndi karakter, sussaði á liðið og sveiflaði hamrinum án þess þó að missa sig og siga lögreglu á múginn. En meg- intilgangur mótmælenda var að sjálfsögðu að espa nýjan borgar- stjórnarmeirihluta til frekari ill- verka og helst ofbeldis. Þótt Hanna Birna hafi haft hemil á sér í hringiðu mót- mælanna og hafi ótvírætt sýnt fram á það síðustu mánuði að ef einhver innan borgarstjórn- arflokks Sjálfstæð- isflokksins sé með fulla fimm þá sé það helst hún er alls óvíst að hún geti haft stjórn á þeirri sundur- lausu og ringluðu hjörð sem Vilhjálmuir hefur nú loks eftirlátið henni. Sjálf- stæðismennirnir í Reykjavík eru svolítið eins og Rómverjarn- ir hans Steinríks forðum. Þeir eru „klikk". Vita ekkert í sinn haus og hafa ítrekað keyrt sjálfa sig, flokk- inn og borgina í þrot í grímulausu valdabrölti knúnu áfram af eigin- girni og óbilgirni. Hanna Birna er nú í lítt öf- undsverðu hlutverki Ses- ars og þótt allir brosi og Gísli Marteinn sé ljúfur sem lamb glampar á rýtingana og alls óvíst að allir í þessari fordæmdu herdeild sundrungarinnar muni una þess- um málalyktum. En það er víst óviðeigandi að ræða málin á þessum nótum nú þegar línan hefur verið lögð úr Valhöll og öllum ber að fagna í einum kór stórmennsku og stíga af stalli. Hann er þar ekki á eigin ábyrgð heldur sjálfstæðismanna. En auðvitað er óviðeigandi að ræða stöðu Ólafs á þessum tímapunkti. * Olafur innleiddi hugtakið „óviðeigandi" í borgarpól- itíkina þegar hann vann borgarstjórastólinn í póker af Villa og Kjartani Magnússyni og síðan þá hefur helst ekk- ert mátt ræða. Og borgin og borgarstjórnin hefur hnign- að í súrrandi meðvirkni og þagnarsamsæri. Geir Haarde hefur farið að dæmi Ólafs og dæmir nú hitt og þetta óvið- eigandi. Til dæmis kom fram í máli Geirs um helgina að óviðeigandi væri að spyrja um þátt formannsins í þessum málalyktum. Það er sem sagt óviðeigandi að forvitnast um hvort formaður Sjálfstæðisflokksins hafi átt hlut að máli þegar oddviti flokksins ákveður að víkja. Margt er undrið. Við heilbrigðar aðstæður ætti þessi spurning jafnmikinn rétt á sér og eldri spurning um heilsu Ólafs F. en í þeirri sjúklega með- virku og samsettu fjölskyldu sem nú stýrir borginni er allt óviðeig- andi sem ekki er hreinræktað „ já“- hjal og lofrullur um þá sem halda heimilishaldinu í heljargreipum. „Eigum við ekki að vona það." Elísabet Árný Tómasdóttir bankastarfsmaður a'H)'l „Já, ég held að hún verði betri en Vilhjálmur og Ólafur F. Ég hef trú á henni og held að hún verði góður leiðtogl." Herdís Friðriksdóttir, 38 ára skógfræðingu „Já, það hugsa ég." Anna D. Sveinbjörnsdóttir, 57 ára matráðu „Ég veit það ekki. Ég vona að hún standi sig vel en ég er samt ekki viss." Þór Benediktsson, 63 ára bílstjóri DÓMSTÓLL GÖTUNNAR VERÐUR HANNA BIRNA GÓÐUR LEIÐTOGI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.