Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 Fréttir DV Hjúkrunarfræðingar íhuga aðgerðir Efnt hefur verið til atkvæðagreiðslu hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga um hvort hjúkrunarfræðingar skuli hafna yfirvinnu. Búist er við niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni 23. júní. II Hjúkrunarfræöingar á Landspítalanum íhuga yfirvinnubann en Qórðungur launa þeirra er greiddur í yfirvinnu. Að jafnaði fá starfsmenn Landspítalans einn sjötta launa sinna greiddan í yfirvinnu. hjúkrunarffæðingar skuli hafna yf- irvinnu frá og með 10. júlí. Að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags hjúkrunarfræðinga, er boð- að til þessara aðgerða vegna seina- gangs í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd ríkisins. Hún gerir ráð fyrir að niðurstaða úr atkvæða- greiðslunni liggi fyrir 23. júní. RÓBERT HLYNUR BALDURSSON blaöamaðui skrifar: roberthbftdv.is : ■■■ - r * T- £ HEILDARLAUNAKOSTNAÐUR, ÞAR A MEÐAL LAUNATENGD GJÖLD 24,5 milljarðarkróna Þaraf ■ Föst vinna ■ Yfirvinna ■ Vaktalaun ■ Önnur laun 68% 14% 15% 3% Fjórðungur launa hjúkrunarfræð- inga á Landspítalanum er greiddur (yfirvinnu. Ef vaktalaunum og öðr- um launum er aftur á móti bætt við nema greiðslurnar um þriðjungi af heildarlaunagreiðslum hjúkrun- arfræðinga. Hjúkrunarfræðingar fengu greiddar rúmar 320 milljónir króna í yfirvinnu á Landspítalanum í fyrra. Heildarlaunagreiðslur hjúkr- unarfræðinga voru aftur á móti rétt tæpir 1,4 milljarðar króna. Til samanburðar eru 14 prósent af heildarlaunagreiðslum á Land- spítalanum greidd sem yflrvinna, 15 prósent sem vaktalaun og 3 pró- sent sem önnur laun. Heildarlauna- kostnaður á Landspítalanum var rétt tæpir 24,5 milljarðar króna í fyrra. Engin yfirvinna Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur boðað til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um hvort Neyðaráætlun tæki við Efverðurafyfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga má búast við því að neyðaráætlun taki við á Landspítalanum. Stutt er frá því að komið var (veg fyrir neyðarástand á sjúkrahúsinu vegna óánægju hjúkrunarfræðinga. HEILDARLAUNAKOSTNAÐUR GEISLAFRÆÐINGA 331 milljón króna Mikil áhrif á starfsemina Af yfirvinnugreiðslum á Land- spítalanum má glöggt sjá hversu mikil áhrif yfirvinnubann myndi hafa á starfsemi margra heilbrigð- isstofnana landsins. Á Landspít- alanum má gera ráð fyrir því að neyðaráætlun taki við verði af yf- irvinnubanninu. Stutt er frá því að svipað ástand var uppi á Landspít- alanum vegna óánægju skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga með fyrirhugaðar vaktabreytingar þar. Ætíuðu tæplega hundrað hjúkrun- arfræðingar þá að láta af störfum. Ef hefði orðið af uppsögnunum hefðu einungis bráðaaðgerðir verið gerðar á Landspítalanum. Að sögn stjórn- enda Landspítalans voru vakta- breytingarnar aftur á móti fyrir- hugaðar til að minnka vinnulotur hjúkrunarfræðinga. Þessu til viðbótar má geta þess að samkvæmt mannekluskýrslu Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga vantar 20 prósent upp á að mönnun í hjúkrun verði viðunandi. Þá er ný- liðun innan stéttarinnar minni en þörf er á og um 20 prósent félags- manna Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga eru að nálgast eftirlauna- aldur á næstu árum. Það eru um 600 manns. Yfirvinnubann myndi því gera þessa stöðu enn erfiðari. Vegna seinagangs í kjaraviðræðum Að sögn Elsu snúa aðgerðir hjúkr- unarfræðinga nú ekki að óánægju þeirra með vinnufyrirkomulag, heldur eru þær ætíaðar til að þrýsta á að viðunandi kjarasamningar ná- ist, einkum sem snúa að taxtabreyt- ingum. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru meðallaun hjúkrunarfræðings um 285 þúsund krónur á mánuði. Samninganefnd ríkisins hefur boðið hjúkrunarfræðingum að gera sambærilegan samning og gerð- ur var við BSRB. Að mati Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga myndi sá samningur aftur á móti leiða til kaupmáttarrýrnunar hjúkrunar- fræðinga. „Við höfum varpað ffam okkar hugmyndum og möguleikum á samningum. Við höfum nú setið yfir samningunum í um ellefu vik- ur. f ffamhaldi af þessu ákváðum við að taka áskorun trúnaðarmanna um að efna til atkvæðagreiðslu um yfirvinnubann," segir Elsa sem seg- ir ljóst að aðgerðirnar myndu hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðis- stofnana. Aðspurð hvort hugsanlegar að- Þaraf ■ Föst laun ■ Yfirvinna ■ Vaktalaun ■ Önnurlaun 60% 28% 8% 4% HEILDARLAUNAKOSTNAÐUR HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1,4 milljarðar króna Þar af ■ Föstvinna ■ Yfirvinna ■ Vaktalaun • Önnurlaun 61% 23% 13% 3% gerðir hjúkrunarfræðinga séu und- anfari verkfalls þeirra, segir Elsa það af og frá. „Þetta eru aðskildar aðgerðir við verkfall og er ekki sjálf- gefið að það fýlgi í kjölfarið," segir Elsa. Næsti fundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninga- nefndar ríkisins verður á morgun. ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is - Sparkleikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Útilíf - Kassabílaakstur - Sui/d - Fyrir stráka og stelpur 8-1 2 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópeflisandii •III INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.