Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR lO.JÚNf2008 Slðast en ekki slst DV BÓKSTAFlega „Ég gat ekki mætt þangað með fylgjuna í eftirdragi." ■ Inga Sigrun Atladóttir í DV, baejarfulltrúi H-listans ÍVogum, komst ekki á landsþing S(S, enda stödd á fæðingardeildinni. „Metnaður, sigurvilji og bjór." ■ Benedikt Kristjánsson, tvítugur tenór, sem komst fyrir helgi inn í einn virtasta tónlistarháskóla Evrópu, í DV. Einnig má geta þess að við spurning- unni.Hverer maðurinn?" svaraði Benedikt: „Marlboromaður- inn." „Afi minn oj pabbi voru báðir með hesta en þegar ég var ungl- ingur hætti pabbi þessu nestastússi. Ég féll hins vegar aftur fyrir þessum skepnum þegar ég lék í Nonna og Manna fyrir um tveimur áratug- um og reið Grundaríjörð- inn fram og til baka." ■ Helgi Björnsson í Fréttablaðinu en hann sendir á næstunni frá sér eins konar kántríplötu með hestaívafi. „Það er einfalt og gott svo allir geti spilað það á gítar- mn. ■„Það er einfalt og gott svo allir geti spilað það á gítarinn." HreimurÖrn Heimisson spurður um þjóðhátíðar- lagiðíár.-DV „Þeir sem skutu ísbjörn- inn eru vistfræðilega fá- vísir og algjörar gungur." ■ Leikkonan, söngkonan og fyrrverandi fyrirsætan Brigitte Bardot er ósátt við að (sbjörnin hafi ekki fengið að lifa. - DV „Já, Ingibjörg hefur per- sónulegar ástæður og keppir ekki í ungfrú al- heimí í ár," ■ Arnar Laufdal, framkvæmdastjóri Ungfrú Island, en Ingibjörg R. Egilsdóttir hafnaði i öðru sæti í keppninni um fegurstu stúlku (slands en mun ekki keppa í fegurðarsam- keppni Donalds Trump eins og til stóð. „Þetta var afspyrnu- slakur leik- ur af okkar hálfu." ■ Sársvekktur landsliðs- þjálfar- inn, Guðmundur Þórður Guðmunds- son, þegar DV náði í skottið á honum rétt fyrir liðsfund í gærkvöldi. „Ég var ósáttur við Árna Kristin [leikmann Breiðabliks] og var á leiðinni að tala við hann. Síðan tekur Guðmann Þórisson mig hálstaki og dómarinn ákveður að refsa okkur báðum með gulu spjaldi. Ég gerði samt ekki neitt." ■ Fyrirliði Vals, Atli Sveinn Þórarins- son, við DV eftir leik Breiðabliks og Vals á Vodafone- vellinum. HAFNFIRÐINGUM VELTREYSTANDI Tilkynnt var um helgina að Hanna Birna Kristjánsdóttir mundi taka við sem oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hanna Birna tekur við embætti borgarstjóra á næsta ári. MAÐUR DAGSINS Var það alltaf draumur þinn að verða borgarstjóri? „Nei, en í dag dreymir mig um að að fá tækifæri til að vinna vel í þágu Reykvfkinga." Hvað er skemmtilegast við pólitíkina? „Hvað hún er fjölbreytt og hvemig hún býður upp á ný tækifæri á hveij- um degi." Hver er konan? „Hún er fjörutíu og tveggja ára borg- arfulltrúi, eiginkona og móðir í Foss- voginum" Er Hafnfirðingi treystandi til að stjórna Reykjavíkurborg? „„Hafnfirðingum er treystandi til allra góðra verka." Hvert verður þitt fyrsta verk sem borgarstjóri? „Að taka við góðu búi frá Ólafi F. Magnússyni, núverandi borgar- stjóra." Eru konur betri stjórnendur? „Allavega jafhgóðir." En leiðinlegast? „Sú krafa að maður munnhöggvist við fólk sem manni líkar ljómandi vel við." Hvað á að gera í sumar? „Vinna að góðum málum í borginni og nota allar lausar stundir með fjöl- skyldunni." Hvað drífur þig áfram? „Löngunin til að láta gott af mér leiða." Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil? „Ég ætlaði að verða kennari." Hvenær fer flugvöllurinn? „Þegar við finnum honum betri stað." Hvernig sérð þú Reykjavík fyrir þér eftir fimm ár? „Eins fallega og hún er í dag." Ef þú værir föst á eyðieyju. Hvaða þrjá hluti eða manneskjur mynd- ir þú taka með þér? „Manninn minn og dætumar tvær." Deilur vegna meints klofnings meöal kvikmyndaframleiðenda: Sérhagsmunir ráða ekki ríkjum „Að sjálfsögðu eru það ekki sér- hagsmunir fárra sem ráða ríkjum. Menn þurfa ekki annað en líta yfir sviðið til þess að sjá hvað er að ger- ast. Stjórnarmenn hafa til að mynda verið að vinna að því að RÚV komi myndarlegar að hvers kyns þátta- gerð, kvikmyndaframleiðslu, heim- ildamyndagerð og fleiru. Allt þetta tekur bara ákveðinn tíma," segir Agnes Johansen sem var til svara fyrir hönd stjórnar framleiðendafé- lagsins SÍK þegar DV leitaði eftir því í gær. Tílefnið er grein eftir Böðvar Bjarka Pétursson, kvikmyndafram- leiðanda og skólastjóra Kvikmynda- skóla fslands, sem birtist á logs.is á föstudag. í greininni segir Böðvar Bjarki að fjöldi framleiðslufyrirtækja sé að taka sig saman og ædi að stofna nýtt félag til að sjá um hagsmuni sína. Ástæðan sé að þau telji að stjórn framleiðendafélagsins SÍK „hafi ekki staðið sig sem skyldi og að þröngir sérhagsmunir fáeinna bíó- myndaframleiðenda ráði algjörlega ríkjum í félaginu". „Ég hef ekki heyrt af stofnun nýs félags, en ég hef heyrt kurr í nokkr- um minni framleiðendum," segir Agnes. „Ég held hins vegar að það séu miklu fremur þrengri hagsmun- ir örfárra af þessum smærri fram- leiðendum, sem sjá ekki út fýrir skóginn sinn, sem stendur svolítið í þeim. En ef þeir telja að stofnun nýs félags þjóni þeirra hagsmunum betur er það bara gott og blessað. Ég held þó að menn séu ekki að skoða heildarmyndina." Böðvar gagnrýnir einnig í grein sinni að SÍK hafi ekki enn haldið að- alfund á þessu ári, sem hefð sé fyr- ir að halda snemma á vorin. Agnes segir eðlilega skýringu á því. „Það eru tvö stór mál sem ekki tókst að leysa fyrir vorið. Því verður hann líklega ekki haldinn fyrr en í haust þar sem það eru svo margir fjarver- andi á sumrin." Aðspurð hvaða mál þetta séu segir Agnes þau snúa að tveimur nefndum sem falið hafi verið að fara yfir lagabreytingatíllögur félags- manna annars vegar og hins vegar nefnd sem fer nú yfir reglur um höf- undarréttargreiðslur. Þegar þær hafi lokið störfum sé ekkert því til fýrir- stöðu að boða til aðalfundar. kristjanh@dv.is Agnes Johansen Talsmaðurstjórnar framleiðendafélagsins SfK. SWDKORN ■ Oddur Hrafn Stefán Björg- vinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, er staddur í Marokkó um þess- ar mundir. Krummi er þar ásamt vinum en á facebook- síðu söngv- arans stóð fýrirhelgiað hann væri „á leiðinni til Mar- okkó að finna sig og skemmta sér með góðum vinum" Að sögn Björgvins Halldórssonar, föður hans, er ekki um tónlistarferð að ræða heldur sé Krummi í fríi með vinum og væntanlegur heim í dag. ■ Sjónvarpsmaðurinn Oddur Ástráðsson í íslandi í dag á Stöð 2 sýnir stoltur á myspace-síðu sinni nýja tattúið sitt. Listaverk- ið lét hann setja á sig síðast- liðinn föstudag, á svokallaðri tattúráðstefnu sem haldin var áTunglinu um helgina og var allt fest á filmu fyrir þátt- inn. Inn- blásturinn er Svandís Svavars- dóttir, borg- arfulltrúi vinstri grænna, sem er einmitt móðir Odds. Húðflúrið minnir einna helst á gömlu sjómanna- tattúin. Engin mynd, ekkert tákn, bara „Mamma". ■ Kvennahlaup fSÍ fór fram á níutíu stöðum á landinu á laugardaginn. Konur á ísafirði létu að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og hlupu á fjórða hundrað konur á öllum aldri í hlaupinu þar í bæ. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema fýrir þær sakir að hundrað og fjögurra ára gömul kona, Torfhildur Torfadóttir, tók þar þátt. Sam- kvæmt vestfirska fréttavefnum bb.is er Torfhildur sú elsta til að taka þátt á landinu svo vitað sé. Vegalengdin sem Torfhildur hljóp var 2,5 kílómetrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.