Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 Fákus DV (Dstannnar Saga ástarinnar Alma Singer er fjórtán ára og vill framar öllu lækna einmanaleika móður sinnar. Lausnin gæti verið falin í bókinni sem mamma hennar er að þýða og því leggur hún upp í leit að höfundinum. Saga ástarinn- ar var tilnefnd til Orange- bókmennta- verðlaunanna. Verðlaunin eru einungis ___ _J veitt konum af dómnefnd sem skipuð er konum. Bók- in hefur verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og stendur nú til að gera kvikmynd eftir henni. Það eru þó ekki aðeins konur sem hafa heillast af þessari sögu um tengsl ástar og sögu, fortíðar og nútíma. Nóbels- verðlaunahafmn J.M. Coetzee seg- ir bókina heillandi, blíða og afar frumlega. Skuggi forlag gefur út. Tré Janiss- aranna FOR A MINOR REFLECTION A ORGAN (slenska hljómsveitin F0RAMIN0R REFLECTION og hin bandaríska NORTHERN VALENTINE halda tónleika áORGAN i kvöld. Hljómsveitirnarspiluðu í Viðeyjarkirkju á sunnudaginn viðfeikigóðar undirtektir viðstaddra, auk þess sem þær spiluðu saman í Bandaríkjunum um páskana. Þær ættu því að vera orðnar vel kunnugar hvor annarri fyrir tónleikana í kvöld sem hefjast klukkan 21. Dama og fugl „Keren Ann er mögnuð söngkona og kom, sá og sigraði með sínum einlæga söng og fjölbreytileika." . Hjá Skugga er einnig nýlega komin út bókin Tré Janissar- anna. Nótt eina árið 1836 er ung stúlka kyrkt í kvennabúri sold- ánsins og á sama tíma er liðsfor- ingja slátrað á götum Istan- búl. Borgin er sem púður- Tl'.É tunna og hið J/., »</> glæsilega _ heimsveldi (CTj Tyrkjasold- ':,:}'J áns riðar til falls. Hinar fornu úr- valssveitir TXa/.íí, i Janissaranna virðast koma við sögu, en hvernig? Aðeins einn maður getur leyst gátuna: Yashim, sér- legur ústsendari soldánsins og geldingur úr kvennabúrinu. Tré Janissaranna vann hin virtu Edg- ar-verðlaun í Bandaríkjunum. Það eru eftirsóttustu verðlaun sem glæpa- og spennusögur geta fengið. V____________________________J Morðin í Betlehem Morðin í Betlehem segir frá palest- ínska kennaranum Omar Yussef sem þarf að takast á við dularfullt sakamál í fæðingarborg frelsarans. Þegar eftir- lætisnemandi hans, George Saba, er hand- tekinn fyrir morð verður Omar sann- færður um að komið hafl verið á hann rangri sök. George stend- ur frammi fyrir dauða- refsingu og veitir það gamla sögu- kennaranum innri kraft sem hann hélt að væri löngu glataður. Morð- in í Betlehem er fyrsta bókin í röð spennusagna um hinn „óvænta" spæjara Omar Yussef, eins og segir í tilkynningu frá Skugga forlagi. Höf- undurinn, Matt Rees, hefur fjallað um Mið-Austurlönd í starfi sínu sem blaðamaður í áratugi. AFSLAPPAÐIR OG LIFANDI Létt og gott andrúmsloft var í stóra sal Háskólabíós síðastliðinn fimmtudag þegar Barði Jóhanns- son og Keren Ann Zeidel komu fram með Sinfóníuhljómsveit ís- lands á tónleikum sem voru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Tónleik- arnir voru þeir síðustu á Listahá- tíðinni og næstsíðustu í tónleika- röð Sinfóníuhljómsveitarinnar. Barði er vel þekktur meðal landsmanna og er einn flölhæfasti listamaður landsins. Það sannað- ist á þessum tónleikum sem hann og Keren Ann hafa unnið saman undanfarin ár með afar góðum ár- angri. Lögin á tónleikunum voru úr ýmsum áttum. Flest lögin voru frá þeim Barða og Keren Ann sem þau hafa unnið að í sameiningu undir nafninu Lady and Bird. Tvö. þeirra voru frá árum Barða í Bang Gang þar sem Ester Thalía Casey kom og söng með honum. Rifjuð- ust þá upp góðar minningar. Auk þess voru lög af nýjustu plötu Bang Gang, Ghost from the Past. Keren Ann er mögnuð söng- kona og kom, sá og sigraði með sínum einlæga söng og fjölbreyti- leika. Það er alveg ljóst að hún leyf- ir sér að leika sér með hugmynd- ir sínar og er óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. Hún söng ýmist ein eða með Barða. Barði var léttur í skapi og af- slappaður. Hann sló á létta strengi milli laga og reytti af sér nokJcra brandara sem fengu salinn til að hlæja. Hann náði að létta hið LADYANDBIRD ÁSAMTSINFÓNÍU- HUÓMSVEIT ÍSLANDS HÁSKÓLABlÓifimmtudaginn S.júní 1 'k'k'kir _____________ TÓNLEIKADÓMUR formlega andrúmsloft sem á til að myndast á sinfóníutónleikum. Undirrituð hefur að minnsta kosti ekki upplifað jafn persónulega stemningu á slíkum tónleikum. Myndasýning var á stórum skjá alla tónleikana og er óhætt að segja að það hafi haft áhrif á upplifunina. Nýtt myndefni var við hvert lag. Auk þess var kór sem söng með. Tónleikarnir voru mjög lifandi og ijölbreyttir. Stórskemmtilegt var að upplifa Keren Ann Zeidel í svo mörgum hlutverkum og er hún með íjölhæfari listamönnum sem undirrituð hefur séð. Án hennar hefðu tónleikarnir ekki verið eins góðir. Keren Ann nýtur mikilla vin- sælda í Frakklandi. Hún hefur gefið út fimm plötur sem allar hafa feng- ið frábærar viðtökur auk þess sem hún hefur hlotið ótal viðurkenn- ingar fýrir tónlist sína. Hið sterka samband milli henn- ar og Barða skflaði sér til áhorfand- ans á þessum tónleikum á magnað- an hátt með Sinfóníuhljómsveitina bak við. Tíma sem var afar vel var- ið. Ásdis Björg Jóhannesdóttir í SKYNDI PRYÐISMATURILUMMO UMHVERFI Síðastliðinn laugardag ákvað ég að hitta á vinkonurnar í hádeginu á veitingastaðnum Brons við Póst- hússtræti. Þetta var í fýrsta skipti sem ég kem þangað inn enda búið að taka mig langan tíma að sætta mig við það að Kaffibrennslan sé búin að vera og Brons sé kominn í staðinn. Staðurinn sjálfur finnst mér ekki smart. Hann er ffemur kuldalegur og gat ég alls ekki hugsað mér að sitja á efri hæðinni sökum myrkurs. Það var ekld mikið að gera þegar við komum enda grenjandi rigning og fáir á ferli í miðbænum svo við gát- um sem betur fer fengið sæti á neðri hæðinni. Matseðillin á Brons er girnilegur. Það er mildð um litla og girnilega tapasrétti sem ég er alveg til í að prófa einhvern tímann þegar þannig liggur á mér. í þetta skiptið ákvað ég hins vegar að fá mér kjúkl- ingasalat með mangó og sauðaosti. Þjónninn var indæll og til í að svara samviskusamlega þeim spurningum sem ég hafði varðandi matseðilinn. Þegar ég fékk svo kjúklingasalatið varð ég heldur betur fyrir vonbrigð- um, blessaður sauðaosturinn sem hafði heillað mig hvað mest við sal- atið var hvergi sjáanlegur. Þjónninn var hins vegar eldd lengi að ldppa því í liðinn og sótti litla skál með niður- rifnum osti sem ég sá þá bara sjálf um að blanda út í. Ekkert stórmál en alltaf leiðinlegt að fá eldd það sem maður pantaði. Vinkona mín pant- aði sér bolla af svörtu kaffi. Kaffihús nútímans eru hins vegar mörg hver orðin svo nútímavædd að ekki er notast við gömlu góðu uppáhelling- una heldur espressó-vél og fékk hún því nautsterkan tvöfaldan espressó (að mér sýndist) blandaðan með örlitlu vatni. Þar sem kaffibollinn kostaði þrjú hundruð lcrónur fannst oldcur fátt sjáifsagðara en ábót væri innifalin. Svo var hins vegar ekki en afgreiðslustúlkan sá samt aum- ur á vinkonunni og splæsti á hana ábót og fékk hundrað rokkstig fyrir. Salatið mitt kostaði fjórtán hundr- uð krónur, var vel útilátið og alveg hreint ágætt á bragðið. Maturinn var því prýðilegur en hönnunin á staðn- um dregur stemninguna niður. KRISTA HALL fóráBroris m HRAÐI: ★ ★ VEITINGAR: ★ ★ VIÐMÓT: ★ UMHVERFI: ★ ★★★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.