Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008
Sport PV
MOLAR
DECO Á LEIÐ TIL INTER
Portúgalski Brasilíumaðurinn Deco
er á leið til Inter Milan samkvæmt
fjölmiðlum á (talíu. Deco hefurekki
náð að standa
undirvænting-
um hjá Barce-
lona að undan-
förnu en hinn
þrítugi Deco
heillaði engu
að síðurMour-
inho nægilega
mikiðtil þess
að hann vilji
fá kappann til Inter. Kaupverðið er
talið á milli 12 og 13 milljónir evra
og samningur hans við ítölsku meist-
arana er til þriggja ára en talið er
að hann fái um 5 milljónir evra fyrir
hverja leiktíð. Deco kom til Barcelona
frá Porto árið 2004, árið eftir að Porto
tryggði sér sigur í Meistaradeildinni.
Á tíma sínum hjá Barcelona hefur
hann unnið tvo Spánarmeistaratitla
og einn Meistaradeildartitil.
HINN NÝI ROONEY
Newcastle er við það að tryggja sér
starfskrafta hins nýja Rooneys. Ungl-
ingurinn Aar-
on Spears, sem
aðeins er 15
ára, tók New-
castle fram
yfir Arsenal,
Tottenham og
Portsmouth.
Nú þegar
Spears er bú-
inn að velja
sér félag tekur við val á landsliði en
hann getur bæði spilaði fyrir Eng-
land og skoska landsliðið, þar sem
amma hans er skosk. Spears kemur
frá Plymouth og talið er að New-
castle greiði um eina milljón punda
fyrir leikmanninn, en sú upphæð
getur hækkað með tíð og tíma ef
hann spilar fyrir aðallið Newcastle.
RAMSEY ÁKVEÐUR
SIG BRÁÐLEGA
Unglingurinn Aaron Ramsey mun
taka ákvörðun um framtíð s(na
á næstu 48 klukkustundum en
Manchester
United, Arsen-
al og Everton
hafa öll gert
Cardiff 5 millj-
óna punda
tilboð (kapp-
ann og fengið
samþykkt.
Manchester
United þyk-
ir líklegast til þess að tryggja sér
Ramsey en Arsenal og Everton bíða
átekta. Ramsey skoðaði æfingasvæði
United um liðna helgi en flaug í gær
í einkaþotu Arsenal og hitti Arsene
Wenger (Sviss. Ramsey hefur þegar
rætt við David Moyes, stjóra Everton,
sem þykir geta boðið honum meiri
spilatíma en Arsene Wenger og Alex
Ferguson sem báðir hafa þó sagst
ætla að lána hann strax aftur til Card-
iffef þeirfá hann.
FERREIRA VILL SCOLARI
Paulo Ferreira hveturforráðamenn
Chelsea til þess að fá til sín Luis
Felipe Scholari, landsliðsþjálfara
Portúgals,
fyrir næstu
leikíð. Ferreira
og Scholari
eru saman á
EM 2008 og
Ferreira er
afar hrifinn af
störfum Bras-
ilíumannsins.
„Topplið þurfa
góðan þjálfara. Hann mun ekki svara
neinu fyrr en eftir mótið en hann
hefur klárlega reynsluna til að sinna
starfinu vel. Hann er búinn að vera
landsliðsþjálfari (fimm til sex ár en
áður var hann þjálfari hjá mörgum
félagsliðum og hefur góða reynslu
þaðan. Ég veit þvl að hann getur
sinnt starfinu vel," segir Ferreira.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaöur skrifar:
„Þetta er kveðja mín til Guðmund-
ar þar sem ég missti af jarðarförinni
vegna æfinga fyrir bardagann," sagði
Skúli Ármannsson við DV í gær en
Skúli varð á laugardaginn fyrsti ís-
lendingurinn til að keppa í atvinnu-
hnefaleikum. Hann bætti um betur og
vann í sínum fyrsta bardaga með rot-
höggi í 2. lotu en andstæðingur hans,
Caleb Nelson, nefbrotnaði við högg
Skúla. Guðmundur Arason, fyrrver-
andi þjálfari Skúla, lést í vikunni fyrir
bardagann og stóð Skúli þögull í byrj-
un bardagans í sínu homi á meðan
bjallan glumdi tíu sinnum til heiðurs
Guðmundi.
Þetta var einnig fyrsti bardagi Nel-
sons sem er Bandaríkjamaður með
uppmna í blönduðum bardagalist-
um. Þó Skúli sé 16 kílóum þyngri en
Nelson lítur hann ógnvænlega út og
myndu flestir vilja forðast að hitta
hann í dimmu húsasundi. „Ég vissi
mjög lítið um hann en hann var mjög
vígalegur og sterkur," sagði Skúli við
DV í gær. „Eg var samt ekkert smeyk-
ur. Ég er aldrei smeykur," bætti þessi
geðþekki Mosfellingur við.
—1 Vr ■
15**
THURAM LEIKJAHÆSTUR Franski miövörðurinn LillianThuram varð i gær
leikjahæsti leikmaður á Evrópumóti i knattspyrnu frá upphafi. Leikur hans
gegn Rúmeníu var sá 15. sem hann tekur þátt í á Evrópumóti í knattspyrnu
og lyfti hann sér upp fyrir hóp stórkostlegra knattspyrnumanna. Þangað til
í gær var hann samhliða Zinedine Zidane, Luis Figo og Karel Poborsky sem
allir hafa leikið 14 leiki en nú erThuram einná toppnum. Fyrsti leikurThur-
ams á Evrópumóti var í Newcastle á Englandi árið 1996. Þá mætti hann ein-
mitt Rúmeniu í 1 -0 sigurleik. Hann lék alla leiki þess móts en Frakkar voru
slegnir út i undanúrslitum af Tékkum í vítaspyrnukeppni.
Þungavigtarhnefaleikakappinn Skúli Ármannsson varö siöastliöinr
lendingurinn til aö berjast í atvinnuhnefaleikum. Hann gerði enn betu
bardaga með rothöggi í 2. lotu gegn vígalegum andstæðingi. Þessi 115
aði fyrsta sigurinn sínum gamla þjálfara, Guðmundi Arasyni. sem lé
Ætlaði að ganga frá mér
„Hann var mjög aðgangsharður í
byrjun og ædaði greinilega að ganga
frá mér strax," sagði Skúli um Nelson.
„Ég náði samt að verja mig og tókyfir-
höndina undir lok 1. lotu."
Skúli reyndi að komast á ólymp-
íuleikana en mistókst í tvígang. Hann
hefur æft í bænum Duluth í Banda-
ríkjunum sem er mikill hnefaleika-
bær undir handleiðslu merks þjálfara
að nafni Chuck Norton. Norton hefur
áður lýst því yfir að ólympískir hnefa-
leikar henti Skúla ekki því þar sé hvert
högg talið en ekki gæði högganna og
gæði séu einmitt það sem Skúli hefúr
í sínum eitruðu handleggjum.
Það voru þessi gæði sem létu Skúla
taka völdin í bardaganum áður en 1.
lotu lauk. Hann beitti þá glæsilegri
röð högga á Nelson sem þurfti að láta
bjölluna bjarga sér. „Ég tók vinstri og
hægri í hausinn á honum, krók í mag-
ann og svo aðra hægri beint í hausinn
á honum þegar hann var kominn út í
horn. Þá féll hann í gólfið og það var
talið yfir honum en bjallan bjargaði
honum inn í næstu lotu," sagði Skúli.
Nefbrotinn með tvö glóðaraugu
Önnur lota var ekki hálfnuð þeg-
ar Skúli hafði lokið sér af með Nelson.
„Ég byrjaði strax að reyna ná upp-
höggum á hann í annarri lotu. Ég hitti
nokkrum höggum og hann nokkrum
áður en bardaginn kláraðist í horninu
hans," sagði Skúli spurður um upp-
bygginguna að lokahögginu. Högg-
inu sem slökkti endanlega á Nelson.
„Ég náði þungu höggi með yfirhand-
ar hægri. Svo náði ég fjórum stungum
í hann á leiðinni niður og hann stóð
ekki upp," sagði Skúli en Nelson end-
aði bardagann nefbrotinn, með glóð-
arauga á báðum og sprungna vör.
f staðarblaðinu í Duluth, sem hef-
ur fylgist náið með Skúla og hans
framförum í hnefaleikum, er farið
fögrum orðum um fslendinginn. Sagt
er að andstæðingur Skúla, Caleb Nel-
son, hafi verið mjög öflugur og hættu-
legur að sjá. Hann hafi starað ógn-
vekjandi augum á Skúla og meira að
segja staðið í horninu eftir fyrstu lot-
una þrátt fyrir að hafa verið rétt áður
sleginn niður.
Rúmenía og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í dauðariðlinum:
LEIÐINLEGT A LETZIGRUND
Rúmenar og Frakkar skildu jafn-
ir, 0-0, í ömurlegum knattspyrnuleik
á Letzigrund-leikvanginum í Aust-
urríki í gær en það er heimavöllur
FC Zúrich. Aðeins eitt almennilegt
marktækifæri sást á 90 mínútum og
það fengu Frakkar sem voru tölu-
vert betri í leiknum. Harðlífið á síð-
asta þriðjungi vallarins sem hefur
háð Frökkum undanfarin ár er eng-
an veginn farið og áttu Rúmenar
auðvelt með að verjast fyrirsjáanleg-
um og hægum sóknarlotum Frakk-
anna. Rúmenar gerðu engum greiða
með leik sínum og virtust allan tím-
ann vera sáttir með eitt stig. Langar
sendingar þeirra fram á Adrian Mutu
báru lítinn sem engan árangur enda
ekki fyrir venjulegan mann að ráðast
einn að vörn Frakklands.
„Það er mikilvægt að tapa ekki
gegn jafnbeinskeittum andstæðingi
og Rúmenía er. Að því leyti var þetta
jákvætt," sagði Raymond Domenech,
landsliðsþjálfari Frakka, eftir leikinn
en hvað hann sá jákvætt í leik sinna
manna er erfitt að sjá. í sóknina vant-
aði tvo markahæstu menn lands-
liðsins frá upphafi, Henry sem er
meiddur og Trezeguet sem var ekki
valinn í hópinn. Miklar vonir voru
því bundnar við það sem átti að vera
öllu ferskari sóknarlína sem saman-
stóð af Anelka og heitasta leikmanni
Evrópu, Karim Benzema.
Þeir náðu hins vegar engan veg-
inn saman og fengu lítinn sem engan
stuðning af miðjunni. Það er nú varla
von því þar voru tveir varnarsinnuð-
ustu leikmenn liðsins, Claude Mak-
elele og Toulalan, sem eru þekkt-
ir fyrir margt annað en sóknarleik.
Adrian Mutu Átti aö
fá tækifæri einn uppi á
toppi (gær.
Það vantaði algjörlega krafthlaupin
frá Viera inn í teiginn eða bara ein-
hvern karakter í liðið einhvers staðar.
Verði Viera og Henry ekki með í hin-
um leikjum mótsins eru Frakkar ein-
faldlega í vondum málum. tomas@dv.is