Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Page 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 13 Istedgade að kvöldi til Var lengi helsta gata vændiskvenna. Mesta umfangið á Norðurlöndum Fjöldi þeirra sem stunda sölu á kynlífsþjónustu í Danmörku sam- svarar því að það séu eitt þúsund eitt hundrað og ellefu einstakling- ar á hverja milljón íbúa landsins. Ekkert Norðurlandanna státar af slíku umfangi. Eins og áður er get- ið getur ástæðan verið rýmri lög í Danmörku en á hinum löndunum. f Danmörku er til dæmis leyfilegt að falbjóða sig á götum úti and- stætt því sem tíðkast meðal ná- grannaþjóðanna. Félagsfræðingurinn Claus Lautrup stóð að baki ítarlegri rannsókn á viðskiptavinum vænd- iskvenna í Danmörku. Rannsóknin var gerð 2005 og samkvæmt henni hafði einn af hverjum sjö dönskum karlmönnum borgað vændiskonu fyrir kynlífsþjónustu. Lautrup tel- ur að sá fjöldi eigi við enn þann dag í dag og hafnar því að á með- al Dana gæti vaxandi umburðar- lyndis gagnvart vændi. „Nei, ég hef ekki trú á því, því nýpúritanisminn í samfélaginu gerir að verkum að aukinnar fyrirlitningar gætir í garð þeirra karlmanna sem kaupa sér þjónustu vændiskvenna, og reynd- ar hefur minnihluti danskra karl- manna farið á vændishús," sagði Laudrup í viðtali við TV2. Á yfirborðinu eða hulið sjónum Þar sem ekki lítur út fýrir að von sé á lögum vegna vænd- is í Danmörku, líkt og gilda í ná- grannalöndunum, er kannski ekki undarlegt að landið verði ákjós- anlegur vettvangur starfsgreinar sem á stundum hefur verið sögð sú elsta í heimi. Og sú staðreynd að vændiskonur og -karlmenn geti stundað þessa atvinnu fyrir opnum tjöldum er strangt til tek- ið engin trygging fýrir því að ekki eigi sér ýmislegt stað sem ekki þoli dagsins ljós. Danska blaðið Berlingske Tid- ende fjaflar um hótel eitt á Vest- urbrú í Kaupmannahöfn þar sem stúlkum var haldið nauðugum og þeim gert að afla húsbændum sín- um á sjötta tug þúsunda króna á hverjum degi. I ljósi þess að þetta á sér stað í landi þar sem vændi er löglegt er ómögulegt að fullyrða um fjölda eða umfang vændis í löndum þar sem verslun með kyn- líf er ólögleg. Eitt hundrað Bretar fallnir Fjöldi fallinna Breta í Afganistan síðan innrás var gerð í landið 2001 er kominn í eitt hundrað. Um helg- ina féllu þrír breskir hermenn í sjálfsvígsárás þegar þeir voru í eft- irlitsferð í Helmand-héraði. Fjórir félagar þeirra sem féllu særðust í árásinni. Stærstur hluti þeirra hundrað Breta sem hafa fallið hefur fall- ið á síðastliðnum tveimur árum. Lengi vel var mannfall í liði Breta í landinu mjög lítið og árið 2006 þegar þeir höfðu misst eitt hundr- að menn í írak höfðu einungis þrír breskir hermenn fallið í Afganist- an. Barnshafandi karl vill fleiri böm Thomas Beatie, fyrsti karlmaður heims sem er með barni, seg- ist gjarna vilja verða óléttur aftur. Beatie undirgekkst kynskiptiaðgerð fyrir sex árum en hélt eftir eggja- stokkum og móðurlífi svo hann gæti eignast börn. Hann gengur með meybarn og á að fæða eftir einn mánuð. f viðtali við News of the World sagði Beatie að allt væri tilbúið; barnaherbergið til reiðu og búið að ákveða nafn á væntanlega dóttur. „Við viljum gjarna eignast fleir börn, en viljum sjá til hvernig gengur með dóttur okkar áður en við stígum það skref," sagði hinn barnshafandi Thomas Beatie. Engin yfirvigt leyfð Þéttholda indverskar flugfreyj- ur fóru bónleiðar til búðar þegar þær höfðuðu mál gegn fyrrverandi vinnuveitanda sínum, flugfélag- inu Air India, eftir að hafa verið sagt upp störfum. Ástæða upp- sagnanna var sú að flugfreyjurnar þóttu í aðeins of miklum holdum og sagt að það skapaði ákveðna heilbrigðisáhættu. Dómstóll í Delí tók undir rök for- ráðamanna Air India, sem taldi að útlit flugfreyja væri auk þess mik- ilvægur liður í starfi þeirra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air India vekur athygli vegna krafna á hend- ur starfsfólki félagsins. KOMINI KILJU „Sjaldjgæf nautn að lesa þessa bók“ - Prúinn Bertelsson, Fréttablaðið „Við eigum öll að lesa þessa bók.“ - Guðfiiður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður Fantaskemmtileg" - Sigurður G. Tómasson, Útvarp Saga u HUSEIGENDUR - HÚSBYGGJENDUR Við getum bætt við okkur verkefnum. Bjóðum upp á alhliða þjónustu í byggingariðnaði nýsmíði og viðhaldsverkefni. Má þar nefna uppslátt, uppsteypu húsa og annara mannvirkja. endurnýjun þaka, viðgerðir utanhúss og klæðningar, endurnýjun glugga og hurða, smíði innveggja, uppsetning lofta. smíði sólpalla og fl. Gerum föst verðtilboð. Áratuga reynsla meistara og fagmanna. Sími: Gunnar Þór 891 6591 og 891 6590 Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið alhlida@yahoo.com Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Hágæða flotefni fyrir allar aðstæður maxit —1 maxit '■ Hi Klettháls: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-16 Suðurnes: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-14 U.) MÚRBUÐIN - Afslátt eða gott verð? Kletthálsi 7 Rvk - Fuglavík 18 Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.