Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 10.JÚNI2008 7 stiörnu ferðafrelsi www.ferdaval.is rrnnA\ /Ai i__ir . \ /_._i_i__ Sími 5Z8 5500 íslendingar nota erlenda myndrásarsíðu til að deila hneykslanlegu efni sin á milli. Á meðal efnisins sem má finna á síðunni eru ólögráða stúlkur án klæða og myndir sem sýna kynlífsathafnir milli manna og dýra. Lögreglan tekur á slíku í samstarfi við Interpol. íslenskir netníðingar Deila hneykslanlegu og niðurlægjandi efni sín á milli á erlendri vefsíðu. HAFSTEINN GUNNAR HAUKSSON blaðamadur skrifar: hafsteinng@dv.is C»V AnonIB.com er vefsíða rekin með svokölluðu „anonymous image- board“-sniði, eða sem nafnlaus myndrás. Það merkir að hver sem er getur vistað myndir aðgengi- legar öllum án þess að gefa upp nafn. íslensk slóð leiðir mann að afmörkuðu svæði heimasíðunnar, en notendahópur þess er að mestu íslenskur. Stór hluti myndanna á síðunni flokkast sem klámefni. Þar er meðal annars að finna ákaflega djarfar myndir af ólögráða stúlk- um, myndir sem sýna kynlífsat- hafnir milli manna og dýra og annað hneykslanlegt efni. Nektarmyndir birtar tii niðurlægingar Á síðunni eru stoinaðir spjall- þræðir, oft með ákveðnu þema, þar sem notendur keppast við að vista myndir. Á einum má til dæm- is finna myndir af nöktum íslensk- um stúlkum sem netmðingar hafa birt þeim til niðurlægingar. Á for- síðunni má sjá þann fyrirvara á notkun síðunnar að barnaklám og annað ólöglegt efni sé bannað. Því virðist þó ekki fylgt eftir sem skyldi þar sem á síðunni má finna ólög- ráða stúlkur án klæða. Ljóst er að stúlkumar á mynd- unum hafa ekld veitt samþykki sitt fyrir myndbirtingunni. Á forsíðu vefsíðunnar hefur einhver vistað hótun í garð stjómenda síðunnar þar sem farið er fram á að mynd- band af einni stúlkunni verði fjar- lægt af síðunni, ellegar verði vefii- um „...fuckað upp". Augljóst er að einhverjir em beinlínis lagðir í einelti á síðunni, þar sem ítrekað em birtar myndir af þeim og ákaf- lega niðrandi ummæli höfð um viðkomandi. Erfitt að meta hvað er barnaklám DV kom upp um barnaklám- síðuna Handahof.org fyrr á árinu sem rekin var með svipuðu sniði, en var lokað eftir að kvartanir bár- ust til lögreglu. Segja má að þessi nýja vefsfða hafi tekið við hlutverki hennar. Baldur Gíslason, aðstand- andi vefjarins Handahof, segist ekki koma nálægt rekstri hins nýja vefjar og veit ekki hverjir standa að honum. Hann segist þó hafa séð hann. Baldur segir erfitt að hafa hemil á því sem inn á svona síð- urfer. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar, segir engar kvartan- ir vegna síðunnar hafa borist. Aðspurður hvemig tekið sé á því þegar íslenskir aðilar nota erlend- ar síður til að dreifa ólöglegu efni segir Björgvin það yfirleitt gert í samráði við Interpol. „Við höfum þá rakið þetta, hvar þetta er og hverjir standa á bak við þetta. Ef þetta er refsivert, grípa þeir til að- gerða." Björgvin segir aðspurður geta verið erfitt að meta hvað flokkist sem barnaklám, til dæmis þegar ólögráða stúlkur bera á sér barm- inn fyrir framan myndavél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.