Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 26

Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 26
un, ónœmiseyðing, ónœmisrýmun, ónæm- isskerðing og ónœmisafnceming. Hér lýkur þessari upptalningu og verður ekki fjölyrt urn einstök orð að sinni. Telja má líklegt að þegar sé komið fram það heiti sem notað verður til fram- búðar og nýjar tillögur hnekki því ekki. Síðustu misserin hafa þrjú orð verið notuð mest: alnœmi, ónœmistæring og eyðni. Nýlega kannaði Hagvangur hvaða íslenskt orð fólk vildi nota um þennan sjúkdóm. Tímaritið Heilbrigðismál beitti sér fyrir könnuninni sem er líklega sú fyrsta sem gerð er af þessu tagi. Greinar- gerð verður birt í heild í næsta tölublaði Heilbrigðismála sem mun koma út um líkt leyti og Málfregnir. En með góðfúslegu leyfi ritstjóra getum við skýrt frá þeim aðalniðurstöðum hér að 60,7% vildu nota orðið eyðni, 38,3% alnœmi og 1,0% ónœmistœringu. Önnur orð koniu ekki við sögu. Baldur Jónsson Áhorf Á síðustu tímum hefir færst í vöxt að ntynda nafnorð af sögnum, þau sem kalla mætti athafnarorð, t.d. stjórnun af stjórna. í ensku er mikið um slíkar myndanir og gætir eflaust áhrifa þaðan. íslenskan er ofurlítið treg til að fara þannig að ráði sínu. Henni virðist eigin- legra að láta sögnina duga. Athafnarorð eru þó mörg til í íslensku frá fornu fari og þekkjast í nútímamáli á viðskeytunum -un, -ing og -ning. Flest slík orð eru nú mynduð með viðskeytinu -un af sögnum sem enda á -aði í þátíð (t.d. hlustun af hlusta). En þessi orðmyndun dugir ekki við sagnir af hvaða beygingarflokki sem er, t.d. ekki við svo nefndar é-sagnir. Þær eru fremur fáliðaður flokkur veikra sagna, en meðal þeirra má nefna: glápa, góna, horfa og stara. Athafnarorð af þessum sögnum eru helst ekki mynduð með viðskeytinu -un. Það getur hver fundið sem reynir. Má því með nokkrum rétti telja slík orð rangmynduð. Þess eru þó dæmi að nafnorð séu mynduð með -un af é-sögnum, en ég hygg að þau séu öll ung og flest bundin í samsetningum. Helst eru innlifun og upplifun, hálf- danskrar ættar, sbr. d. indleve og opleve (þar af ísl. upplifa), og samloðun og við- loðun. Orðið horfun, sem gert hefir vart við sig síðustu vikurnar, er að minni hyggju bæði ótækt og óþarft (og áhorfun er auð- vitað engu betra). Athafnarorð af é-sögnum eru annað- hvort ekki til eða þau eru oftast sagn- stofninn sjálfur í hvorugkyni: bros, gap, gláp. Það að horfa á mætti samkvæmt því heita áhorf enda er það til í þessari merkingu. I orðabók Blöndals stendur við þetta orð m.a.: „(það að horfa á) Be- skuelse, Betragtning." BJ 26

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.