Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 8

Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 8
Mál og útvarp Nú eru liðin rösklega þrjú misseri síöan útvarpsráð samþykkti á fundi sínum 13. september 1985 stefnuyfirlýsingu sem kölluð hefir verið ..Málstefna Ríkisút- varpsins“. íslensk málnefnd fékk hana til umsagnar, áður en birt yrði, og ályktaði um hana á fundi sínum 8. október 1985. Málstefnan og umsögn málnefndar voru birtar í október 1985 í fjölrituðu húsblaði Ríkisútvarpsins, Tungutaki, sem málfarsráðunautur útvarpsins, Arni Böðvarsson, ritstýrir. Þótt nokkuð sé um iiðið síðan þessar samþykktir voru gerðar þykir rétt að birta þær einnig hér í Málfregnum. Um leið skal á það minnt að á þeim tíma sem liðinn er hafa bæst hér við nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, sem heyra ekki undir Ríkisútvarpið og hafa ekki, svo að vitað sé, neina sérstaka málstefnu. Þær stöðvar hafa þó bæði sið- ferðislegar og lagalegar skyldur að rækja gagnvart máli landsmanna. í „Útvarpslögum" nr. 68 1985, sem ná til hvers kyns útvarpsstöðva, eru sérstök ákvæði um Ríkisútvarpið. En þar er einnig kveðið svo á að útvarpsréttar- nefnd geti veitt sveitarfélögum og öðrunr lögaðilum tímabundin leyfi til útvarps. Slík leyfi eru háð nokkrum almennum skilyrðum sem upp eru talin í 2. mgr. 3. gr. Hér skal aðeins tveggja getið. í 2. tl. segir svo: „Óheimilt er að veita erlendum aðila leyfi til útvarpsrekstrar, né félagi eða stofnun þar sem eignarhlut- deild erlendra aðila er meiri en 10%“. í „Ákvæðum til bráðabirgða" er tekið fram að þrátt fyrir þetta sé utanríkis- ráðuneytinu heimilt að veita varnarlið- inu leyfi til áframhaldandi útvarps- rekstrar og vísað til varnarsamnings milli íslands og Bandaríkjanna í því sam- bandi. Síðara almenna skilyrðið, sem hér verður nefnt, er upphaf 3. tl.: „Útvarps- stöðvar skulu stuðla að almennri menn- ingarþróun og efla íslenska tungu“. Þetta síðarnefnda skilyrði er tekið orðrétt upp sem 1. mgr. 6. gr. í „Reglu- gerð um útvarp samkvæmt tíma- bundnum leyfum" nr. 70 1986. Síðan segir í reglugerðinni (2. og 3. mgr.): „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða neðanmálstexti á íslensku, eftir því sem við á hverju sinni. Það skal þó ekki eiga við, þegar í hlut eiga erlendir söng- textar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervihnött og móttökustöð fréttum eða dagskrárefni, er sýnir atburði, sem gerast í sörnu andrá. í síðastgreindu til- viki skal að jafnaði fylgja kynning eða endursögn þular. Allt íslenskt tal og texti í útvarpi skal vera á lýtalausu máli.“ Sams konar ákvæði eru í 25. gr. „Reglugerðar um Ríkisútvarpið" nr. 357 1986. Loks má vekja athygli á tveimur ákvæðum í „Reglugerð um auglýsingar í útvarpi“ nr. 71 1986. Þar er 1. tl. 1. mgr. 2. gr. á þessa leið: „Auglýsingar skulu vera á lýtalausu íslensku máli. Heimilt er þó að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar". Og 2. mgr. 2. gr. hljóðar svo: „Þegar dreift er viðstöðulaust um gervihnött og móttökustöð fréttum eða dagskrárefni er sýnir atburði sem gerast í sörnu andrá, skulu auglýsingar sem eru 8

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.