Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 16
Málvöndun og framburðarkennsla í grunnskólum
Sú nefnd sem gera átti tillögur um mál-
vöndun og framburðarkennslu í grunn-
skólum var skipuð 21. febrúar 1985. I
henni áttu sæti fjórir menn: Baldur Jóns-
son prófessor, Guðmundur B. Krist-
mundsson námsstjóri og yfirkennari,
formaður, Höskuldur Þráinsson pró-
fessor og Indriði Gíslason dósent.
Helstu verkefni, sem nefndin átti að
vinna að, voru í erindisbréfi talin þessi:
1. Tillögur að stefnu í framburðar-
kennslu. Þar verði m.a. tekið mið af
framburðarrannsóknum og við-
horfum til framburðar og framburð-
arkennslu sem greina má í þjóðfélag-
inu.
2. Skipan framburðarkennslu í grunn-
skólum. Hvenær skal hefja framburð-
arkennslu? Á hvað skal leggja
áherslu? Hvernig má tengja fram-
burðarkennsluna öðrum þáttum
talmáls í skóla? Nefndin taki í
umfjöllun sinni mið af þroska barna á
grunnskólaaldri og farsælli þróun
íslenskrar tungu.
3. Aðstœður framburðarkennslu.
Nefndin leitist við að kanna hvað
standi einkum í vegi fyrir framburð-
arkennslu í grunnskólum.
4. Tillögur að stefnu í málvöndun.
Nefndin skal leitast við að gera grein
fyrir þeim viðhorfum sem fram koma
um málvöndun í námsefni og meðal
kennara og foreldra. Tillögur um
málvöndun í grunnskólanámi taki
mið af þroska nemenda og farsælli
þróun íslenskrar tungu.
5. Tillögur um framkvæmd. Nefndin
geri tillögur um hvernig ofangreindri
stefnu verði best framfylgt í grunn-
skólanum og geri jafnframt grein fyrir
hvað hún telur helst standa í vegi fyrir
að þeirri stefnu verði framfylgt.
6. Námsefni og námsgögn. Nefndin
semji skrá um námsefni og önnur
kennslugögn sem hún telur nauðsyn-
leg til að sinna málvöndun og fram-
burðarkennslu. Tillögum að námsefni
fylgi stutt lýsing.
Þegar nýr menntamálaráðherra,
Sverrir Hermannsson, tók við embætti
haustið 1985 var honum gerð grein fyrir
starfi nefndarinnar, sem þá var komið á
góðan rekspöl, og óskaði hann eftir að
hún héldi því áfram. Nefndin lauk
störfum 30. október 1986 og skilaði þá
fjölritaðri skýrslu, sem nefnist Álitsgerð
um málvöndun og framburðarkennslu í
grunnskólum (71 bls.). Skýrslunni fylgdi
bæklingursem nefndarmenn höfðu tekið
saman, og nefnist hann Um íslenskan
framburð. Leiðbeiningar. Þar er að finna
leiðbeiningarefni um hljóðfræði og
framburð, ætlað kennurum. Bæði þessi
rit hafa nú verið gefin út fjölrituö í nýrri
ritaröð Kennaraháskóla íslands (B-
flokkur: Fræðirit og greinar. 1-2. Rvík
1986-87). Áhugasömum lesendum er
bent á að snúa sér til Kennaraháskólans.
Álitsgerðin skiptist í fjóra kafla. Fyrst
er greinargerð um störf nefndarinnar. Þá
kemur sögulegt yfirlit yfir afskipti stjórn-
valda af íslenskum framburði. Þau voru
mest á árunum 1947-1954. Þá lágu fyrir
tillögur um opinberar reglur um ís-
lenskan framburð, en þær hlutu aldrei
afgreiðslu yfirvalda. í þriðja kafla, sem
er mestur að vöxtum, er nefndarálitið
um málvöndun og framburðarkennslu í
grunnskólum. Þar er meginstefnan sett
fram bæði í málvöndun yfirleitt og fram-
burði sérstaklega. Fjallað er um ýmis
hugtök, sem oft er beitt í umræðu um
málvöndun, og loks er rætt um beyging-
ar, setningafræðileg atriði, nýyrði, orð-
myndun, merkingar og orðatiltæki. í
fjórða kafla eru tillögur nefndarinnar um
framkvæmd þeirrar stefnu sem mörkuð
var og er þar af mörgu að taka, sem of
langt er upp að telja hér. Hinna helstu er
getið í umsögn íslenskrar málnefndar
hér á eftir.
16