Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 17

Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 17
Sérstök málnefnd 29. apríl 1986 skipaði Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra nefnd til að gera tillögur um meðferð tungunnar í skólum, á vinnustöðum og í fjölmiðlum. í nefndina voru skipuð: Baldur Jónsson prófessor, Guðrún Kvaran deildarstjóri, Indriði G. Porsteinsson rithöfundur, for- maður, Stefán Jónsson rithöfundur og Ævar Kvaran leikari. Verkefni, sem upp eru talin í erindis- bréfi, eru þessi: 1. að gera tillögur um meðferð tung- unnar í skólum, á vinnustöðum og í fjölmiðlum; 2. að vinna að samantekt yfir þau svið þjóðlífsins þar sem málblöndunar gætir mest; 3. að gera tillögur um kennslu í mæltu máli í skólum, m.a. með námskeiðum og upplestri til þess hæfra manna í kennslustundum; 4. að finna leiðir til að efla málkennd fjölmiðla cg aðferð til að halda þeirri kennd við til frambúðar; 5. að láta orðtaka vinnusvæði með það fyrir augum að íslenska það sem aflaga fer og auglýsa þýðingar á vinnu- stað; 6. að athuga hvort ekki er rétt að gefa út og taka til kennslu nýja lestrarbók í líkingu við lestrarbók Sigurðar Nordal; 7. að athuga hvort gerð myndbanda kynni að auðvelda kennslu í íslensku; 8. að kanna hvort ástæða er til að taka upp sérstaka framburðarkennslu fyrir verðandi íslenskukennara og gera þá námsgrein prófskylda. Nefndin lauk störfum í desember 1986 með því að formaður hennar sendi ráð- herra greinargerð um nefndarstörfin, dags. 8. desember 1986. Greinargerðin var prentuð, 5 tölusettar blaðsíður auk kápu. Titill hennar er: Málnefnd skipuð af menntamálaráðherra 29. apríl 1986. Greinargerð. Meginefni hennar fer hér á eftir: „Gerð var nokkur athugun á hvar málblöndunar gætir mest og er ljóst að þar koma nokkrir staðir til athugunar, eða vinnusvæði. Fyrst skal telja Flug- leiðir og flugsamgöngur yfirleitt, þar sem ekki hefur verið unnið að því á skipu- legan hátt að þýða á íslensku ýmis þau vinnuheiti sem viðgangast í alþjóðaflugi. Stefán Jónsson, rithöfundur, gerði sér- staka athugun á þessum atriðum og kom þar fram að lítið hefur verið unnið að málvöndun hjá Flugleiðum þrátt fyrir yfirlýsingu þar um 1. desember 1985. Þá var leitað eftir samvinnu við Eim- skipafélag íslands h.f. og fékk mála- leitan nefndarinnar góðar undirtektir. Nú þegar nefndin hættir störfum hafa engin svör borist þótt ljóst sé að þar er unnið að tillögum. Vildi nefndin ekki bíða með að ljúka störfum þrátt fyrir þetta atriði. Vonir standa til að tillögur Eimskipafélagsins verði þannig að nota ntegi þær víðar í þjóðfélaginu. Stefán Jónsson ræddi einnig við kaupmenn og togaramenn um málnotkun og mál- hreinsun og virtist það samdóma álit manna að málkennd væri áberandi verri hjá ungu fólki en þeim sem eldri eru. Þá er ljóst í hverjum erfiðleikum tungan er innan poppiðnaðarins. Nefndin hefur ekki séð sér fært að gera neinar sérstakar tillögur í þessu efni, en væntir framlags Eimskipafélagsins, og mun formaður nefndarinnar annast þau samskipti. Nefndinni var falið að gera tillögur um kennslu í mæltu máli í skólum. Niður- stöður hennar voru að fella skyldi niður einkunnagjöf fyrir hraðlestur en taka í staðinn upp einkunnagjöf fyrir lestur almennt, þar sem tillit er tekið til fram- burðar, lesturs og hraða. Haldin verði námskeið fyrir lestrarkennara þar sem þeim verður leiðbeint í upplestri og hvernig kenna má lestur þannig, að sem 17

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.