Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 11

Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 11
íslenska málhefð. Ríki, lönd, borgir, héruð, höf, fljót, fjöll, og annað slíkt ber að nefna hefð- bundnum íslenskum heitum, ef þau eru til, svo sem Hjaltland (ekki Shetland), Kaupmannahöfn eða Höfn (ekki Köbenhavn né Köben), Björgvin (ekki Bergen), Saxelfur (ekki Elbe né Elba). Sé þessa ekki kostur, ber að nota eftir því sem unnt er þau heiti sem íbúar viðkom- andi landa tíðka sjálfir, svo sem Nuuk (ekki Godtháb), Múnchen (ekki Munich), Nice (ekki Nissa), Westfalen (ekki Westphalia). 11) Heiti á útlendum mönnum skal fara með að hætti viðkomandi þjóðar eftir þvf sem unnt er, nema íslensk hefð sé fyrir öðru, eins og er um mörg heiti erlendra þjóðhöfðingja sem erfa ríki, og heiti páfa. Heiti stofnana, hljómsveita, listaverka og þess háttar er rétt að íslenska þegar fært þykir, og gæta þá samræmis eftir því sem unnt er. 12) Skammstafanir sem engum breyt- ingum taka, fara illa í mæltu máli í stað nafna á samtökum, fyrirtækjum og stofnunum. Pær skal forðast. Rétt er að nota óstytt heiti í upphafi frásagnar en síðan stytt heiti sem lýtur lögmálum tungunnar fremur en skammstöfun, svo sem Sam- bandið fyrir SÍS, Alþýðusambandið fyrir ASÍ, Bandalagið fyrir BSRB og svo framvegis. 13) Utvarpsráð vekur athygli á einhliða áhrifum enskrar tungu á íslenskt mál um þessar mundir og telur að bregðast verði við með markvissum hætti, meðal annars í starfsemi Ríkisútvarpsins. 14) I Ríkisútvarpinu skulu að staðaldri vera fræðsluþættir um íslenskt mál og notkun þess. Ályktun málnefndar Islensk málnefnd fagnar samþykkt útvarpsráðs um málstefnu Ríkisútvarps- ins og getur fallist á hana í öllum aðalat- riðum. Nefndin vill þó vekja athygli á því, að erlendum tungumálum hefur að hennar dómi verið gert of hátt undir höfði í auglýsingum. fréttum og íþrótta- þáttum sjónvarps. Nefndin telur ekki koma nægilega skýrt fram í samþykkt- inni, að breytt skuli um stefnu í þessu efni (sjá einkum 5. og 8. tl.). Að öðru leyti telur málnefndin mikils um vert, að hinni nýju stefnu Ríkisútvarpsins verði framfylgt og heitir stuðningi við fram- kvæmd hennar. II

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.