Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 3

Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 3
Ný stafrófsröð í símaskrá og þjóðskrá Um þessar mundir er Símaskrá 1987 að koma út, og má búast við að einhverjum bregði í brún. í nýju símaskránni erfylgt öðrum röðunarreglum en áður hafa tíðk- ast í því riti. Aðalbreytingin er sú að nú er gerður greinarmunur á broddlausum stöfum og samsvarandi stöfum með broddi. Fyrst kemur a, síðan á o.s.frv. Þessi umskipti eiga sér nokkur tildrög sem rétt þykir að gera grein fyrir hér. Eins og kunnugt er hefir íslensk staf- rófsröð verið talsvert á reiki. Það kom ekki mjög að sök meðan almenningur þurfti lítið á stafrófsröðuðum skrám að halda. En nú er öldin önnur. Raunar er fyrir löngu orðið tímabært að koma festu á íslenska stafrófsröð og fylgja sömu meginreglum um röðun í öllum helstu skrám sem fólk þarf að nota, símaskrá, þjóðskrá, spjaldskrá bókasafna og orða- bókum. Mestum ruglingi hefir valdið að í sumum skrám er virtur munur á a-i og á-i, e-i og é-i o.s.frv. (sérröðun), en í öðrum ekki (samröðun). Vorið 1982 átti íslensk málnefnd frumkvæði að nokkurri umræðu um tölvu- áritun á opinberum eyðublöðum, tölvu- skráningu þjóðskrárinnar o.fl. og bauð til sín fulltrúum nokkurra opinberra stofnana til viðræðu uni þau mál. Á fundi nefndarinnar 21. desember 1982 var samþykkt ályktun um þetta efni, og var hún send fjölmiðlum til birt- ingar ásamt greinargerð (sjá Frétlabréf Islenskrar málnefndar 2. árg., 1. tbl. 1983, bls. 3-5). Þar er m.a. hvatt til þess að gerður sé réttur greinarmunur á sér- hljóðum með broddi og án brodds og á hástöfum og lágstöfum og enn fremur að heimilisfang sé haft í þágufalli þegar það fylgir nafni á viðtakanda sendingar. Snemma árs 1985 barst málnefndinni bréf frá Hagstofu íslands, dags. 25. febrúar, þar sem skýrt er frá því að unnið sé að endurskipulagningu þjóðskrár. Þar kemur m.a. fram að nauðsynlegt verði „að stafrófsraða þjóðskrá eftir bókstöfum í stað þess að nú er raðað eftir tölum“, eins og segir í bréfi hagstofustjóra. í öðru lagi á að leiðrétta „orðaritun þannig að farið verði að nota broddstafi svo og lágstafi þar sem við á“, og í þriðja lagi er fyrir- hugað að heimilisföng „verði skráð bæði í nefnifalli og þágufalli til þess að unnt sé að beita skránni skammlaust til áritunar á bréf“. Þess er síðan farið á leit við mál- nefndina að hún láti Hagstofunni í té „álit sitt á hvernig þjóðskránni skuli skipað í stafrófsröð". Islensk málnefnd fagnaði þessum fyrirhuguðu breytingum í bréfi til Hag- stofunnar 20. mars 1984 og hafði þá haft samband við ýmsa aðilja til að undirbúa röðunartillögur. Nefndin taldi nauðsyn- legt að gefa sér góðan tíma til að ræða álitamál svo að hún gæti staðið heil og óskipt að þeim tillögum sem hún legði fram. Endanlegt svar málnefndar var álits- gerð sem nefnist „Um röðun þjóðskrár“ og send var Hagstofu íslands með bréfi, dags. 12. apríl 1985. Þar er m.a. mælt með sérröðun. Þegar farið var að ræða þessi mál í óformlegum samtölum við fólk voru viðbrögð manna mismunandi. Þegar einhverjar efasemdir heyrðust var viðkvæðið jafnan það að símaskráin 3

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.