Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 20
telur íslensk málnefnd vert að stuðla að
því að samdar verði hentugar orðabækur
til nota í grunnskólum.
íslensk málnefnd tekur sérstaklega
frani að hún er sammála þeirri tillögu
málvöndunar- og framburðarnefndar að
„kennsla og þjálfun í framburði hefjist
strax við upphaf skólagöngu og vari
meðan á námi í grunnskóla stendur.“
Telur íslensk málnefnd löngu orðið
brýnt að framburðarmálin séu tekin fast-
ari tökum í skólakerfi landsins. íslensk
málnefnd getur fallist á þá afstöðu mál-
vöndunar- og framburðarnefndar að
ekki sé rétt að taka upp samræmdan
ríkisframburð, en hins vegar vill íslensk
málnefnd leggja meiri áherslu en mál-
vöndunarnefndin gerir á það að reynt
verði að kenna og ýta undir eldri
framburð, sem allmikill hluti þjóðar-
innar notar enn og eftirsjá væri að, ef
niður félli. Er þar einkum átt við harð-
mæli, hv-framburð og raddaðan fram-
burð. íslensk málnefnd telur æskilegt
að nemendur hljóti góða þjálfun í að
beita slíkum framburði, jafnvel þótt
almenn notkun hans verði ekki gerð að
skyldu, enda ætti slík þjálfun að geta
stuðlaö að auknum skýrleik í framsögn.
Auk þess má t.d. benda á að hv-fram-
burður er stundum nauðsynlegur í flutn-
ingi ljóða.
Af tillögum málnefndar vill íslensk
málnefnd sérstaklega taka undir til-
löguna um árleg námskeið í íslensku og
framburði móðurmálsins fyrir frétta-
menn og aðra þá, sem sinna þular-
störfum eða dagskrárgerð hljóðvarps og
sjónvarps. Jafnframt telur íslensk mál-
nefnd athyglisverða þá tillögu að gerð
verði þriggja ára áætlun um gerð sjón-
varpsefnis um íslenska menningu, mál,
bókmenntir og sögu. Útgáfa nýrra
íslenskra lestrarbóka ásamt snældum
með upplestri færustu manna væri einnig
góðra gjalda verð“.
20