Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 4

Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 4
gerði ekki greinarmun á broddlausum stöfum og sérhljóðum með broddi. Símaskráin var sú stafrófsskrá sem efst virtist vera í hugum manna. Hagstofustjóri fékk þá til fundar við sig ritstjóra símaskrárinnar og formann íslenskrar málnefndar þar sem tillögur nefndarinnar voru kynntar og málin rædd frá ýmsum hliðum. Þessar umræður leiddu til þess að Póst- og síma- málastofnunin ákvað að breyta stafrófs- röðun Símaskrár 1987 til samræmis við tillögur íslenskrar málnefndar. Að þessu er mikill ávinningur sem ber að fagna. Nú er tryggt að tveimur helstu nafna- skrám þjóðarinnar verður raðað eftir sömu reglum. Upphaflega var ætlunin að fyrirhug- aðar breytingar á þjóðskránni kæmu til Um röðun Við röðun nafna koma upp mörg álitamál og eflaust fleiri en séð verða fyrir, áður en verkið hefst. Hér verður einungis fjallað um þau atriði, sem sér- staklega er óskað álits á, þ.e. um staf- rófið og röðun nafnbrigða. 1.0 Stafróf þjóðskrárinnar 1.1 Inngangur Islenska stafrófið ber að leggja til grund- vallar. í því eru 32 stafir í venjubundinni röð. En eftir þeim gögnum, sem mál- nefndin hefir fengið, má gera ráð fyrir, að í stafrófi þjóðskrárinnar séu a.m.k. fjórir stafir til viöbótar (c, q, w og z), sem eiga sér allir fastan sess í stafrófs- röðinni hér. Ef við hugsum okkur í bili, að ekki þurfi að hafa fleiri stafi vegna erlendra nafna, verður stafróf þjóðskrár- innar þannig: a á b c d ð e é f g h i í j k 1 m n oópqrstuúvwxyýzþæö Hér eru 36 stafir, og væri æskilegast, að framkvæmda í ársbyrjun 1987, en tíminn leyfði það ekki. Símaskráin verður því á undan þjóðskránni með breytta röð, en þess er aðeins skammt að bíða að þjóð- skráin komist í sama horf. Álitsgerðin, „Um röðun þjóðskrár", sem málnefndin sendi Hagstofu Islands með bréfi vorið 1985 sem fyrr segir, er birt í heild hér á eftir. Peim sem áhuga kynnu að hafa skal einnig bent á að í riti Vísindafélags íslendinga, sem nefnist Móðurinálið og á að koma út um svipað leyti og Málfregn- ir, er grein um íslenska stafrófið eftir formann málnefndarinnar, Baldur Jóns- son prófessor. Petta er erindi, sem hann flutti á ráðstefnu Vísindafélagsins í Norræna húsinu í fyrravor. þjóðskrár raðgildi eða raðsæti væru hvorki fleiri né færri, þó að fleiri bókstafir komi fyrir í erlendum nöfnum þjóðskrárinnar. Verður reynt að rökstyðja það hér á eftir. Margir bókstafir hafa svo kölluð staf- merki (e. diacritics), undirstæð (c), álæg (0) eða yfirstæð (z). Þeir nefnast „merktir stafir". Einn og sami stofn- stafur getur verið merktur á fjölmarga vegu, t.d. é, é, é, é, é, § o.s.frv. Tvennt er til um raðgildi merktra stafa, og fer það eftir aðstæðum. Merktur stafur getur öðlast sess í staf- rófi sem aðalstafur, þ.e. sérstakur bók- stafur með sérstöku heiti. Svo er t.d. um á, a og ö í sænska stafrófinu, og í íslenska stafrófinu eru sjö slíkir stafir: á, é, í, ó, ú, ý og ö. Raunar eru i og j einnig með staf- merki, en eiga sér ekki samsvarandi stofnstafi ómerkta í latnesku stafrófi. Stundum hentar að líta á merktan staf sem afbrigði af stofnstaf og jafngildan honum viö röðun. Það á t.d. við um stafi 4

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.