Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 10

Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 10
ganga átölulaust. Ekkert annað en virkt sem forsvarsmenn stöðvanna þurfa að almenningsálit getur vakið þann metnaö hafa og starfslið þeirra. - BJ Málstefna Ríkisútvarpsins Ríkisútvarpið skal samkvæmt lögum efla íslenska tungu og menningu. Útvarpsráð telur að stofnunin hafi mikilvægu fræðslu- og uppeldishlutverki að gegna á þessu sviði. Allt málfar í Ríkisútvarpinu á að vera til fyrirmyndar, og allt sem frá stofnun- inni kemur, á vandaðri íslensku, flutt með góðum framburði. Erlend orð sem ekki verður komist hjá að nota, ber að samræma lögum íslenskrar tungu, eftir því sem fært þykir og góð venja býður. Um einstök atriði 1) Vandað mál er markvisst og felst í góðu orðavali, réttum beygingum, eðlilegri orðskipan, skýrri hljóð- mótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls. Starfs- menn Ríkisútvarpsins eiga að leggj- ast á eitt til að málfar í útvarpi og sjónvarpi sé til fyrirmyndar. 2) Þeir sem vinna að dagskrárgerð, skulu jafnan gæta þess að ntálfar sé vandað og svo auðugt sem skynsam- legt er eftir aðstæðum. Þeir bera ábyrgð á að texti sá sem flytjandi fær í hendur, sé réttur og fullnægi þessurn skilyrðum. 3) Flytjendum dagskrárefnis ber að vanda framburð sinn og flutning á alla lund. Þeir eiga að gæta þess eftir mætti að málfar textans full- nægi ofangreindum skilyrðum. Mál- villur eiga þeir að leiðrétta en mega ekki breyta málfari að öðru leyti án samráðs við ábyrgðarmann textans. Verkstjóra ber að sjá um að hlutað- eigandi starfsmaður dagskrár fái hið fyrsta upplýsingar um vangá sem hann hefur gert sig sekan um í þessu efni. 4) Aðsent efni á að fullnægja eðli- legum kröfum um málfar. 5) Auglýsingar skulu vera á gallalausri íslensku og fluttar með góðum framburði. Ef sérstök ástæða er til, getur útvarpsstjóri þó leyft að sungið sé eða talað á erlendu máli í auglýsingu. 6) Ríkisútvarpinu ber stöðugt að gefa starfsmönnum sínum kost á að auðga íslenskukunnáttu sína og bæta málfar sitt og framsögn, bæði á námskeiðum og með einstaklings- fræðslu. Starfsmönnum er skylt að nýta sér slíka fræðslu ef málfars- ráðunautur telur það nauðsynlegt. Málfarsráðunautur hefur umsjá með þessari starfsemi stofnunarinn- ar. 7) Málfarsráðunautur eða annar sér- fróður maður á að vera starfs- mönnum á fréttastofum, auglýsinga- stofum og öðrum slíkum vinnu- stöðum Ríkisútvarpsins til halds og trausts, meðal annars með því að lesa yfir handrit fyrir útsendingu eftir því sem unnt er. 8) Forðast skal útlent mál í efni sem samið er til flutnings í Ríkisútvarp- inu, en þegar ekki verður hjá því komist, svo sem í fréttum, viðtölum við útlendinga og svo framvegis, ber jafnan að flytja eða sýna íslenska þýðingu samtímis nema bein ástæða sé til annars. 9) Sjónvarpsefni sem ætlað er börnum og unglingum sérstaklega, skal flutt á íslensku eftir því sem kostur er. 10) Sérnöfn úr erlendum málum ber að fara með í samræmi við góða 10

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.