Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 7

Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 7
dönsk og orðabók Menningarsjóðs gerð eftir henni. Röðun á bókasöfnum, sem hefir löngum fylgt útlendum fyrirmyndum, hefir og eflaust haft áhrif. í „Röðunar- reglum“ 1982:5-6 er latneska stafrófið lagt til grundvallar og einungis bætt við stöfunum ð, þ, æ og ö. En með brodd- stafina (á, é, í, ó, ú og ý) er farið sem með aðra merkta stafi að erlendum sið. Eini merkti stafurinn, sem fær sérstakt sæti, er ö. Hvað sem bókasöfnum líður, telur málnefndin, að þetta sjónarmið eigi ekki að ráða, þegar nöfnum er raðað í þjóðskrá íslendinga. Þar á að láta íslenska stafrófið sitja í fyrirrúmi og gera öllum stöfum þess jafnhátt undir höfði. Gera verður ráð fyrir, að verið sé að raða í þágu þess fólks, sem kann ekki annað mál en íslensku, eða kann hana a.m.k. betur en önnur mál. Allir, sem nota orðaskrár að einhverju ráði, reka sig fljótlega á óhagræði sam- röðunar. Þetta er tilfinnanlegast í orða- bókum, þegar öll orð, sem byrja á sama orðlið, fá ekki að standa saman vegna blöndunar tveggja stafa. Þannig flækjast t.d. saman orð, sem byrja á al- og orð sem byrja á ál-, orð sem byrja á sal- og orð sem byrja á sál- og þar fram eftir götunum. í nafnaskrá er einnig ruglandi að hafa t.d. þessa röð: Arnfinnur Arngeir Arngrímur Arnheiður Árni Árnína Arnkell Arnviður þar sem nöfnum með forliðinn Arn- er stíað sundur að þarflausu. Hætt er við, að samröðun hafi einnig slævandi áhrif og stuðli að kæruleysi í stafsetningu. 1.3.3 Um é og je Spurt var sérstaklega um é og je. Að nokkru leyti hefir svarið þegar verið gefið með því að gera ráð fyrir strangri stafrófsröðun. Annars gildir nákvæm- lega sama um é gagnvart je og t.d. um þ gagnvart th (sbr. 2.0). Hér skal því aðeins bætt við til árétt- ingar, að é er aðalstafur í stafrófinu og hefir eigið raðgildi, en telst ekki til afbrigða af e (þótt hann sé það að formi og uppruna). Af því leiðir, að é, sem kann að koma fyrir í erlendum nöfnum í þjóðskránni, lýtur sömu röðunarreglu og é í íslenskum nöfnum. Sama á við um aðra broddstafi íslenska stafrófsins. 2.0 Um nafnhrigöi Sum nöfn eru til í mörgum tilbrigðum, og þau eru af ýmsu tagi, en ekki er á margra færi að draga mörkin milli tveggja nafna og tveggja afbrigða af sama nafni. Sá, sem reynir það, lendir fljótlega í ógöngutn. Að minnsta kosti er málnefndinni ekki kunnugt um, að lögð hafi verið fræðileg undirstaða að slíkri vinnu. Nefndin leggur því til, að staf- setning verði algerlega látin ráða ferð- inni. Það verður auðvitað til þess, að Theódór verður viðskila við Teódór og Pjetur við Pétur, þó að varla verði langt á milli. Það verður einnig til þess, að Carl og Karl verða hvor í sínum staf- bálki, enn fremur Cecilía og Sesselja, Ingvi og Yngvi o.s.frv., en við því er ekkert að gera. Vissulega fylgir þessu óhagræði, en það er þá ekki annað en rökrétt afleiðing af ósamræmi - stundum sérvisku -, sem þjóðskráin verður ekki sökuð um og getur ekki borið ábyrgð á. 7

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.