Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 13

Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 13
árlegu |iingum þeirra ef viö verður komiö. Nefndin skal einnig, eftir ástæðum, hafa samvinnu við erlendar stofnanir sem gefa út sérhæfð orðasöfn, þ. á m. staðla. Að öðru leyti skal málnefndin leit- ast við að kynna sér starfsemi erlendra málræktarstofnana og alþjóðlegt samstarf til eflingar þjóð- tungum. Skipan málncfndar og fundir 3. gr. Fimm menn eiga sæti í íslenskri málnefnd, skipaðir af menntamálaráð- herra. Háskólaráð tilnefnir einn mann. heimspekideild Háskólans einn og Orða- bók Háskólans einn, en tveir eru skipaðir án tilnefningar. Menntamálaráðherra skipar formann og varaformann úr hópi nefndarmanna. Skipunartími nefndarinnar er fjögur ár. 4. gr. Islensk málnefnd kemur saman þegar formaður boðar til fundar eða þrír nefnd- armenn hið fæsta óska þess. Forstöðu- rnaður Islenskrar málstöðvar skal jafnan boðaður á fundi nefndarinnar (sbr. 9. gr-)- Málnefndin er ályktunarfær ef meiri hluti nefndarmanna er á fundi. Nú eru atkvæði jöfn og ræður þá atkvæði formanns. Tekjur málnefndar 5. gr. Starfsemi íslenskrar málnefndar er kostuð af ríkisfé samkvæmt því sem veitt , er í fjárlögum og hefur hún sjálfstæðan fjárhag. Aðrar tekjur nefndarinnar eru: a) styrkir til einstakra verkefna, b) greiðslur fyrir aðstoð eða verk sem unnin eru á vegum málnefndar, c) tekjur af útgáfu rita, d) gjafir. Um íslenska málstöð 6. gr. fslensk málstöð er skrifstofa íslenskrar málnefndar og miðstöð þeirrar starfsemi sem málnefndin hefur með höndum. Málstöðin er einnig samstarfsvett- vangur málnefndarinnar og Háskóla íslands, sbr. 9. gr. og 11. gr. Málstöðin getur haft með höndum hagnýtar rannsóknir á íslensku máli og beitt sér fyrir eða tekið þátt í slíkum rannsóknum í samvinnu við aðra. Þar getur ýmist verið um að ræða rannsókn- arverkefni á starfssviði málnefndar, sem unnin eru fyrir hana, eða verkefni er forstöðumaður á frumkvæði að og teljast þá háskólaverkefni, sbr. 9. gr. Nú tekur málstöðin að sér verkefni, sem ekki er unnið fyrir málnefndina, og tekur greiðslu fyrir. Pá skal greiða skatt af því í Rannsóknasjóð Háskólans eins og af þjónustuverkefnum háskólastofn- ana en heimilt er að öðru leyti að nota fé, sem þannig er aflað, til að efla starf- semi málstöðvarinnar. Málstöðin getur einnig í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla íslandsgefið stúdentum kost á þjálfunarstörfum við rannsóknir o.fl. eftir því sem aðstæður leyfa, sbr. e-lið 16. gr. reglugerðar nr. 89/1983 um rannsóknastofnanir heim- spekideildar. 7. gr. Málstöðin skal fylgjast með þróun íðorða- banka í öðrum löndum, undirbúa slíkan banka hér og sjá um rekstur hans. Málstöðin skal leitast við að ganga svo frá gögnurn og heimildum, orðaskrám af ýmsu tagi og öðru slíku, sem hún ræður yfir, að sem best not verði af. Skal mál- stöðin kappkosta að liðsinna starfs- 13

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.