Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 5

Málfregnir - 01.12.1998, Blaðsíða 5
er að koma á framfæri. Ef hlustandinn man eftir því hvað var sagt fremur en hvemig það var sagt em starfsmenn talmiðla á réttri leið. Að því leyti má segja að málfar sé gott ef hlustendur veita því sjálfu ekki sérstaka eftirtekt. Hlustendur og áhorfendur hafa tilhneig- ingu til að líta svo á að mál í útvarpi og sjón- varpi sé á einhvern hátt fyrirmynd, auk þess að vera samskiptatæki. Starfsmenn talmiðla þurfa ekki aðeins að gæta sín á slettum og málvillum og þess háttar; hlustendur og áhorfendur eiga að geta vænst þess að talað sé til þeirra á lipru og skiljanlegu máli sem hæfir í miðlinum, útvarpi eða sjónvarpi. Þar verður m.a. að forðast ýmislegt sem fremur mætti umbera í ritmáli. Aldrei má gleyma eðli talmiðilsins; for- sendur hlustandans eru aðrar en lesandans sem ávallt getur rýnt aftur og betur í það sem hann skilur ekki í fyrstu atrennu. Dæmi úr fréttum í talmiðli 1. Niðurgreiðslurnar fara eftir því magni landbúnaðarhráefnis sem notað er við fram- leiðslu viðkomandi vöru. Engar greiðslur fást þó ef magn hverrar hráefnistegundar feryfir sextíu prósent af heildarþunga vöru. 2. Umhverfisráðuneytið kemst að þeirri nið- urstöðu að nítján metra há bygging þarna brjóti í bága við staðfest deiliskipulag og úrskurðar því að ákvörðun byggingar- nefndar Hafnarfjarðar frá því í vor um að leyfa byggingu á Strandgötu 55 og sam- þykkt bœjarstjórnar á þeirri ákvörðun séu úr gildi felldar. 3. Lenging tímabils sauðjjárslátrunar hefur ýmsa kosti íför með sér. Þessi dæmi eru í meira lagi óheppileg í tal- miðli og jafnvel ritmiðli. (Ekki er annað vitað en að „tímabil sauðfjárslátrunar" heiti á íslensku sláturtíðl) Talmál - ritmál Hér mætti benda á tvö atriði sem oft einkenna dæmigert talmál en koma síður fyrir í dæmigerðu ritmáli: 1. setningar hefj- ast á orðinu það\ 2. notað er orðalag þar sem sagnorð eru áberandi. Talmál -<----------------------► Ritmál Það hefur veiðst mikið af laxi í sumar. Það hefur verið mikil laxveiði í sumar. Mikið hefur veiðst af laxi í sumar. Laxveiði hefur verið mikil í sumar. Eins og kunnugt er stendur talmiðlamálið oft nær ritmáli eftir því sem handritið er ná- kvæmara og þéttara eins og t.d. á við um fréttir. Þegar mörg fallorð koma hvert á eftir öðru verður stíllinn oft þunglamalegur. Þetta gerist oft í ritmáli en hentar mjög illa töluðu máli. Nauðsynlegt er að gera stílinn áheyri- legri fyrir flutning í talmiðli. Þar má oft leysa upp úr „fallorðahröngli" í eignarfalli með því að skjóta inn forsetningum eða skipta út fallorði fyrir samsvarandi sagnorð. Dæmi Breytt fyrirkomulag innheimtu virðisauka- skatts er til umrœðu yrði: Rcett er um að breyta fyrirkomulagi við innheimtu á virðisaukaskatti. Einnig má umorða eða búa til nýja setningu. Aukning tekna starfsmanna fyrirtœkisins vakti athygli yrði: Það vakti athygli að starfsmenn fyrir- tœkisins höfðu nú meiri tekjur. Það þarf að sjálfsögðu ekki að kalla á óvandað málfar þótt textinn sé liðkaður að þessu leyti og kemur því alls ekkert við hvort notaðar eru hefðbundnar beygingar og hrein íslenska. 5

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.